Magnaður McIlroy sigraði á Firestone 4. ágúst 2014 00:37 Sergio Garcia þakkar McIlroy fyrir spennandi keppni í kvöld. AP/Getty Rory McIlroy fór á kostum á lokahring Bridgestone Invitational sem kláraðist í kvöld en Norður-Írinn ungi sigraði mótið með tveimur höggum. Spánverjinn Sergio Garcia var með þriggja högga forystu fyrir lokahringinn en hann lék illa í dag og kom inn á 71 höggi eða einu yfir pari. McIlroy nýtti sér það en hann lék á 66 höggum eða fjórum undir pari og tryggði sér glæsilega sigur. Garcia nagar sig eflaust í handabökin eftir að hafa leitt mótið nánast frá byrjun en hann átti ekkert svar við frábærum leik McIlroy á lokahringnum. Ástralinn Marc Leishman tryggði sér þriðja sætið en það er hans besti árangur á heimsóti í golfi á ferlinum hingað til. Það virðist fátt geta stöðvað Rory McIlroy þessa dagana en hann sigraði Opna breska meistaramótið með glæsibrag fyrir stuttu. Augu margra voru á Tiger Woods þessa helgina en hann gerði ekki gott mót og neyddist til þess að hætta keppni á lokahringum eftir að hafa fengið slæman hnykk á bakið á 9. holu. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er síðasta risamót ársins en PGA meistaramótið fer fram á hinum sögufræga Valhalla velli þar sem Ryderbikarinn fór fram árið 2008. Golf Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Rory McIlroy fór á kostum á lokahring Bridgestone Invitational sem kláraðist í kvöld en Norður-Írinn ungi sigraði mótið með tveimur höggum. Spánverjinn Sergio Garcia var með þriggja högga forystu fyrir lokahringinn en hann lék illa í dag og kom inn á 71 höggi eða einu yfir pari. McIlroy nýtti sér það en hann lék á 66 höggum eða fjórum undir pari og tryggði sér glæsilega sigur. Garcia nagar sig eflaust í handabökin eftir að hafa leitt mótið nánast frá byrjun en hann átti ekkert svar við frábærum leik McIlroy á lokahringnum. Ástralinn Marc Leishman tryggði sér þriðja sætið en það er hans besti árangur á heimsóti í golfi á ferlinum hingað til. Það virðist fátt geta stöðvað Rory McIlroy þessa dagana en hann sigraði Opna breska meistaramótið með glæsibrag fyrir stuttu. Augu margra voru á Tiger Woods þessa helgina en hann gerði ekki gott mót og neyddist til þess að hætta keppni á lokahringum eftir að hafa fengið slæman hnykk á bakið á 9. holu. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er síðasta risamót ársins en PGA meistaramótið fer fram á hinum sögufræga Valhalla velli þar sem Ryderbikarinn fór fram árið 2008.
Golf Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira