Tólf hestar drukknuðu í Bessastaðatjörn Atli Ísleifsson skrifar 21. desember 2014 14:07 Þyrla Landhelgisgæslunnar var notuð við leitina. Vísir/Vilhelm Tólf hestar fundust drukknaðir í Bessastaðatjörn fyrr í dag. Hestarnir hafa farið út á ísinn einhvern síðustu daga og ísinn gefið eftir. Sjö hestanna voru í eigu Íshesta en fimm félaga í Hestamannafélaginu Sóti. Einar Bollason hjá Íshestum segir málið skelfilegt og að starfsmenn séu allir í losti vegna málsins. „Við vorum með 24 hesta á svokallaðri haustbeit hjá hestamannafélaginu Sóta og búin að vera með beitina þarna úti á Álftanesi í tugi ára. Þetta voru hestar sem við ætluðum að taka inn núna til að bæta við þá hesta sem við erum með í Hafnarfirði. Svo verið er að smala Bessastaðalandið í gær og þá kemur í ljós að það vantar þrettá hesta og þar af sjö hesta frá okkur. Þeir voru bara horfnir.“ Einar segir að menn hafi byrjað leitina aftur í birtingu í morgun. „Þeir fengu þyrluna frá Landhelgisgæslunni með sér í lið. Þetta var náttúrulega einn af möguleikunum að hestarnir hefðu farið út á ísinn á Bessastaðatjörn og farið niður þó það hafi aldrei nokkurn tímann gerst áður. Það var raunin. Þarna voru þeir allir í einni kös. Höfðu farið út á ísinn, hann gefið eftir, og þeir ekki náð að krafla sig aftur upp. Þetta er rétt frá landi.“ Hestarnir fundust með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar en hitamæli þyrlunnar var beitt til að finna hestana. „Það er ekki nema rúm vika síðan menn voru að gá að hestunum, þar af starfsmaður frá okkur, og allt var í toppstandi. Þannig að þetta hefur gerst einhvern síðustu daga.“Ung stúlka hafi misst báða reiðhestana sína í slysinuEinar segist ekki geta lýst því með orðum hvernig honum líður. „Menn bindast sterkum böndum við þessa hesta. Þetta er milli 80 og 90 sem fyrirtækið á, en það er náttúrulega unnið með á annað þúsund hestum yfir sumarið, en það er í sumarferðum þar sem bændur eru í raun verktakar fyrir okkur. Sumir af þessum hestum er búið að vera í okkar eigu í um fimmtán ár. Þú getur rétt ímyndað þér tengslin við starfsfólkið. Eins og ég sagði við mína starfsmenn þá má þakka guði fyrir að þetta séu ekki börnin okkar, en næsta skref við.“ Einar segir að ung stúlka hafi misst báða reiðhestana sína í slysinu. „Þú getur rétt ímyndað þér hvílíkt tjón það er. Þetta er svo svakalegt að maður veit ekkert hvað á að segja. Þetta er alveg skelfilegt.“ Atvinnutæki og vinirEinar segir hina hestana tilheyra ýmsum félögum í Sóta. „Meðal annars var verðlaunameri frá dóttur minni og tengdasyni sem þau stefndu hátt með. Þau fengu risatilboð síðastliðið sumar sem þau höfnuðu. Þú getur rétt ímyndað þér tjónið sem þau verða fyrir. Þetta eru okkar atvinnutæki en vinir okkar um leið en það er ekki síðra tjónið sem hinn almenni félagi í þessu hestamannafélagi verður fyrir. Missa kannski alla sína hesta, eða hvernig sem það lítur út.“Uppfært kl. 14:40. Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að Gæslan hafi verið í almennu gæsluflugi í morgun en frétt af málinu og því ákveðið að fljúga yfir svæðið. Í tilkynningu frá Gæslunni segir að að gefnu tilefni vilji Landhelgisgæslan benda á að þyrla hennar hafi ekki þátt í skipulagðri leit að hrossum á Álftanesi í morgun. „Hið rétta er að stjórnstöð Landhelgisgæslunnar vissi af leitinni og þegar þyrlan var á leið í reglubundið eftirlits- og gæsluflug var ákveðið að fljúga yfir svæðið. Áhöfn þyrlunnar kom fljótt auga á hrossinn í Bessastaðatjörn og tilkynnti það til stjórnstöðvar sem gerði lögreglu viðvart. Var síðan áfram haldið í fyrirhugað flug.“ Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Tólf hestar fundust drukknaðir í Bessastaðatjörn fyrr í dag. Hestarnir hafa farið út á ísinn einhvern síðustu daga og ísinn gefið eftir. Sjö hestanna voru í eigu Íshesta en fimm félaga í Hestamannafélaginu Sóti. Einar Bollason hjá Íshestum segir málið skelfilegt og að starfsmenn séu allir í losti vegna málsins. „Við vorum með 24 hesta á svokallaðri haustbeit hjá hestamannafélaginu Sóta og búin að vera með beitina þarna úti á Álftanesi í tugi ára. Þetta voru hestar sem við ætluðum að taka inn núna til að bæta við þá hesta sem við erum með í Hafnarfirði. Svo verið er að smala Bessastaðalandið í gær og þá kemur í ljós að það vantar þrettá hesta og þar af sjö hesta frá okkur. Þeir voru bara horfnir.“ Einar segir að menn hafi byrjað leitina aftur í birtingu í morgun. „Þeir fengu þyrluna frá Landhelgisgæslunni með sér í lið. Þetta var náttúrulega einn af möguleikunum að hestarnir hefðu farið út á ísinn á Bessastaðatjörn og farið niður þó það hafi aldrei nokkurn tímann gerst áður. Það var raunin. Þarna voru þeir allir í einni kös. Höfðu farið út á ísinn, hann gefið eftir, og þeir ekki náð að krafla sig aftur upp. Þetta er rétt frá landi.“ Hestarnir fundust með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar en hitamæli þyrlunnar var beitt til að finna hestana. „Það er ekki nema rúm vika síðan menn voru að gá að hestunum, þar af starfsmaður frá okkur, og allt var í toppstandi. Þannig að þetta hefur gerst einhvern síðustu daga.“Ung stúlka hafi misst báða reiðhestana sína í slysinuEinar segist ekki geta lýst því með orðum hvernig honum líður. „Menn bindast sterkum böndum við þessa hesta. Þetta er milli 80 og 90 sem fyrirtækið á, en það er náttúrulega unnið með á annað þúsund hestum yfir sumarið, en það er í sumarferðum þar sem bændur eru í raun verktakar fyrir okkur. Sumir af þessum hestum er búið að vera í okkar eigu í um fimmtán ár. Þú getur rétt ímyndað þér tengslin við starfsfólkið. Eins og ég sagði við mína starfsmenn þá má þakka guði fyrir að þetta séu ekki börnin okkar, en næsta skref við.“ Einar segir að ung stúlka hafi misst báða reiðhestana sína í slysinu. „Þú getur rétt ímyndað þér hvílíkt tjón það er. Þetta er svo svakalegt að maður veit ekkert hvað á að segja. Þetta er alveg skelfilegt.“ Atvinnutæki og vinirEinar segir hina hestana tilheyra ýmsum félögum í Sóta. „Meðal annars var verðlaunameri frá dóttur minni og tengdasyni sem þau stefndu hátt með. Þau fengu risatilboð síðastliðið sumar sem þau höfnuðu. Þú getur rétt ímyndað þér tjónið sem þau verða fyrir. Þetta eru okkar atvinnutæki en vinir okkar um leið en það er ekki síðra tjónið sem hinn almenni félagi í þessu hestamannafélagi verður fyrir. Missa kannski alla sína hesta, eða hvernig sem það lítur út.“Uppfært kl. 14:40. Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að Gæslan hafi verið í almennu gæsluflugi í morgun en frétt af málinu og því ákveðið að fljúga yfir svæðið. Í tilkynningu frá Gæslunni segir að að gefnu tilefni vilji Landhelgisgæslan benda á að þyrla hennar hafi ekki þátt í skipulagðri leit að hrossum á Álftanesi í morgun. „Hið rétta er að stjórnstöð Landhelgisgæslunnar vissi af leitinni og þegar þyrlan var á leið í reglubundið eftirlits- og gæsluflug var ákveðið að fljúga yfir svæðið. Áhöfn þyrlunnar kom fljótt auga á hrossinn í Bessastaðatjörn og tilkynnti það til stjórnstöðvar sem gerði lögreglu viðvart. Var síðan áfram haldið í fyrirhugað flug.“
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira