Mun pabbahlutverkið hafa einhver áhrif á Dustin Johnson? 29. desember 2014 17:30 Johnson er einn högglengsti kylfingur PGA-mótaraðarinnar. vísir/AP Það er sjaldan logmolla í kring um Dustin Johnson en þessi þrítugi kylfingur hefur gefið það út að hann eigi von á barni snemma á næsta ári með unnustu sinni, Paulinu Gretzky. Johnson tók sér eins og frægt var orðið frí frá golfi í hálft ár fyrr á þessu ári og sagði í yfirlýsingu þurfa að einbeita sér að „persónulegum vandamálum“. Vefsíðan Golf.com birti í kjölfarið frétt þar sem fullyrt var að Johnson hefði verið dæmdur í 6 mánaða keppnisbann frá PGA-mótaröðinni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Talið er að Johnson hafi notast við fíkniefni á borð við kókaín og amfetamín. Margir telja að samband hans við Paulinu Gretzky, sem er dóttir íshokkígoðsagnarinnar Wayne Gretzky, hafi ekki hjálpað Johnson í einkalífinu en Paulina er þekkt fyrirsæta sem hefur í gegn um tíðina oft komist í fréttir vegna skemmtanahalds sem farið hefur úr böndunum. Johnson mun snúa aftur á golfvöllinn í byrjun febrúar á Farmers Insurance mótið sem fram fer á PGA-mótaröðinni en hver veit nema að foreldrahlutverkið hjálpi þessum hæfileikaríka kylfingi við að snúa til baka og einbeita sér að baráttunni á golfvellinum á meðal þeirra bestu. Golf Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Enski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Það er sjaldan logmolla í kring um Dustin Johnson en þessi þrítugi kylfingur hefur gefið það út að hann eigi von á barni snemma á næsta ári með unnustu sinni, Paulinu Gretzky. Johnson tók sér eins og frægt var orðið frí frá golfi í hálft ár fyrr á þessu ári og sagði í yfirlýsingu þurfa að einbeita sér að „persónulegum vandamálum“. Vefsíðan Golf.com birti í kjölfarið frétt þar sem fullyrt var að Johnson hefði verið dæmdur í 6 mánaða keppnisbann frá PGA-mótaröðinni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Talið er að Johnson hafi notast við fíkniefni á borð við kókaín og amfetamín. Margir telja að samband hans við Paulinu Gretzky, sem er dóttir íshokkígoðsagnarinnar Wayne Gretzky, hafi ekki hjálpað Johnson í einkalífinu en Paulina er þekkt fyrirsæta sem hefur í gegn um tíðina oft komist í fréttir vegna skemmtanahalds sem farið hefur úr böndunum. Johnson mun snúa aftur á golfvöllinn í byrjun febrúar á Farmers Insurance mótið sem fram fer á PGA-mótaröðinni en hver veit nema að foreldrahlutverkið hjálpi þessum hæfileikaríka kylfingi við að snúa til baka og einbeita sér að baráttunni á golfvellinum á meðal þeirra bestu.
Golf Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Enski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira