Missir Mickelson af titilvörninni? Jón Júlíus Karlsson skrifar 28. janúar 2014 14:25 Phil Mickelson hefur verið slæmur í bakinu að undanförnu. Vísir/AP Phil Mickelson vonast til að geta tekið þátt í Phoenix Open mótinu á PGA-mótaröðinni um næstu helgi en þar á þessi bandaríski kylfingur titil að verja. Mickelson þurfti að hætta keppni á Farmers Insurance mótinu um síðustu helgi vegna bakmeiðsla sem hafa verið að trufla hann að undanförnu. Mickelson hefur verið í læknismeðferð síðustu daga og er staðráðinn í að mæta til leiks á TPC Scottsdale. Phoenix Open er eitt af eftirlætis mótum ársins hjá Mickelson en hann lék golf með Arizona State háskólanum og bjó um tíma í Scottsdale þar sem mótið fer fram.Reynir að vera með „Ef það væri eitthvað annað mót framundan þá myndi ég líklega hætta við þátttöku. Ég á titil að verja, þetta er mitt annað heimili og ég dýrka þetta mót. Ég ætla að taka létta æfingu fyrir mótið og ef það gengur vel þá reyni ég jafnvel að vera með,“ segir Mickelson. Það er nóg að gera hjá Mickelson um þessar mundir en hann er skráður til leiks í AT&T Pebble Beach National mótinu sem fram fer viku síðar. Mickelson, sem er 43 ára gamall, þarf mögulega að taka sér frí vegna meiðsla. Mickelson var frábær á fyrsta hring í Phoenix Open á síðasta ári og lék þá á 60 höggum. Hann var hársbreidd frá því að leika á 59 höggum eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Post by Golfstöðin. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Phil Mickelson vonast til að geta tekið þátt í Phoenix Open mótinu á PGA-mótaröðinni um næstu helgi en þar á þessi bandaríski kylfingur titil að verja. Mickelson þurfti að hætta keppni á Farmers Insurance mótinu um síðustu helgi vegna bakmeiðsla sem hafa verið að trufla hann að undanförnu. Mickelson hefur verið í læknismeðferð síðustu daga og er staðráðinn í að mæta til leiks á TPC Scottsdale. Phoenix Open er eitt af eftirlætis mótum ársins hjá Mickelson en hann lék golf með Arizona State háskólanum og bjó um tíma í Scottsdale þar sem mótið fer fram.Reynir að vera með „Ef það væri eitthvað annað mót framundan þá myndi ég líklega hætta við þátttöku. Ég á titil að verja, þetta er mitt annað heimili og ég dýrka þetta mót. Ég ætla að taka létta æfingu fyrir mótið og ef það gengur vel þá reyni ég jafnvel að vera með,“ segir Mickelson. Það er nóg að gera hjá Mickelson um þessar mundir en hann er skráður til leiks í AT&T Pebble Beach National mótinu sem fram fer viku síðar. Mickelson, sem er 43 ára gamall, þarf mögulega að taka sér frí vegna meiðsla. Mickelson var frábær á fyrsta hring í Phoenix Open á síðasta ári og lék þá á 60 höggum. Hann var hársbreidd frá því að leika á 59 höggum eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Post by Golfstöðin.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira