Innlent

Tjöld fuku í hávaðaroki í Vestmannaeyjum

ingvar haraldsson skrifar
vísir/óskar pétur friðriksson
Fjölmörg tjöld fuku í hávaðaroki sem var í Vestmanneyjum í nótt. Vegna veðurs ákvað lögregla að opna báða sali íþróttahússins í Vestmannaeyjum á ellefta tímanum í gær. Nokkur hundruð þjóðhátíðargestir þáðu boð lögreglu og gistu í íþróttahúsinu.

Enn er talsvert rok í Vestmanneyjum en klukkan níu í morgun mældist vindur 21 metrar á sekúndu og 27 metrar í mestu kviðunum.

Aldrei hafa fleiri lagt leið sína á Þjóðhátíð en í gær og á bilinu fjórtán til fimmtán þúsund tóku þátt í hinum árlega Brekkusöng. Þrátt fyrir afskiptasemi veðurguðanna gekk nóttin vel að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Halldórs Sveinsson, varðstjóri, segir í samtali við fréttastofu að tíu fíkniefnamál hafi komið upp í nótt, í öllum tilfellum neysluskammtar. Engin líkamsárás var kærð til lögreglu.

vísir/óskar pétur friðriksson
vísir/óskar pétur friðriksson
vísir/óskar pétur friðriksson
Veðurguðirnir stríddu þjóðhátíðargestum í nótt.vísir/óskar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×