Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - ÍBV 3-0 | Fjölnir áfram í deild þeirra bestu Stefán Árni Pálsson á Fjölnisvelli skrifar 4. október 2014 00:01 Fjölnismenn unnu frábæran sigur á ÍBV, 3-0, á Fjölnisvelli í lokaumferð Pepsi-deildar karla í dag en liðið tryggði sætið sitt í deildinni með sigrinum. Fjölnir var mikið mun betra liðið í leiknum og átti sigurinn heldur betur skilið. Fjölnismenn byrjuðu leikinn einstaklega vel og voru fljótir að koma sér í góða stöðu í botnbaráttunni þegar Þórir Guðjónsson skoraði fyrsta mark leiksins. Þórir fékk flotta sendingu inni í teiginn frá Guðmundi Karli, lagði boltinn laglega fyrir sig og þrumaði honum undir Guðjón í markinu. Eyjamenn svöruðu markinu með því að pressa töluvert á Fjölnismenn en náðu ekki að setja mark sitt á leikinn. Þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum fékk Ian Jeffs, leikmaður ÍBV, beint rautt spjald en aðstoðardómarinn lyfti upp flaggi sínu í miðjum leik og Þóroddur Hjaltalín rak Jeffs útaf. Blaðamenn urðu ekki varir við atvikið og kom það heldur betur á óvart. Staðan var 1-0 í hálfleik og staða Fjölnismanna frábær. Síðari hálfleikurinn byrjaði rétt eins og fyrri með frábærum leik Fjölnismanna. Fljótlega voru þeir komnir í 2-0 eftir fínt skallamark frá Bergsveini Ólafssyni. Hann fékk sendingu frá Guðmundi Karli og stýrði boltanum í netið. Tuttugu mínútum fyrir leikslok gulltryggðu Fjölnismenn sigurinn þegar Ragnar Leósson stýrði boltanum í autt markið eftir frábæran undirbúning frá Þóri Guðjónssyni. Fjölnismenn líklega að spila sinn besta leik í sumar og hann kom heldur betur á réttum tíma. Leiknum lauk með flottum sigri Fjölnis, 3-0, og liðið verður í deild þeirra bestu árið 2015. Sigurður Ragnar: Þarf að hætta með liðið„Ég tilkynnti stjórninni um ákvörðun mína í vikunni og leikmönnunum eftir leikinn áðan,“ segir Sigurður Ragnar. „Ástæðan er vegna fjölskyldu minnar en ég á erfitt með að starfa út Í Vestmannaeyjum allt árið.“ Sigurður var stóran hluta af síðasta vetri í borginni en alls æfðu tíu leikmenn liðsins í Reykjavík um síðasta vetur. „Nú lítur út fyrir að enginn leikmaður verði í borginni yfir veturinn og því verð ég að hætta með liðið.“ Sigurður segir að nú þurfi hann að finna sér nýtt félag til að þjálfa fyrir næsta tímabil. Ágúst: Náðum markmiðum okkar„Frábær tilfinning að halda sér í deildinni, markmiðinu náð,“ segir Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, eftir leikinn.„Við erum mjög sáttir og ég er stoltur af strákunum. Einnig fengum við frábæran stuðning hér í dag.“Ágúst segir að leikmenn hafi verið mikið saman í vikunni og undirbúið sig fyrir úrslitaleik. „Ég á eftir að ganga frá mínum málum við félagið en vonandi klárum við það strax í næstu viku. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Fjölnismenn unnu frábæran sigur á ÍBV, 3-0, á Fjölnisvelli í lokaumferð Pepsi-deildar karla í dag en liðið tryggði sætið sitt í deildinni með sigrinum. Fjölnir var mikið mun betra liðið í leiknum og átti sigurinn heldur betur skilið. Fjölnismenn byrjuðu leikinn einstaklega vel og voru fljótir að koma sér í góða stöðu í botnbaráttunni þegar Þórir Guðjónsson skoraði fyrsta mark leiksins. Þórir fékk flotta sendingu inni í teiginn frá Guðmundi Karli, lagði boltinn laglega fyrir sig og þrumaði honum undir Guðjón í markinu. Eyjamenn svöruðu markinu með því að pressa töluvert á Fjölnismenn en náðu ekki að setja mark sitt á leikinn. Þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum fékk Ian Jeffs, leikmaður ÍBV, beint rautt spjald en aðstoðardómarinn lyfti upp flaggi sínu í miðjum leik og Þóroddur Hjaltalín rak Jeffs útaf. Blaðamenn urðu ekki varir við atvikið og kom það heldur betur á óvart. Staðan var 1-0 í hálfleik og staða Fjölnismanna frábær. Síðari hálfleikurinn byrjaði rétt eins og fyrri með frábærum leik Fjölnismanna. Fljótlega voru þeir komnir í 2-0 eftir fínt skallamark frá Bergsveini Ólafssyni. Hann fékk sendingu frá Guðmundi Karli og stýrði boltanum í netið. Tuttugu mínútum fyrir leikslok gulltryggðu Fjölnismenn sigurinn þegar Ragnar Leósson stýrði boltanum í autt markið eftir frábæran undirbúning frá Þóri Guðjónssyni. Fjölnismenn líklega að spila sinn besta leik í sumar og hann kom heldur betur á réttum tíma. Leiknum lauk með flottum sigri Fjölnis, 3-0, og liðið verður í deild þeirra bestu árið 2015. Sigurður Ragnar: Þarf að hætta með liðið„Ég tilkynnti stjórninni um ákvörðun mína í vikunni og leikmönnunum eftir leikinn áðan,“ segir Sigurður Ragnar. „Ástæðan er vegna fjölskyldu minnar en ég á erfitt með að starfa út Í Vestmannaeyjum allt árið.“ Sigurður var stóran hluta af síðasta vetri í borginni en alls æfðu tíu leikmenn liðsins í Reykjavík um síðasta vetur. „Nú lítur út fyrir að enginn leikmaður verði í borginni yfir veturinn og því verð ég að hætta með liðið.“ Sigurður segir að nú þurfi hann að finna sér nýtt félag til að þjálfa fyrir næsta tímabil. Ágúst: Náðum markmiðum okkar„Frábær tilfinning að halda sér í deildinni, markmiðinu náð,“ segir Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, eftir leikinn.„Við erum mjög sáttir og ég er stoltur af strákunum. Einnig fengum við frábæran stuðning hér í dag.“Ágúst segir að leikmenn hafi verið mikið saman í vikunni og undirbúið sig fyrir úrslitaleik. „Ég á eftir að ganga frá mínum málum við félagið en vonandi klárum við það strax í næstu viku.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira