Milljónasti ferðamaðurinn nær varla til Íslands á árinu Kristján Már Unnarsson skrifar 29. desember 2014 18:45 Afar tvísýnt er um hvort milljónasti ferðamaðurinn komi til Íslands á þessu ári, nú þegar aðeins tveir sólarhringar eru til áramóta, og stefnir á að tvö prómill vanti upp á að stóra talan náist. Hver svo sem endanleg tala verður þá er þegar ljóst að árið 2014 er metár. Þeir hafa aldrei verið fleiri, erlendu ferðamennirnir, - spennan þessa síðustu daga ársins er hins vegar um hvort þeir nái að verða ein milljón á árinu.Halldór Arinbjarnarson, upplýsingastjóri Ferðamálastofu.„Þetta getur fallið beggja vegna við milljónina. Þetta er svona alveg á mörkunum,“ segir Halldór Arinbjarnarson, upplýsingastjóri Ferðamálastofu, í samtali við Stöð 2. Halldór segir að langflestir komi til landsins um Keflavíkurflugvöll og þar var talan í lok nóvember komin í 915 þúsund erlenda farþega. Ef gert sé ráð fyrir sömu fjölgun í desember og öðrum vetrarmánuðum, 30 prósentum, fari talan í 970 þúsund fyrir erlenda ferðamenn til Keflavíkurflugvallar á árinu. Þá á eftir að bæta við öllum sem komu með Norrænu til Seyðisfjarðar og í gegnum aðra flugvelli, en Halldór áætlar að með ferjunni hafi komið milli 17 og 18 þúsund erlendir ferðamenn, og kannski tíu þúsund í gegnum flugvellina í Reykjavík, á Akureyri og Egilsstöðum. Miðað við þetta fer talan kannski í 998 þúsund.Um 97 prósent ferðamanna koma til landsins um Keflavíkurflugvöll.Fréttablaðið/Anton„Mér sýnist að þetta verði ansi tæpt. Við sjáum þetta ekki fyrr en um miðjan janúar þegar við verðum búin að safna saman tölum fyrir aðra flugvelli heldur en Keflavíkurflugvöll. En miðað við að það sé álíka fjöldi þar erum við ekki alveg að ná milljóninni,“ segir Halldór. Það koma að jafnaði um 2.700 erlendir ferðamenn til landsins á hverjum degi og nú lítur út fyrir að það muni kannski vanta þá tölu upp á til að komast í milljónina. Þetta verður því mjög tæpt. Svarið við því hvort milljónasti ferðamaðurinn fagni áramótunum á Íslandi fáum við þó ekki fyrr en um miðjan janúar. Þess má geta að erlendir ferðamenn með skemmtiferðaskipum teljast ekki með þar sem þeir gista um borð í skipunum, að sögn Halldórs. Verulega munar um þá tölu en á þessu ári hafa 104.816 erlendir ferðamenn komið með skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur. Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Afar tvísýnt er um hvort milljónasti ferðamaðurinn komi til Íslands á þessu ári, nú þegar aðeins tveir sólarhringar eru til áramóta, og stefnir á að tvö prómill vanti upp á að stóra talan náist. Hver svo sem endanleg tala verður þá er þegar ljóst að árið 2014 er metár. Þeir hafa aldrei verið fleiri, erlendu ferðamennirnir, - spennan þessa síðustu daga ársins er hins vegar um hvort þeir nái að verða ein milljón á árinu.Halldór Arinbjarnarson, upplýsingastjóri Ferðamálastofu.„Þetta getur fallið beggja vegna við milljónina. Þetta er svona alveg á mörkunum,“ segir Halldór Arinbjarnarson, upplýsingastjóri Ferðamálastofu, í samtali við Stöð 2. Halldór segir að langflestir komi til landsins um Keflavíkurflugvöll og þar var talan í lok nóvember komin í 915 þúsund erlenda farþega. Ef gert sé ráð fyrir sömu fjölgun í desember og öðrum vetrarmánuðum, 30 prósentum, fari talan í 970 þúsund fyrir erlenda ferðamenn til Keflavíkurflugvallar á árinu. Þá á eftir að bæta við öllum sem komu með Norrænu til Seyðisfjarðar og í gegnum aðra flugvelli, en Halldór áætlar að með ferjunni hafi komið milli 17 og 18 þúsund erlendir ferðamenn, og kannski tíu þúsund í gegnum flugvellina í Reykjavík, á Akureyri og Egilsstöðum. Miðað við þetta fer talan kannski í 998 þúsund.Um 97 prósent ferðamanna koma til landsins um Keflavíkurflugvöll.Fréttablaðið/Anton„Mér sýnist að þetta verði ansi tæpt. Við sjáum þetta ekki fyrr en um miðjan janúar þegar við verðum búin að safna saman tölum fyrir aðra flugvelli heldur en Keflavíkurflugvöll. En miðað við að það sé álíka fjöldi þar erum við ekki alveg að ná milljóninni,“ segir Halldór. Það koma að jafnaði um 2.700 erlendir ferðamenn til landsins á hverjum degi og nú lítur út fyrir að það muni kannski vanta þá tölu upp á til að komast í milljónina. Þetta verður því mjög tæpt. Svarið við því hvort milljónasti ferðamaðurinn fagni áramótunum á Íslandi fáum við þó ekki fyrr en um miðjan janúar. Þess má geta að erlendir ferðamenn með skemmtiferðaskipum teljast ekki með þar sem þeir gista um borð í skipunum, að sögn Halldórs. Verulega munar um þá tölu en á þessu ári hafa 104.816 erlendir ferðamenn komið með skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur.
Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira