Fótbolti

Með fullri virðingu en á þessum lista er ég númer 1, 2, 3, 4 og 5

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic og Björn Borg.
Zlatan Ibrahimovic og Björn Borg. Vísir/Getty
Zlatan Ibrahimovic er ekki stærsta íþróttastjarna allra tíma í Svíþjóð að mati sænska blaðsins Dagens Nyheter og sænski knattspyrnusnillingurinn gefur ekki mikið fyrir það mat.

Zlatan Ibrahimovic er í öðru sæti á eftir tennisspilaranum Björn Borg sem vann meðal annars Wimbledon-mótið fimm ár í röð og var í efsta sæti heimslistans í 109 vikur.

Zlatan Ibrahimovic hefur verið magnaður í meira en áratug og hefur alls orðið 11 sinnum meistari í Hollandi (2002, 2004), á Ítalíu (2005, 2006, 2007, 2008, 2000, 2011) á Spáni (2010) og í Frakklandi (2013, 2014).

Titlarnir 2005 og 2006 voru reyndar seinni teknir af Juventus vegna Calciopoli-skandalsins.

Björn Borg vann ellefu risamót á árunum 1974 til 1981 þar af Wimbledon-mótið fimm ár í röð frá 1976 til 1980. Borg spilaði alls til úrslita á sextán risamótum.

„Takk fyrir en að lenda í öðru sæti er alveg eins og lenda í neðsta sæti. Með fullri virðingu fyrir hinum þá er ég númer 1, 2, 3, 4 og 5 á þessum lista," sagði Zlatan Ibrahimovic í viðtali við Dagens Nyheter en bætti svo við:

„Björn Borg er flottur karl og lifandi goðsögn."



Tíu stærstu íþróttastjörnur allra tíma í Svíþjóð að mati Dagens Nyheter:

1. Björn Borg, tennis

2. Zlatan Ibrahimovic, fótbolti

3. Jan-Ove Waldner, borðtennis

4. Annika Sörenstam, golf

5. Ingemar Stenmark, skíði

6. Carolina Klüft, frjálsar íþróttir

7. Ingemar Johansson, box

8. Gunde Svan, skíðaganga

9. Peter Forsberg, íshokkí

10. Gert Fredriksson, kajak




Fleiri fréttir

Sjá meira


×