Innlent

Ná ekki að semja fyrir áramót: „Okkur hefur miðað í viðræðunum“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Samninganefndirnar munu hittast aftur á fundi þann 2. janúar
Samninganefndirnar munu hittast aftur á fundi þann 2. janúar vísir/stefán
Engin lausn hefur náðst í kjaradeilu lækna en viðræður við læknafélag Íslands lauk nú á ellefta tímanum í kvöld í Karphúsinu.

„Okkur hefur miðað í viðræðunum í dag en úti standa nokkur atriði,“ segir Magnús Pétursson, ríkissáttasemjari, í samtali við Vísi.

Samninganefndirnar munu hittast aftur á fundi þann 2. janúar klukkan eitt.

Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa læknar hafnað tilboði um rúmlega tuttugu prósenta launahækkun.

Þegar þetta er skrifað stendur fundur með skurðlæknum enn yfir og gæti hann verið fram á nótt.

Læknar funduðu frá klukkan hálf ellefu í morgun en fundur  skurðlækna hófst klukkan eitt. 

Læknar hafa samþykkt frekari verkfallsaðgerðir fyrstu þrjá mánuði ársins 2015.

Náist ekki samningar fyrir 5. janúar næstkomandi munu læknar hefja nýjar lotur verkfalla.

Hver verkfallslota mun ná yfir fjórar vikur og starfseiningar, sem verkfall nær til hverju sinni, verða í verkfalli í fjóra daga í senn, frá mánudegi til fimmtudags.


Tengdar fréttir

Engin lausn í sjónmáli

Læknar hafa hafnað tilboði um rúmlega tuttugu prósenta launahækkun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×