"Megum ekki gleyma því að þetta er okkar saga“ Randver Kári Randversson skrifar 14. júlí 2014 22:36 Pálmi Gestsson stendur fyrir opnum fundi í Bolungarvík á morgun um friðun húsa í bænum. Vísir/GVA „Ég vil nú leggja áherslu á það að sagan er ekki mæld í fermetrum eða einhverjum höllum. Við megum ekki gleyma því að þetta er okkar saga. Þetta segir söguna hér í þessu byggðarlagi. Saga er ekki skoðun eða smekkur, hún er bara saga,“ segir Pálmi Gestsson, leikari, sem stendur fyrir opnum fundi í Bolungarvík annað kvöld. Tilgangur fundarins er að ræða um friðun gamalla húsa og sögulegra minja í bænum. Atvikið frá því í síðustu viku þegar unnin voru skemmdarverk á 105 ára gömlu húsi í Bolungarvík hafði áhrif á Pálma og hvatti hann til að halda þennan fund. „Það var auðvitað dálítið áfall að sjá fólk ganga svona til verks, í skjóli nætur. En fundurinn kemur ekki til með að fjalla um það sérstaka atvik. Það fer bara sína leið. Þetta hvatti mig til að halda þennan fund og vita hvort að hvað Bolvíkingar hefðu að segja um þessi mál, um þessi gömlu sögulegu hús og minjar hér. Af því ég held að það hafi í rauninni aldrei talað um þessi mál hér nema í tveggja manna tali,“ segir Pálmi. Pálmi kallar eftir því að bæjaryfirvöld í Bolungarvík myndi stefnu um þessi mál. „Það er búið að rífa svo mikið af gömlum húsum hérna, sem mér finnst vera svolítið slys. Sjálfsagt á þetta sér einhverjar skýringar og sjálfsagt er eitthvað af þessu réttlætanlegt, en þetta er of mikið orðið. Ég tel of langt gengið í þessum málum. Núna líka þegar flest bæjarfélög, að mér er sagt, eru að vakna til vitundar um sinn menningararf í þessum efnum. Maður sér víða hvað fólk er orðið duglegt við að gera upp þessi gömlu fallegu hús sem eru með sögu og sál. “ Fundurinn hefst klukkan 20 á morgun og þar mun Þór Hjaltalín, minjavörður Norðvesturlands halda erindi um lög um minjavernd. Pálmi hvetur alla sem áhuga hafa á þessum málum að mæta. „Mér rann blóðið til skyldunnar og ég held að þetta verði bara skemmtilegt og fróðlegt, og þetta er nú bara hugsað til þess. Við ætlum að skoða gamlar myndir héðan og það verða þessi erindi og svo kannski einhverjar fyrirspurnir. Aðalatriðið er fólk komi og sýni bara að því standi ekki á sama. Þess vegna vil ég hveta alla áhugamenn um söguna, bæði hér og annars staðar að koma. Það eru allir velkomnir,“ segir Pálmi að lokum. Tengdar fréttir Bolungarvík kærir skemmdarverkin Bæjarfélag Bolungarvíkur fordæmir eignarspjöll sem unnin voru á friðuðu húsi í sveitarfélaginu. 8. júlí 2014 20:23 Yfirheyrður eftir að hafa viðurkennt skemmdarverk Einn hefur verið yfirheyrður vegna skemmdanna sem unnar voru á friðuðu húsi í Bolungarvík aðfaranótt mánudags. 8. júlí 2014 17:40 „Ég er með góðan málstað, því ég er að verja fólk“ Valdimar Lúðvík Gíslason hefur viðurkennt að hafa skemmt friðað hús í Bolungarvík. 9. júlí 2014 14:43 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
