Innlent

Hestarnir mögulega dregnir upp með þyrlu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björgunarsveitir könnuðu aðstæður í gær.
Björgunarsveitir könnuðu aðstæður í gær. vísir/stefán
Hugsanlegt er að hestarnir í Bessastaðatjörn verði hífðir upp með þyrlum í dag. Friðgeir Guðjónsson hjá Reykjavík Helicopters segir í samtali við Vísi að hann hafi boðið fram aðstoð hestamönnunum að kostnaðarlausu.

„Það er verið að skoða þetta, við höfum ekki séð aðstæðurnar sjálfir,“ segir Friðgeir. Hann segir að þeir séu með þyrlur sem geti híft allt að 1400 kílóum. Hann telur að það geti verið erfitt að komast að hrossunum með öðrum hætti. 

Jóhann Kolbeins, formaður hestamannafélagsins Sóta, segir í samtali við RÚV að nauðsynlegt sé að ná hræjunum upp sem fyrst til að forðast hræætur, en einnig til að eigendum hrossanna líði sæmilega um jólin.

Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt Þórhildar Þorkelsdóttur, fréttakonu á Stöð 2, frá því í gærkvöldi.






Tengdar fréttir

Tólf hestar drukknuðu í Bessastaðatjörn

Svo virðist sem hestarnir hafi farið út á ísinn og hann látið undan. Einar Bollason hjá Íshestum segir málið skelfilegt og að starfsmenn séu allir í losti vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×