Þorgrímur: Ódrengileg gagnrýni á landsliðsmenn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. október 2014 21:28 Þorgrímur Þráinsson. Vísir/Anton Þorgrímur Þráinsson, meðlimur í landsliðsnefnd karla hjá KSÍ, ritar í kvöld áhugaverðan pistil sem birtist á vefsíðu Fótbolti.net. „Í ljósi góðs árangurs landsliðsins í knattspyrnu hafa leikmenn verið töluvert í sviðsljósinu, sem eðlilegt er. Fjölmiðlamenn hafa spurt um ástæður þessa góða árangurs og einstaka leikmaður hefur fallið í þann djúpa pytt að kasta rýrð á fyrrum þjálfara liðsins, Ólaf Jóhannesson og Pétur Pétursson, meðvitað eða ómeðvitað, líklega til þess að koma einhverjum samanburði á framfæri,“ skrifar Þorgrímur. Á föstudag birtist viðtal í sænskum fjölmiðlum við þá Arnór Smárason og Guðlaug Victor Pálsson þar sem þeir greindu frá því hvernig andrúmsloftið var í íslenska landsliðinu áður en Lars Lagerbäck tók við því fyrir þremur árum síðan, líkt og lesa má um hér fyrir neðan. „Og fjölmiðli er nokk sama þótt leikmenn missi eitthvað óheppilegt út úr sér því það getur orðið að krassandi fyrirsögn,“ skrifar Þorgrímur enn fremur. Hann kemur þeim Ólafi og Pétri til varnar og segir þá hafa unnið gott verk. Til að mynda hafi þeir gefið bestu leikmönnum Íslands í dag sitt fyrsta tækifæri með landsliðinu. „Hafi einhverjir leikmenn undir stjórn Ólafs og Péturs komið heim í landsleiki með það að markmiði að fara á pöbbinn að leik loknum, eða eingöngu til að „hitta strákana“ sýnir það algjörlega þeirra hugarfar, ekki þjálfaranna. Að væna aðra leikmenn um að hafa þetta undarlega hugarfar að leiðarljósi, að gefa sig ekki í landsliðsverkefni, er ódrengilegt,“ skrifar Þorgrímur en pistilinn má lesa í heild sinni hér. Að lokum segir hann að menn uppskeri eins og þeir sái. „Og þess vegna eiga menn að sýna hógværð og auðmýkt, setja undir sig hausinn og vinna sig inn í liðið að nýju en spara stóru orðin.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðlaugur segir orð sín tekin úr samhengi Segir ekki rétt eftir sér haft í sænskum fjölmiðli. 17. október 2014 13:36 „Skítt með það - förum á pöbbinn“ Arnór Smárason og Guðlaugur Victor Pálsson lýsa stemningunni í íslenska landsliðinu áður en Lars Lagerbäck tók við. 17. október 2014 14:14 Pétur: Hann hefur verið á pöbbnum þegar leikskipulagið var rætt Fyrrverandi aðstoðarlandsliðsþjálfarinn verulega ósáttur við ummæli Arnórs Smárasonar og Guðlaugs Victors Pálssonar í sænsku pressunni í dag. 17. október 2014 16:27 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Sjá meira
Þorgrímur Þráinsson, meðlimur í landsliðsnefnd karla hjá KSÍ, ritar í kvöld áhugaverðan pistil sem birtist á vefsíðu Fótbolti.net. „Í ljósi góðs árangurs landsliðsins í knattspyrnu hafa leikmenn verið töluvert í sviðsljósinu, sem eðlilegt er. Fjölmiðlamenn hafa spurt um ástæður þessa góða árangurs og einstaka leikmaður hefur fallið í þann djúpa pytt að kasta rýrð á fyrrum þjálfara liðsins, Ólaf Jóhannesson og Pétur Pétursson, meðvitað eða ómeðvitað, líklega til þess að koma einhverjum samanburði á framfæri,“ skrifar Þorgrímur. Á föstudag birtist viðtal í sænskum fjölmiðlum við þá Arnór Smárason og Guðlaug Victor Pálsson þar sem þeir greindu frá því hvernig andrúmsloftið var í íslenska landsliðinu áður en Lars Lagerbäck tók við því fyrir þremur árum síðan, líkt og lesa má um hér fyrir neðan. „Og fjölmiðli er nokk sama þótt leikmenn missi eitthvað óheppilegt út úr sér því það getur orðið að krassandi fyrirsögn,“ skrifar Þorgrímur enn fremur. Hann kemur þeim Ólafi og Pétri til varnar og segir þá hafa unnið gott verk. Til að mynda hafi þeir gefið bestu leikmönnum Íslands í dag sitt fyrsta tækifæri með landsliðinu. „Hafi einhverjir leikmenn undir stjórn Ólafs og Péturs komið heim í landsleiki með það að markmiði að fara á pöbbinn að leik loknum, eða eingöngu til að „hitta strákana“ sýnir það algjörlega þeirra hugarfar, ekki þjálfaranna. Að væna aðra leikmenn um að hafa þetta undarlega hugarfar að leiðarljósi, að gefa sig ekki í landsliðsverkefni, er ódrengilegt,“ skrifar Þorgrímur en pistilinn má lesa í heild sinni hér. Að lokum segir hann að menn uppskeri eins og þeir sái. „Og þess vegna eiga menn að sýna hógværð og auðmýkt, setja undir sig hausinn og vinna sig inn í liðið að nýju en spara stóru orðin.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðlaugur segir orð sín tekin úr samhengi Segir ekki rétt eftir sér haft í sænskum fjölmiðli. 17. október 2014 13:36 „Skítt með það - förum á pöbbinn“ Arnór Smárason og Guðlaugur Victor Pálsson lýsa stemningunni í íslenska landsliðinu áður en Lars Lagerbäck tók við. 17. október 2014 14:14 Pétur: Hann hefur verið á pöbbnum þegar leikskipulagið var rætt Fyrrverandi aðstoðarlandsliðsþjálfarinn verulega ósáttur við ummæli Arnórs Smárasonar og Guðlaugs Victors Pálssonar í sænsku pressunni í dag. 17. október 2014 16:27 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Sjá meira
Guðlaugur segir orð sín tekin úr samhengi Segir ekki rétt eftir sér haft í sænskum fjölmiðli. 17. október 2014 13:36
„Skítt með það - förum á pöbbinn“ Arnór Smárason og Guðlaugur Victor Pálsson lýsa stemningunni í íslenska landsliðinu áður en Lars Lagerbäck tók við. 17. október 2014 14:14
Pétur: Hann hefur verið á pöbbnum þegar leikskipulagið var rætt Fyrrverandi aðstoðarlandsliðsþjálfarinn verulega ósáttur við ummæli Arnórs Smárasonar og Guðlaugs Victors Pálssonar í sænsku pressunni í dag. 17. október 2014 16:27