Jón Arnór í viðtali á FIBA.com: Eins og dagur og nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2014 21:30 Jón Arnór Stefánsson. Vísir/Anton Jón Arnór Stefánsson, körfuboltamaður ársins og einn af þeim tíu sem koma til greina sem Íþróttamaður ársins, er í skemmtilegu viðtali á heimasíðu FIBA þar sem íslenski landsliðsmaðurinn ræðir meðal annars EM-ævintýri íslenska landsliðsins sem og hlutverk sitt hjá toppliði Unicaja Malaga á Spáni. Jón Arnór spilaði ekki fyrstu tvo leiki Íslands í undankeppninni en var stigahæstur í sigurleiknum út í Bretlandi þegar íslenska liðið fór langleiðina með að tryggja sér sæti á EM. Hann setti meðal annars niður eitt stærsta skot sitt á ferlinum þegar þriggja stiga skot hans rataði rétta leið 44 sekúndum fyrir leikslok. „Það var alveg að fara með mig að vera ekki með. Það var stór áhætta fyrir mig að spila án þess að vera með samning en ég hélt aldrei að ég þyrfti að bíða svona lengi eftir nýjum samningi. Þegar ég sá styrkleika breska liðsins sem við unnum sannfærandi á Íslandi, þá stökk ég upp á vagninn eins og klappstýra eða svo sögðu liðsfélagarnir allavega," sagði Jón Arnór. „Ég tek því alveg. Úti í Bretlandi þurftum við meiri vopn og þetta gekk upp. Þetta er ótrúlegt en við erum komnir í úrslitakeppni EM. Þetta er ótrúleg tilfinning," sagði Jón Arnór. „Ég og Hlynur erum búnir að vera svo lengi í landsliðinu þannig að þetta er mjög sérstakt fyrir okkur. Okkur hefur vantað svona til að toppa landsliðsferilinn," sagði Jón Arnór. „Þetta mun án vafa hjálpa íslenskum körfubolta. Þetta er orðinn hluti að íslenskri íþróttasögu og vonandi getum við haft góð áhrif á krakkana," sagði Jón Arnór. „Við munum berjast til síðasta blóðdropa í öllum leikjunum. Þannig er okkar nálgun á þessa leiki," sagði Jón Arnór um riðil íslenska liðsins sem er talinn vera sá erfiðasti í keppninni. Fjögur af sex liðum komast áfram í sextán liða úrslitin. Blaðamaður FIBA.com spyr Jón Arnór næst út í lífið hjá Unicaja Malaga en liðið er nú í toppsæti spænsku úrvalsdeildarinnar. „Það er frábær staða fyrir mig og það er gott að vera kominn aftur í Euroleague og vera aftur farinn að spila fyrir stórt félag. Ég gat ekki beðið eftir því að fá að spila aftur í Euroleague og loksins gekk það upp," sagði Jón Arnór. „Það var frábært tækifæri fyrir mig að fara til Malaga sem er frábært félag í frábærri borg. Ég tel að við séum með mjög gott lið með góðum liðsanda. Við höfum sýnt hvað við getum með því að vinna öflug lið á útivelli í úrvalsdeildinni," sagði Jón Arnór. Jón Arnór er að koma inn af bekknum hjá Unicaja Malaga og hann talar um það hversu ólíkt hlutverk hans er hjá Unicaja og íslenska landsliðinu. „Ég þarf að koma inn með mikla orku og ég verð að setja niður opnu skotin. Það koma dagar þar sem ég hitti en stundum hitti ég ekki. Ég reyni samt alltaf að gefa liðinu eitthvað," sagði Jón Arnór. „Ég þarf fyrst og fremst að standa mig í varnarleiknum og vera grimmur þar. Ég þarf að vera límið í liðinu, bæði innan og utan vallar. Ég sætti mig við það og geri mér grein fyrir því að það er mitt starf hér á Spáni," sagði Jón Arnór. „Hlutverk mitt hjá Unicaja og hjá íslenska landsliðinu er eins ólíkt og dagur og nótt. Á báðum stöðum þarf ég að gera það sem liðið þarf mest á að halda. Ef ég skora ekki með íslenska landsliðinu þá vinnum við ekki. Það er því mitt hlutverk hjá íslenska landsliðinu að vera „agressívur“ í sókninni og skjóta mikið," sagði Jón Arnór. Það er hægt að lesa allt viðtalið við Jón Arnór inn á heimasíðu FIBA. