Spánarmeistararnir í Atletico Madrid unnu Athletic Bilbao í síðast leik ársins í spænska boltanum. Lokatölur 4-1.
Heimamenn í Bilbao komust yfir með marki eftir sautján mínútna leik, en Mikel Rico skoraði þá eftir sendingu Markel Susaeta. Þannig var staðan í hálfleik.
Gestirnir frá Madrid byrjuðu síðari hálfleikinn heldur betur vel. Antoine Griezman jafnaði metin þegar síðari hálfleikur var varla byrjaður og Raul Garcia kom Atletico í 2-1 úr vítaspyrnu á 53. mínútu.
Antonie Griezmann bætti svo við tveimur mörkum áður en yfir lauk og þrenna hjá honum staðreynd.
Atletico Madrid endar árið í þriðja sæti deildarinnar; þremur frá Barcelona sem er í öðru sæti og fjórum frá Real Madrid sem er á toppnum en á leik til góða. Bilbao er í ellefta sæti.
Úrslit dagsins:
Athletic Bilbao - Atletico Madrid 1-4
Elche - Malaga 1-2
Granada - Getafe 1-1
Villareal - Deportivo 3-0
Griezmann með þrennu í sigri Atletico
Anton Ingi Leifsson skrifar
