Real Madrid er fjórum sigrum frá 42 ára gömlu meti Ajax Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. desember 2014 15:15 Cristiano Ronaldo og félagar vilja bæta met Ajax-liðsins frá 1972. vísir/getty Spænska knattspyrnuliðið Real Madrid er á rosalegri siglingu þessa dagana, en liðið er á toppnum í spænsku 1. deildinni, komið í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar og er nýbakaður heimsmeistari félagsliða. Madrídarliðið er búið að vinna 22 leiki í röð í öllum keppnum, en sá 22. tryggði liðinu heimsmeistaratitilinn í Marokkó síðastliðinn föstudag. Því hefur verið haldið fram að metið yfir flesta sigurleiki í röð eigi brasilíska liðið Curitiba sem vann 24 leiki í röð árið 2011. Þar er miðað við heimsmetabók Guinnes. En brasilíska liðið á ekki metið, samkvæmt frétt spænska íþróttablaðsins Marca. Metið á hollenska stórliðið Ajax frá tímabilinu 1971-1972, en það vann 26 leiki í röð í öllum keppnum. Með þessu frábæra Ajax-liði spilaði sjálfur Johan Cruyff og einnig hollensku landsliðsmennirnir Johan Neeskens og Johnny Rep. Ajax vann 19 leiki í röð í hollensku úrvalsdeildinni, þrjá í bikarnum og fjóra í Evrópukeppni meistaraliða, en Ajax-liðið varð Evrópumeistari. Real Madrid hefur aftur leik eftir jólafrí 4. janúar á útivelli gegn Valencia, en haldi það áfram sigurgöngunni jafna lærisveinar Ancelotti metið í bikarleik gegn nágrönnunum í meistaraliði Atlético 14. janúar. Metið getur liðið svo bætt í útileik gegn Getafe, en þrír af næstu fimm leikjum Real Madrid fara fram í Madríd eða úthverfi borgarinnar.Næstu fimm leikir Real Madrid:04. jan Valencia - Real Madrid (deild)07. jan Atlético - Real Madrid (bikar)10. jan Real Madrid - Espanyol (deild)14. jan Real Madrid - Atlético (bikar)18. jan Getafe - Real Madrid (deild) Spænski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira
Spænska knattspyrnuliðið Real Madrid er á rosalegri siglingu þessa dagana, en liðið er á toppnum í spænsku 1. deildinni, komið í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar og er nýbakaður heimsmeistari félagsliða. Madrídarliðið er búið að vinna 22 leiki í röð í öllum keppnum, en sá 22. tryggði liðinu heimsmeistaratitilinn í Marokkó síðastliðinn föstudag. Því hefur verið haldið fram að metið yfir flesta sigurleiki í röð eigi brasilíska liðið Curitiba sem vann 24 leiki í röð árið 2011. Þar er miðað við heimsmetabók Guinnes. En brasilíska liðið á ekki metið, samkvæmt frétt spænska íþróttablaðsins Marca. Metið á hollenska stórliðið Ajax frá tímabilinu 1971-1972, en það vann 26 leiki í röð í öllum keppnum. Með þessu frábæra Ajax-liði spilaði sjálfur Johan Cruyff og einnig hollensku landsliðsmennirnir Johan Neeskens og Johnny Rep. Ajax vann 19 leiki í röð í hollensku úrvalsdeildinni, þrjá í bikarnum og fjóra í Evrópukeppni meistaraliða, en Ajax-liðið varð Evrópumeistari. Real Madrid hefur aftur leik eftir jólafrí 4. janúar á útivelli gegn Valencia, en haldi það áfram sigurgöngunni jafna lærisveinar Ancelotti metið í bikarleik gegn nágrönnunum í meistaraliði Atlético 14. janúar. Metið getur liðið svo bætt í útileik gegn Getafe, en þrír af næstu fimm leikjum Real Madrid fara fram í Madríd eða úthverfi borgarinnar.Næstu fimm leikir Real Madrid:04. jan Valencia - Real Madrid (deild)07. jan Atlético - Real Madrid (bikar)10. jan Real Madrid - Espanyol (deild)14. jan Real Madrid - Atlético (bikar)18. jan Getafe - Real Madrid (deild)
Spænski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira