CNOOC sagt íhuga leit á landgrunni Noregs Kristján Már Unnarsson skrifar 24. október 2014 10:45 Fulltrúar CNOOC á fundi í Reykjavík á mánudag um olíuleit á Drekasvæðinu. Stöð 2/Björn Sigurðsson. Kínverski olíurísinn CNOOC, sem er með sérleyfi á Drekasvæðinu, kannar nú möguleika á að taka þátt í olíuleitarútboði Noregs í suðaustur Barentshafi árið 2016, að því er Bloomberg-fréttastofan greinir frá í gær. Bloomberg segir að kínverska ríkisolíufélagið hunsi þannig þá frystingu sem stjórnvöld í Kína hafa beitt Norðmenn eftir að friðarverðlaun Nóbels voru veitt kínverskum andófsmanni árið 2010. Fréttin hefur vakið mikla athygli í Noregi, NTB-fréttastofan tók hana upp, og fjöldi norskra fjölmiðla hefur fjallað um málið. Bloomberg segist í krafti laga um upplýsingaskyldu stjórnvalda í Noregi hafa fengið aðgang að tölvupósti sem CNOOC sendi Olíustofnun Noregs þar sem fyrirtækið kannar möguleikar á að kaupa rannsóknargögn vegna Barentshafs. Í frétt Bloomberg kemur fram að rannsóknargögnin séu einnig um Jan Mayen-svæðið. Jafnframt er greint frá því að CNOOC sé orðinn samstarfsaðili norska ríkisolíufélagsins Petoro í gegnum sérleyfi í lögsögu Íslands. Fréttunum fylgja miklar bollaleggingar um stirðleikann í samskiptum Noregs og Kína og tilraunir norskra stjórnvalda til að koma á þýðu. Norska ríkisstjórnin hafi þannig reynt að blíðka kínversk stjórnvöld með því að ráðherrar neituðu að hitta Dalai Lama í Noregsheimsókn hans í maí. Spyrja má hvort Bloomberg og norsku miðlarnir gangi of langt í ályktun um áhuga CNOOC á landgrunni Noregs. Rannsóknargögnin um suðaustur Barentshaf og Jan Mayen-svæðið eru nefnilega seld saman í einum pakka fyrir 12 milljónir norskra króna, eða 220 milljónir íslenskra króna, og ná einnig yfir íslenska Drekasvæðið. Vera má á að CNOOC sé eingöngu að kaupa gögnin vegna olíuleitar á Drekasvæðinu en þangað áformar félagið að senda rannsóknarleiðangra strax næsta sumar, eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 fyrr í vikunni. Fulltrúi norska ríkisolíufélagsins Petoro, konan fyrir miðri mynd, sat fund sérleyfishafanna í Reykjavík.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Olíuleit á Drekasvæði Noregur Kína Tengdar fréttir Segir ástæðulaust að óttast Kínverja Helsti sérfræðingur norræna Nordea-bankans um olíuiðnaðinn, Thina Saltvedt, segir fátt benda til þess að olíuútrás Kínverja sé fyrst og fremst til að soga olíuna til eigin heimalands. 28. júní 2014 13:00 2,5 milljarðar í olíuleit á Drekasvæði á næsta ári Sérleyfishafar á Drekasvæðinu áforma að verja tveimur og hálfum milljarði króna til olíuleitar á Drekasvæðinu á næsta ári. 15. október 2014 19:15 Drekasvæðið sáttaleið vegna nóbelsverðlauna? Reuters-fréttastofan veltir því upp hvort ríkisstjórn Noregs muni nota íslenskt olíuleitarleyfi til að leita sátta við stjórnvöld í Kína. 14. nóvember 2013 18:45 Kínverjar mættir til að hefja olíuleitina Leyfishafar á Drekasvæðinu undir forystu kínverska félagsins CNOOC ákváðu á fundi í dag að hraðar yrði farið af stað í olíuleitina en áætlanir gerðu ráð fyrir. 20. október 2014 20:15 Betra að Norðmenn leiði á Drekanum en Kínverjar Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. 28. nóvember 2013 18:45 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Kínverski olíurísinn CNOOC, sem er með sérleyfi á Drekasvæðinu, kannar nú möguleika á að taka þátt í olíuleitarútboði Noregs í suðaustur Barentshafi árið 2016, að því er Bloomberg-fréttastofan greinir frá í gær. Bloomberg segir að kínverska ríkisolíufélagið hunsi þannig þá frystingu sem stjórnvöld í Kína hafa beitt Norðmenn eftir að friðarverðlaun Nóbels voru veitt kínverskum andófsmanni árið 2010. Fréttin hefur vakið mikla athygli í Noregi, NTB-fréttastofan tók hana upp, og fjöldi norskra fjölmiðla hefur fjallað um málið. Bloomberg segist í krafti laga um upplýsingaskyldu stjórnvalda í Noregi hafa fengið aðgang að tölvupósti sem CNOOC sendi Olíustofnun Noregs þar sem fyrirtækið kannar möguleikar á að kaupa rannsóknargögn vegna Barentshafs. Í frétt Bloomberg kemur fram að rannsóknargögnin séu einnig um Jan Mayen-svæðið. Jafnframt er greint frá því að CNOOC sé orðinn samstarfsaðili norska ríkisolíufélagsins Petoro í gegnum sérleyfi í lögsögu Íslands. Fréttunum fylgja miklar bollaleggingar um stirðleikann í samskiptum Noregs og Kína og tilraunir norskra stjórnvalda til að koma á þýðu. Norska ríkisstjórnin hafi þannig reynt að blíðka kínversk stjórnvöld með því að ráðherrar neituðu að hitta Dalai Lama í Noregsheimsókn hans í maí. Spyrja má hvort Bloomberg og norsku miðlarnir gangi of langt í ályktun um áhuga CNOOC á landgrunni Noregs. Rannsóknargögnin um suðaustur Barentshaf og Jan Mayen-svæðið eru nefnilega seld saman í einum pakka fyrir 12 milljónir norskra króna, eða 220 milljónir íslenskra króna, og ná einnig yfir íslenska Drekasvæðið. Vera má á að CNOOC sé eingöngu að kaupa gögnin vegna olíuleitar á Drekasvæðinu en þangað áformar félagið að senda rannsóknarleiðangra strax næsta sumar, eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 fyrr í vikunni. Fulltrúi norska ríkisolíufélagsins Petoro, konan fyrir miðri mynd, sat fund sérleyfishafanna í Reykjavík.Stöð 2/Björn Sigurðsson.
Olíuleit á Drekasvæði Noregur Kína Tengdar fréttir Segir ástæðulaust að óttast Kínverja Helsti sérfræðingur norræna Nordea-bankans um olíuiðnaðinn, Thina Saltvedt, segir fátt benda til þess að olíuútrás Kínverja sé fyrst og fremst til að soga olíuna til eigin heimalands. 28. júní 2014 13:00 2,5 milljarðar í olíuleit á Drekasvæði á næsta ári Sérleyfishafar á Drekasvæðinu áforma að verja tveimur og hálfum milljarði króna til olíuleitar á Drekasvæðinu á næsta ári. 15. október 2014 19:15 Drekasvæðið sáttaleið vegna nóbelsverðlauna? Reuters-fréttastofan veltir því upp hvort ríkisstjórn Noregs muni nota íslenskt olíuleitarleyfi til að leita sátta við stjórnvöld í Kína. 14. nóvember 2013 18:45 Kínverjar mættir til að hefja olíuleitina Leyfishafar á Drekasvæðinu undir forystu kínverska félagsins CNOOC ákváðu á fundi í dag að hraðar yrði farið af stað í olíuleitina en áætlanir gerðu ráð fyrir. 20. október 2014 20:15 Betra að Norðmenn leiði á Drekanum en Kínverjar Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. 28. nóvember 2013 18:45 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Segir ástæðulaust að óttast Kínverja Helsti sérfræðingur norræna Nordea-bankans um olíuiðnaðinn, Thina Saltvedt, segir fátt benda til þess að olíuútrás Kínverja sé fyrst og fremst til að soga olíuna til eigin heimalands. 28. júní 2014 13:00
2,5 milljarðar í olíuleit á Drekasvæði á næsta ári Sérleyfishafar á Drekasvæðinu áforma að verja tveimur og hálfum milljarði króna til olíuleitar á Drekasvæðinu á næsta ári. 15. október 2014 19:15
Drekasvæðið sáttaleið vegna nóbelsverðlauna? Reuters-fréttastofan veltir því upp hvort ríkisstjórn Noregs muni nota íslenskt olíuleitarleyfi til að leita sátta við stjórnvöld í Kína. 14. nóvember 2013 18:45
Kínverjar mættir til að hefja olíuleitina Leyfishafar á Drekasvæðinu undir forystu kínverska félagsins CNOOC ákváðu á fundi í dag að hraðar yrði farið af stað í olíuleitina en áætlanir gerðu ráð fyrir. 20. október 2014 20:15
Betra að Norðmenn leiði á Drekanum en Kínverjar Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. 28. nóvember 2013 18:45