CNOOC sagt íhuga leit á landgrunni Noregs Kristján Már Unnarsson skrifar 24. október 2014 10:45 Fulltrúar CNOOC á fundi í Reykjavík á mánudag um olíuleit á Drekasvæðinu. Stöð 2/Björn Sigurðsson. Kínverski olíurísinn CNOOC, sem er með sérleyfi á Drekasvæðinu, kannar nú möguleika á að taka þátt í olíuleitarútboði Noregs í suðaustur Barentshafi árið 2016, að því er Bloomberg-fréttastofan greinir frá í gær. Bloomberg segir að kínverska ríkisolíufélagið hunsi þannig þá frystingu sem stjórnvöld í Kína hafa beitt Norðmenn eftir að friðarverðlaun Nóbels voru veitt kínverskum andófsmanni árið 2010. Fréttin hefur vakið mikla athygli í Noregi, NTB-fréttastofan tók hana upp, og fjöldi norskra fjölmiðla hefur fjallað um málið. Bloomberg segist í krafti laga um upplýsingaskyldu stjórnvalda í Noregi hafa fengið aðgang að tölvupósti sem CNOOC sendi Olíustofnun Noregs þar sem fyrirtækið kannar möguleikar á að kaupa rannsóknargögn vegna Barentshafs. Í frétt Bloomberg kemur fram að rannsóknargögnin séu einnig um Jan Mayen-svæðið. Jafnframt er greint frá því að CNOOC sé orðinn samstarfsaðili norska ríkisolíufélagsins Petoro í gegnum sérleyfi í lögsögu Íslands. Fréttunum fylgja miklar bollaleggingar um stirðleikann í samskiptum Noregs og Kína og tilraunir norskra stjórnvalda til að koma á þýðu. Norska ríkisstjórnin hafi þannig reynt að blíðka kínversk stjórnvöld með því að ráðherrar neituðu að hitta Dalai Lama í Noregsheimsókn hans í maí. Spyrja má hvort Bloomberg og norsku miðlarnir gangi of langt í ályktun um áhuga CNOOC á landgrunni Noregs. Rannsóknargögnin um suðaustur Barentshaf og Jan Mayen-svæðið eru nefnilega seld saman í einum pakka fyrir 12 milljónir norskra króna, eða 220 milljónir íslenskra króna, og ná einnig yfir íslenska Drekasvæðið. Vera má á að CNOOC sé eingöngu að kaupa gögnin vegna olíuleitar á Drekasvæðinu en þangað áformar félagið að senda rannsóknarleiðangra strax næsta sumar, eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 fyrr í vikunni. Fulltrúi norska ríkisolíufélagsins Petoro, konan fyrir miðri mynd, sat fund sérleyfishafanna í Reykjavík.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Olíuleit á Drekasvæði Noregur Kína Tengdar fréttir Segir ástæðulaust að óttast Kínverja Helsti sérfræðingur norræna Nordea-bankans um olíuiðnaðinn, Thina Saltvedt, segir fátt benda til þess að olíuútrás Kínverja sé fyrst og fremst til að soga olíuna til eigin heimalands. 28. júní 2014 13:00 2,5 milljarðar í olíuleit á Drekasvæði á næsta ári Sérleyfishafar á Drekasvæðinu áforma að verja tveimur og hálfum milljarði króna til olíuleitar á Drekasvæðinu á næsta ári. 15. október 2014 19:15 Drekasvæðið sáttaleið vegna nóbelsverðlauna? Reuters-fréttastofan veltir því upp hvort ríkisstjórn Noregs muni nota íslenskt olíuleitarleyfi til að leita sátta við stjórnvöld í Kína. 14. nóvember 2013 18:45 Kínverjar mættir til að hefja olíuleitina Leyfishafar á Drekasvæðinu undir forystu kínverska félagsins CNOOC ákváðu á fundi í dag að hraðar yrði farið af stað í olíuleitina en áætlanir gerðu ráð fyrir. 20. október 2014 20:15 Betra að Norðmenn leiði á Drekanum en Kínverjar Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. 28. nóvember 2013 18:45 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Kínverski olíurísinn CNOOC, sem er með sérleyfi á Drekasvæðinu, kannar nú möguleika á að taka þátt í olíuleitarútboði Noregs í suðaustur Barentshafi árið 2016, að því er Bloomberg-fréttastofan greinir frá í gær. Bloomberg segir að kínverska ríkisolíufélagið hunsi þannig þá frystingu sem stjórnvöld í Kína hafa beitt Norðmenn eftir að friðarverðlaun Nóbels voru veitt kínverskum andófsmanni árið 2010. Fréttin hefur vakið mikla athygli í Noregi, NTB-fréttastofan tók hana upp, og fjöldi norskra fjölmiðla hefur fjallað um málið. Bloomberg segist í krafti laga um upplýsingaskyldu stjórnvalda í Noregi hafa fengið aðgang að tölvupósti sem CNOOC sendi Olíustofnun Noregs þar sem fyrirtækið kannar möguleikar á að kaupa rannsóknargögn vegna Barentshafs. Í frétt Bloomberg kemur fram að rannsóknargögnin séu einnig um Jan Mayen-svæðið. Jafnframt er greint frá því að CNOOC sé orðinn samstarfsaðili norska ríkisolíufélagsins Petoro í gegnum sérleyfi í lögsögu Íslands. Fréttunum fylgja miklar bollaleggingar um stirðleikann í samskiptum Noregs og Kína og tilraunir norskra stjórnvalda til að koma á þýðu. Norska ríkisstjórnin hafi þannig reynt að blíðka kínversk stjórnvöld með því að ráðherrar neituðu að hitta Dalai Lama í Noregsheimsókn hans í maí. Spyrja má hvort Bloomberg og norsku miðlarnir gangi of langt í ályktun um áhuga CNOOC á landgrunni Noregs. Rannsóknargögnin um suðaustur Barentshaf og Jan Mayen-svæðið eru nefnilega seld saman í einum pakka fyrir 12 milljónir norskra króna, eða 220 milljónir íslenskra króna, og ná einnig yfir íslenska Drekasvæðið. Vera má á að CNOOC sé eingöngu að kaupa gögnin vegna olíuleitar á Drekasvæðinu en þangað áformar félagið að senda rannsóknarleiðangra strax næsta sumar, eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 fyrr í vikunni. Fulltrúi norska ríkisolíufélagsins Petoro, konan fyrir miðri mynd, sat fund sérleyfishafanna í Reykjavík.Stöð 2/Björn Sigurðsson.
Olíuleit á Drekasvæði Noregur Kína Tengdar fréttir Segir ástæðulaust að óttast Kínverja Helsti sérfræðingur norræna Nordea-bankans um olíuiðnaðinn, Thina Saltvedt, segir fátt benda til þess að olíuútrás Kínverja sé fyrst og fremst til að soga olíuna til eigin heimalands. 28. júní 2014 13:00 2,5 milljarðar í olíuleit á Drekasvæði á næsta ári Sérleyfishafar á Drekasvæðinu áforma að verja tveimur og hálfum milljarði króna til olíuleitar á Drekasvæðinu á næsta ári. 15. október 2014 19:15 Drekasvæðið sáttaleið vegna nóbelsverðlauna? Reuters-fréttastofan veltir því upp hvort ríkisstjórn Noregs muni nota íslenskt olíuleitarleyfi til að leita sátta við stjórnvöld í Kína. 14. nóvember 2013 18:45 Kínverjar mættir til að hefja olíuleitina Leyfishafar á Drekasvæðinu undir forystu kínverska félagsins CNOOC ákváðu á fundi í dag að hraðar yrði farið af stað í olíuleitina en áætlanir gerðu ráð fyrir. 20. október 2014 20:15 Betra að Norðmenn leiði á Drekanum en Kínverjar Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. 28. nóvember 2013 18:45 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Segir ástæðulaust að óttast Kínverja Helsti sérfræðingur norræna Nordea-bankans um olíuiðnaðinn, Thina Saltvedt, segir fátt benda til þess að olíuútrás Kínverja sé fyrst og fremst til að soga olíuna til eigin heimalands. 28. júní 2014 13:00
2,5 milljarðar í olíuleit á Drekasvæði á næsta ári Sérleyfishafar á Drekasvæðinu áforma að verja tveimur og hálfum milljarði króna til olíuleitar á Drekasvæðinu á næsta ári. 15. október 2014 19:15
Drekasvæðið sáttaleið vegna nóbelsverðlauna? Reuters-fréttastofan veltir því upp hvort ríkisstjórn Noregs muni nota íslenskt olíuleitarleyfi til að leita sátta við stjórnvöld í Kína. 14. nóvember 2013 18:45
Kínverjar mættir til að hefja olíuleitina Leyfishafar á Drekasvæðinu undir forystu kínverska félagsins CNOOC ákváðu á fundi í dag að hraðar yrði farið af stað í olíuleitina en áætlanir gerðu ráð fyrir. 20. október 2014 20:15
Betra að Norðmenn leiði á Drekanum en Kínverjar Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. 28. nóvember 2013 18:45