Útiloka lög á verkfallið Linda Blöndal skrifar 31. desember 2014 12:30 Það eru nokkrir dagar í að lengri verkfallslotur skelli á, það er að segja semjist ekki fyrir næsta mánudag. Verkfallsloturnar munu ná yfir fjórar vikur og á þeim sviðum, sem verkfall nær til hverju sinni, verða sérfræðingar í verkfalli í fjóra daga í senn en ekki tvo eins og áður. Læknar hafa hafnað tilboði um 20 prósenta launahækkun. Alþingi ekki kallað saman fyrir mánudag Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sagði í morgun við komuna á ríkisráðsfund á Bessastöðum að ekki kæmi til greina að kalla saman Alþingi strax eftir áramót til að ræða stöðuna eða til að setja lög á deiluna. "Menn eru að ræða saman áfram og í sjálfu sér ekkert nýtt í þeirri deilu. Menn sátu bara yfir þessu fram á nótt", sagði Bjarni í viðtali við Stöð 2 í dag.Tíminn styttist Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra sagði að engin ástæða væri til að kalla þing saman meðan enn væru viðræður í gangi. "Það styttist í þessum tíma sem við höfum til stefnu og það er alveg ljóst í allra huga og að allra áliti og þapð sem við erum að sigla inn í janúar er ekki neinum að skapi. Ég ítreka bara það sem ég hef áður sagt að ég treysti því að samningsaðilar beri gæfu til að komast að skynsamlegri niðurstöðu fyrir land og þjóð", sagði Kristján Þór. Viðræður við læknafélag Íslands lauk á ellefta tímanum í gærkvöld í Karphúsinu og fundur skurðlækna stóð fram á nótt. Magnús Pétursson, ríkissáttasemjari, sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að eitthvað hafi miðað á fundi með læknafélaginu en úti stæðu nokkur atriði sem óljóst er hver eru.Fundur annan janúar Samninganefndir lækna og ríkisins munu hittast aftur á sáttafundi, annan janúar klukkan eitt. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Það eru nokkrir dagar í að lengri verkfallslotur skelli á, það er að segja semjist ekki fyrir næsta mánudag. Verkfallsloturnar munu ná yfir fjórar vikur og á þeim sviðum, sem verkfall nær til hverju sinni, verða sérfræðingar í verkfalli í fjóra daga í senn en ekki tvo eins og áður. Læknar hafa hafnað tilboði um 20 prósenta launahækkun. Alþingi ekki kallað saman fyrir mánudag Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sagði í morgun við komuna á ríkisráðsfund á Bessastöðum að ekki kæmi til greina að kalla saman Alþingi strax eftir áramót til að ræða stöðuna eða til að setja lög á deiluna. "Menn eru að ræða saman áfram og í sjálfu sér ekkert nýtt í þeirri deilu. Menn sátu bara yfir þessu fram á nótt", sagði Bjarni í viðtali við Stöð 2 í dag.Tíminn styttist Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra sagði að engin ástæða væri til að kalla þing saman meðan enn væru viðræður í gangi. "Það styttist í þessum tíma sem við höfum til stefnu og það er alveg ljóst í allra huga og að allra áliti og þapð sem við erum að sigla inn í janúar er ekki neinum að skapi. Ég ítreka bara það sem ég hef áður sagt að ég treysti því að samningsaðilar beri gæfu til að komast að skynsamlegri niðurstöðu fyrir land og þjóð", sagði Kristján Þór. Viðræður við læknafélag Íslands lauk á ellefta tímanum í gærkvöld í Karphúsinu og fundur skurðlækna stóð fram á nótt. Magnús Pétursson, ríkissáttasemjari, sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að eitthvað hafi miðað á fundi með læknafélaginu en úti stæðu nokkur atriði sem óljóst er hver eru.Fundur annan janúar Samninganefndir lækna og ríkisins munu hittast aftur á sáttafundi, annan janúar klukkan eitt.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira