Landsliðsþjálfarinn Helena Sverrisdóttir: Nýtt hlutverk fyrir mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2014 19:00 Helena Sverrisdóttir. Vísir/Valli Valtýr Björn Valtýsson heimsótti Helenu Sverrisdóttur á æfingu fimmtán ára landsliðs kvenna í körfubolta í dag en fyrirliði kvennalandsliðsins hefur tekið að sér þjálfun stelpnanna í samvinnu við Ingvar Þór Guðjónsson. Helena er á fullu með pólska atvinnumannaliðinu CCC Polkowice en náði að fara til Íslands í jólafrí. Hún gaf sér tíma í að vera með tvær æfingar á dag frá laugardegi til mánudags. „Þetta er nýtt hlutverk fyrir mig," sagði Helena við Valtý Björn þegar hann mætti í íþróttahúsið á Álftanesi og forvitnaðist um það hvernig það kom til að 26 ára gamall fyrirliði landsliðsins væri einnig farin að þjálfa eitt af yngri landsliðunum. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á þjálfun. Ég veit alveg að ég er ung og ég vil halda áfram að spila. Það kom upp tækifæri til að taka við þessum ungu dömum og mér leyst mjög vel á það," sagði Helena. „Ég er búin að vera með körfuboltabúðir á sumrin í um tíu ár og ég veit að þetta verður örugglega framhaldið hjá mér. Mér lýst mjög vel á það og af hverju ekki að byrja strax," sagði Helena. „Það á bara eftir að koma í ljós hvernig þjálfari ég verð. Ég er allavega með frábæran þjálfara með mér núna, hann Ingvar (Þór Guðjónsson). Ég læri af þeim þjálfurum sem ég hef spilað fyrir, bæði af góðu og slæmu hlutunum og svo kemur inn eitthvað sem ég þekki sjálf sem leikmaður," segir Helena. „Ég á samt alveg eftir að mótast sem þjálfari en eins og staðan er núna þá finnst mér mjög gaman að þjálfa ungar stelpur og hjálpa þeim að finna réttu leiðina," segir Helena. Er næsta skref hjá Helenu að verða spilandi þjálfari? „Ég hef hugsað út í það en ég er ekki tilbúin í það strax. Ég er ennþá bara 26 ára en það aldrei að vita þegar ég hætti að spila í Evrópu og kem heim. Þá kemur kannski upp tækifæri til að gera eitthvað slíkt," segir Helena. Helena fer aftur út til Póllands 1. janúar en hún notar stóran hluta af jólafríinu sínu í að það að þjálfa stelpurnar í fimmtán ára landsliðinu. „Ég þarf að passa mig á því að finna tíma til að æfa sjálf. Ég æfði á milli æfinga í gær einmitt. Ég er búin að vera í íþróttahúsinu frá því að ég man eftir mér og annaðhvort er ég með bolta í hendinni eða er að setja boltann í höndina á einhverjum öðrum," sagði Helena. Það er hægt að sjá allt viðtal Valtýs við Helenu hér fyrir neðan. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Loks vann Tottenham Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
Valtýr Björn Valtýsson heimsótti Helenu Sverrisdóttur á æfingu fimmtán ára landsliðs kvenna í körfubolta í dag en fyrirliði kvennalandsliðsins hefur tekið að sér þjálfun stelpnanna í samvinnu við Ingvar Þór Guðjónsson. Helena er á fullu með pólska atvinnumannaliðinu CCC Polkowice en náði að fara til Íslands í jólafrí. Hún gaf sér tíma í að vera með tvær æfingar á dag frá laugardegi til mánudags. „Þetta er nýtt hlutverk fyrir mig," sagði Helena við Valtý Björn þegar hann mætti í íþróttahúsið á Álftanesi og forvitnaðist um það hvernig það kom til að 26 ára gamall fyrirliði landsliðsins væri einnig farin að þjálfa eitt af yngri landsliðunum. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á þjálfun. Ég veit alveg að ég er ung og ég vil halda áfram að spila. Það kom upp tækifæri til að taka við þessum ungu dömum og mér leyst mjög vel á það," sagði Helena. „Ég er búin að vera með körfuboltabúðir á sumrin í um tíu ár og ég veit að þetta verður örugglega framhaldið hjá mér. Mér lýst mjög vel á það og af hverju ekki að byrja strax," sagði Helena. „Það á bara eftir að koma í ljós hvernig þjálfari ég verð. Ég er allavega með frábæran þjálfara með mér núna, hann Ingvar (Þór Guðjónsson). Ég læri af þeim þjálfurum sem ég hef spilað fyrir, bæði af góðu og slæmu hlutunum og svo kemur inn eitthvað sem ég þekki sjálf sem leikmaður," segir Helena. „Ég á samt alveg eftir að mótast sem þjálfari en eins og staðan er núna þá finnst mér mjög gaman að þjálfa ungar stelpur og hjálpa þeim að finna réttu leiðina," segir Helena. Er næsta skref hjá Helenu að verða spilandi þjálfari? „Ég hef hugsað út í það en ég er ekki tilbúin í það strax. Ég er ennþá bara 26 ára en það aldrei að vita þegar ég hætti að spila í Evrópu og kem heim. Þá kemur kannski upp tækifæri til að gera eitthvað slíkt," segir Helena. Helena fer aftur út til Póllands 1. janúar en hún notar stóran hluta af jólafríinu sínu í að það að þjálfa stelpurnar í fimmtán ára landsliðinu. „Ég þarf að passa mig á því að finna tíma til að æfa sjálf. Ég æfði á milli æfinga í gær einmitt. Ég er búin að vera í íþróttahúsinu frá því að ég man eftir mér og annaðhvort er ég með bolta í hendinni eða er að setja boltann í höndina á einhverjum öðrum," sagði Helena. Það er hægt að sjá allt viðtal Valtýs við Helenu hér fyrir neðan.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Loks vann Tottenham Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira