Lífið

Umkringdir ísbjörnum og með vopnaða verði í yfirgefnum bæ

AF setti Söngkonan Tove ásamt tökuliði á Svalbarða.
AF setti Söngkonan Tove ásamt tökuliði á Svalbarða.
„Þetta var alveg geggjuð upplifun. Ég held að það búi svona fimm manns þarna og við þurftum að vera með vopnaða verði allan tímann, það var svo mikið af ísbjörnum þarna,“ segir leikstjórinn Rúnar Ingi Einarsson.  Hann leikstýrði á dögunum myndbandi fyrir sænsku poppstjörnuna Tove Styrke, en hann er búsettur í Svíþjóð. Myndbandið, sem var tekið upp við lagið Borderline, var tekið upp á Svalbarða.

Rúnar segir að það hafi verið fyrir algjöran misskilning að þau hafi endað þar. „Ég og framleiðandinn vorum að funda og spá í tökustað þegar hann stingur upp á Svalbarða því hann segist eiga vin þar. Það var heppilegt því ég vissi einmitt af litlum yfirgefnum bæ þar sem myndi henta vel í tökurnar svo við slógum til. Svo kom í ljós þegar við vorum komin til Svalbarða að vinur hans bjó í Noregi en ekki þar,“ segir Rúnar.

Bærinn, sem heitir Pyramiden, hefur verið í eyði síðan 1998.



leikstjórinn Rúnar Ingi EinarssonVísir/einkasafn
„Þessi bær var mjög flottur og það hefur verið lögð mikil vinna í að gera hann að paradís á sínum tíma. Sjúkrahúsið var risastórt og flott og sundlaugin öll útskorin. Það var mjög skrítið að vera þarna,“ segir hann. 

Tove er rísandi stjarna í Svíþjóð, en hún hafnaði í þriðja sæti í Idol-keppninni þar árið 2009. „Það heyrðist lítið frá henni eftir keppnina, en núna er hún komin á samning hjá Sony og það er bara allt að gerast.“ 

Hér fyrir neðan má svo sjá afrakstur ferðarinnar, myndbandið við lagið Borderline. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.