„Ég vil nú leggja áherslu á það að sagan er ekki mæld í fermetrum eða einhverjum höllum. Við megum ekki gleyma því að þetta er okkar saga. Þetta segir söguna hér í þessu byggðarlagi. Saga er ekki skoðun eða smekkur, hún er bara saga,“ segir Pálmi Gestsson, leikari, sem stendur fyrir opnum fundi í Bolungarvík annað kvöld. Tilgangur fundarins er að ræða um friðun gamalla húsa og sögulegra minja í bænum. Atvikið frá því í síðustu viku þegar unnin voru skemmdarverk á 105 ára gömlu húsi í Bolungarvík hafði áhrif á Pálma og hvatti hann til að halda þennan fund. „Það var auðvitað dálítið áfall að sjá fólk ganga svona til verks, í skjóli nætur. En fundurinn kemur ekki til með að fjalla um það sérstaka atvik. Það fer bara sína leið. Þetta hvatti mig til að halda þennan fund og vita hvort að hvað Bolvíkingar hefðu að segja um þessi mál, um þessi gömlu sögulegu hús og minjar hér. Af því ég held að það hafi í rauninni aldrei talað um þessi mál hér nema í tveggja manna tali,“ segir Pálmi. Pálmi kallar eftir því að bæjaryfirvöld í Bolungarvík myndi stefnu um þessi mál. „Það er búið að rífa svo mikið af gömlum húsum hérna, sem mér finnst vera svolítið slys. Sjálfsagt á þetta sér einhverjar skýringar og sjálfsagt er eitthvað af þessu réttlætanlegt, en þetta er of mikið orðið. Ég tel of langt gengið í þessum málum. Núna líka þegar flest bæjarfélög, að mér er sagt, eru að vakna til vitundar um sinn menningararf í þessum efnum. Maður sér víða hvað fólk er orðið duglegt við að gera upp þessi gömlu fallegu hús sem eru með sögu og sál. “ Fundurinn hefst klukkan 20 á morgun og þar mun Þór Hjaltalín, minjavörður Norðvesturlands halda erindi um lög um minjavernd. Pálmi hvetur alla sem áhuga hafa á þessum málum að mæta. „Mér rann blóðið til skyldunnar og ég held að þetta verði bara skemmtilegt og fróðlegt, og þetta er nú bara hugsað til þess. Við ætlum að skoða gamlar myndir héðan og það verða þessi erindi og svo kannski einhverjar fyrirspurnir. Aðalatriðið er fólk komi og sýni bara að því standi ekki á sama. Þess vegna vil ég hveta alla áhugamenn um söguna, bæði hér og annars staðar að koma. Það eru allir velkomnir,“ segir Pálmi að lokum.
Tengdar fréttir Bolungarvík kærir skemmdarverkin Bæjarfélag Bolungarvíkur fordæmir eignarspjöll sem unnin voru á friðuðu húsi í sveitarfélaginu. 8. júlí 2014 20:23 Yfirheyrður eftir að hafa viðurkennt skemmdarverk Einn hefur verið yfirheyrður vegna skemmdanna sem unnar voru á friðuðu húsi í Bolungarvík aðfaranótt mánudags. 8. júlí 2014 17:40 „Ég er með góðan málstað, því ég er að verja fólk“ Valdimar Lúðvík Gíslason hefur viðurkennt að hafa skemmt friðað hús í Bolungarvík. 9. júlí 2014 14:43 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Bolungarvík kærir skemmdarverkin Bæjarfélag Bolungarvíkur fordæmir eignarspjöll sem unnin voru á friðuðu húsi í sveitarfélaginu. 8. júlí 2014 20:23
Yfirheyrður eftir að hafa viðurkennt skemmdarverk Einn hefur verið yfirheyrður vegna skemmdanna sem unnar voru á friðuðu húsi í Bolungarvík aðfaranótt mánudags. 8. júlí 2014 17:40
„Ég er með góðan málstað, því ég er að verja fólk“ Valdimar Lúðvík Gíslason hefur viðurkennt að hafa skemmt friðað hús í Bolungarvík. 9. júlí 2014 14:43