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson, körfuboltamaður ársins og einn af þeim tíu sem koma til greina sem Íþróttamaður ársins, er í skemmtilegu viðtali á heimasíðu FIBA þar sem íslenski landsliðsmaðurinn ræðir meðal annars EM-ævintýri íslenska landsliðsins sem og hlutverk sitt hjá toppliði Unicaja Malaga á Spáni. Jón Arnór spilaði ekki fyrstu tvo leiki Íslands í undankeppninni en var stigahæstur í sigurleiknum út í Bretlandi þegar íslenska liðið fór langleiðina með að tryggja sér sæti á EM. Hann setti meðal annars niður eitt stærsta skot sitt á ferlinum þegar þriggja stiga skot hans rataði rétta leið 44 sekúndum fyrir leikslok. „Það var alveg að fara með mig að vera ekki með. Það var stór áhætta fyrir mig að spila án þess að vera með samning en ég hélt aldrei að ég þyrfti að bíða svona lengi eftir nýjum samningi. Þegar ég sá styrkleika breska liðsins sem við unnum sannfærandi á Íslandi, þá stökk ég upp á vagninn eins og klappstýra eða svo sögðu liðsfélagarnir allavega," sagði Jón Arnór. „Ég tek því alveg. Úti í Bretlandi þurftum við meiri vopn og þetta gekk upp. Þetta er ótrúlegt en við erum komnir í úrslitakeppni EM. Þetta er ótrúleg tilfinning," sagði Jón Arnór. „Ég og Hlynur erum búnir að vera svo lengi í landsliðinu þannig að þetta er mjög sérstakt fyrir okkur. Okkur hefur vantað svona til að toppa landsliðsferilinn," sagði Jón Arnór. „Þetta mun án vafa hjálpa íslenskum körfubolta. Þetta er orðinn hluti að íslenskri íþróttasögu og vonandi getum við haft góð áhrif á krakkana," sagði Jón Arnór. „Við munum berjast til síðasta blóðdropa í öllum leikjunum. Þannig er okkar nálgun á þessa leiki," sagði Jón Arnór um riðil íslenska liðsins sem er talinn vera sá erfiðasti í keppninni. Fjögur af sex liðum komast áfram í sextán liða úrslitin. Blaðamaður FIBA.com spyr Jón Arnór næst út í lífið hjá Unicaja Malaga en liðið er nú í toppsæti spænsku úrvalsdeildarinnar. „Það er frábær staða fyrir mig og það er gott að vera kominn aftur í Euroleague og vera aftur farinn að spila fyrir stórt félag. Ég gat ekki beðið eftir því að fá að spila aftur í Euroleague og loksins gekk það upp," sagði Jón Arnór. „Það var frábært tækifæri fyrir mig að fara til Malaga sem er frábært félag í frábærri borg. Ég tel að við séum með mjög gott lið með góðum liðsanda. Við höfum sýnt hvað við getum með því að vinna öflug lið á útivelli í úrvalsdeildinni," sagði Jón Arnór. Jón Arnór er að koma inn af bekknum hjá Unicaja Malaga og hann talar um það hversu ólíkt hlutverk hans er hjá Unicaja og íslenska landsliðinu. „Ég þarf að koma inn með mikla orku og ég verð að setja niður opnu skotin. Það koma dagar þar sem ég hitti en stundum hitti ég ekki. Ég reyni samt alltaf að gefa liðinu eitthvað," sagði Jón Arnór. „Ég þarf fyrst og fremst að standa mig í varnarleiknum og vera grimmur þar. Ég þarf að vera límið í liðinu, bæði innan og utan vallar. Ég sætti mig við það og geri mér grein fyrir því að það er mitt starf hér á Spáni," sagði Jón Arnór. „Hlutverk mitt hjá Unicaja og hjá íslenska landsliðinu er eins ólíkt og dagur og nótt. Á báðum stöðum þarf ég að gera það sem liðið þarf mest á að halda. Ef ég skora ekki með íslenska landsliðinu þá vinnum við ekki. Það er því mitt hlutverk hjá íslenska landsliðinu að vera „agressívur“ í sókninni og skjóta mikið," sagði Jón Arnór. Það er hægt að lesa allt viðtalið við Jón Arnór inn á heimasíðu FIBA.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira