Fram féll | Víkingur náði Evrópusæti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. október 2014 13:00 Víkingur, Valur og Fylkir eiga möguleika á Evrópusæti. Vísir/Ernir Fram er fallið úr Pepsi-deildinni eftir átta ára samfellda veru í efstu deild. Framarar unnu Fylkismenn, 4-3, í ótrúlegum leik á Laugardalsvelli í lokaumferðinni en það dugði ekki til því Fjölnir vann ÍBV, 3-0. Víkingar voru í bílstjórasætinu um síðasta Evrópusætið fyrir lokaumferðina og héldu Evrópusætinu þrátt fyrir tap í Keflavík, 2-0. Fylkir tapaði sem fyrr segir í Laugardalnum og Breiðablik vann Val, 3-0.Lokastaðan leikjunum:Keflavík - Víkingur 2-0Breiðablik - Valur 3-0Fram - Fylkir 4-3Fjölnir - ÍBV 3-0Evrópuslagurinn: 4. Víkingur 30 (-4) 5. Valur 28 (-5) 6. Fylkir 28 (-6)Fallslagurinn: 9. Fjölnir 23 (-3) 10. ÍBV 22 (-10) 11. Fram 21 (-18)15.26 Leikurinn búinn í Grafarvogi. Fjölnir vinnur og heldur sæti sínu með stæl.15.23 Búið að flauta af í Keflavík, Laugardal og á Kópavogsvelli. Öll Evrópuliðin tapa og Víkingar halda fjórða sætinu. Fram er fallið.15.22 Ellert Hreinsson skorar þriðja markið fyrir Blika gegn Val. Víkingar á leið til Evrópu.15.19 Guðjón Pétur Lýðsson bætir við marki fyrir Breiðablik gegn Val. Valsmenn fara ekki til Evrópu.15.07: Fjórða mark Fram í Laugardalnum og þeir eru að komast yfir. En það bjargar þeim ekki úr þessu.14.57: Ragnar Leósson að auka muninn í Grafarvoginum fyrir Fjölni.14.52: Guðjón Pétur Lýðsson var að koma Breiðabliki yfir gegn Val með marki úr vítaspyrnu. Valsmenn misstu Kristinn Frey Sigurðsson af velli með rautt spjald skömmu áður. Lukkan enn á bandi Víkinga.14.48: Enn er Fram að jafna í Laugardalnum. Þriðja sinn í leiknum. Enn er Víkingur aftur að hoppa upp í fjórða sætið.14.45: Risastórt atvik í Laugardalnum. Ósvald Jarl Traustason var að fá rautt spjald. Þetta verður erfitt fyrir Framara að koma til baka, manni færri.14.40: Fylkismenn að komast yfir í þriðja sinn. Ásgeir Örn Arnþórsson skoraði. Er hann að skjóta Fylki í Evrópukeppnina?14.39: Fjölnismenn komnir í 2-0 og styrkja þar með stöðu sína í fallbaráttunni. Eyjamenn manni færri, ekki gleyma því.14.20: Hálfleikur í öllum leikjum. Fylkismenn hafa tvisvar hoppað upp í fjórða sætið en alltaf dottið niður aftur. Það er spenna í þessu, svo mikið er víst.14.13: Enn gerast hlutirnir fljótt. Arnþór Ari var að jafna fyrir Fram í Laugardalnum. Það er barátta í þessu þar. Víkingur aftur upp í fjórða sætið.14.10: Nóg að gerast. Ian Jeffs fékk beint rautt í Grafarvoginum en hann leikur með ÍBV. Þá var Andrew Sousa að koma Fylki yfir á ný og þar með eru Árbæingar komnir upp í fjórða sætið.14.07: Elías Már er búinn að koma Keflavík í 2-0 forystu gegn Víkingi. En þeir rauðu og svörtu hanga enn í fjórða sætinu.14.01: Þá er Víkingur aftur komið í fjórða sætið, þökk sé jöfnunarmarki Arons Bjarnasonar í Laugardalnum.13.50: Albert Brynjar er búinn að skora fyrir Fylki gegn Fram. Þá er Fylkir komið í Evrópusæti og staða Framara versnar enn.13.40: Þórir Guðjónsson var að koma Fjölni yfir. Ef Fjölnir vinnur ÍBV getur fram ekki bjagað sér frá falli í dag.13.32: Ekki lengi að gerast. Elías Már Ómarsson var að koma Keflavík yfir gegn Víkingum. Veit á gott fyrir Val og Fylki. 13.30: Velkomin með okkur á vaktina á Vísi en hér ætlum við að fylgjast með gangi mála í leikjunum fjórum sem koma til með að ráða úrslitum í Evrópuslagnum og fallbaráttunni í Pepsi-deild karla. Þeir hefjast klukkan 13.30. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira
Fram er fallið úr Pepsi-deildinni eftir átta ára samfellda veru í efstu deild. Framarar unnu Fylkismenn, 4-3, í ótrúlegum leik á Laugardalsvelli í lokaumferðinni en það dugði ekki til því Fjölnir vann ÍBV, 3-0. Víkingar voru í bílstjórasætinu um síðasta Evrópusætið fyrir lokaumferðina og héldu Evrópusætinu þrátt fyrir tap í Keflavík, 2-0. Fylkir tapaði sem fyrr segir í Laugardalnum og Breiðablik vann Val, 3-0.Lokastaðan leikjunum:Keflavík - Víkingur 2-0Breiðablik - Valur 3-0Fram - Fylkir 4-3Fjölnir - ÍBV 3-0Evrópuslagurinn: 4. Víkingur 30 (-4) 5. Valur 28 (-5) 6. Fylkir 28 (-6)Fallslagurinn: 9. Fjölnir 23 (-3) 10. ÍBV 22 (-10) 11. Fram 21 (-18)15.26 Leikurinn búinn í Grafarvogi. Fjölnir vinnur og heldur sæti sínu með stæl.15.23 Búið að flauta af í Keflavík, Laugardal og á Kópavogsvelli. Öll Evrópuliðin tapa og Víkingar halda fjórða sætinu. Fram er fallið.15.22 Ellert Hreinsson skorar þriðja markið fyrir Blika gegn Val. Víkingar á leið til Evrópu.15.19 Guðjón Pétur Lýðsson bætir við marki fyrir Breiðablik gegn Val. Valsmenn fara ekki til Evrópu.15.07: Fjórða mark Fram í Laugardalnum og þeir eru að komast yfir. En það bjargar þeim ekki úr þessu.14.57: Ragnar Leósson að auka muninn í Grafarvoginum fyrir Fjölni.14.52: Guðjón Pétur Lýðsson var að koma Breiðabliki yfir gegn Val með marki úr vítaspyrnu. Valsmenn misstu Kristinn Frey Sigurðsson af velli með rautt spjald skömmu áður. Lukkan enn á bandi Víkinga.14.48: Enn er Fram að jafna í Laugardalnum. Þriðja sinn í leiknum. Enn er Víkingur aftur að hoppa upp í fjórða sætið.14.45: Risastórt atvik í Laugardalnum. Ósvald Jarl Traustason var að fá rautt spjald. Þetta verður erfitt fyrir Framara að koma til baka, manni færri.14.40: Fylkismenn að komast yfir í þriðja sinn. Ásgeir Örn Arnþórsson skoraði. Er hann að skjóta Fylki í Evrópukeppnina?14.39: Fjölnismenn komnir í 2-0 og styrkja þar með stöðu sína í fallbaráttunni. Eyjamenn manni færri, ekki gleyma því.14.20: Hálfleikur í öllum leikjum. Fylkismenn hafa tvisvar hoppað upp í fjórða sætið en alltaf dottið niður aftur. Það er spenna í þessu, svo mikið er víst.14.13: Enn gerast hlutirnir fljótt. Arnþór Ari var að jafna fyrir Fram í Laugardalnum. Það er barátta í þessu þar. Víkingur aftur upp í fjórða sætið.14.10: Nóg að gerast. Ian Jeffs fékk beint rautt í Grafarvoginum en hann leikur með ÍBV. Þá var Andrew Sousa að koma Fylki yfir á ný og þar með eru Árbæingar komnir upp í fjórða sætið.14.07: Elías Már er búinn að koma Keflavík í 2-0 forystu gegn Víkingi. En þeir rauðu og svörtu hanga enn í fjórða sætinu.14.01: Þá er Víkingur aftur komið í fjórða sætið, þökk sé jöfnunarmarki Arons Bjarnasonar í Laugardalnum.13.50: Albert Brynjar er búinn að skora fyrir Fylki gegn Fram. Þá er Fylkir komið í Evrópusæti og staða Framara versnar enn.13.40: Þórir Guðjónsson var að koma Fjölni yfir. Ef Fjölnir vinnur ÍBV getur fram ekki bjagað sér frá falli í dag.13.32: Ekki lengi að gerast. Elías Már Ómarsson var að koma Keflavík yfir gegn Víkingum. Veit á gott fyrir Val og Fylki. 13.30: Velkomin með okkur á vaktina á Vísi en hér ætlum við að fylgjast með gangi mála í leikjunum fjórum sem koma til með að ráða úrslitum í Evrópuslagnum og fallbaráttunni í Pepsi-deild karla. Þeir hefjast klukkan 13.30.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira