Heilbrigðisráðherra ekki mótfallinn að leyfa kannabisnotkun í lækningaskyni Hjörtur Hjartarson skrifar 13. nóvember 2014 19:30 Heilbrigðisráðherra segir vel koma til greina að heimila notkun kannabiss í lækningaskyni. Honum beri skylda til að vinna með heilbrigðiskerfið á þann veg að það lækni og lini þjáningar sjúklinga og ekki sé ástæða til að útiloka kannabis fyrirfram sem tól til þess. Fram kom í nýjasta þættinum af Brestum á Stöð 2 að töluverður fjöldi Íslendinga sem eiga við alvarleg veikindi að stríða, nota kannabis til lina þjáningar sínar. Samkvæmt lögum er það hinsvegar ólöglegt. En hvaða afstöðu hefur heilbrigðisráðherra til málsins? „Ég tek í því efni fullkomlega undir með rektor Háskóla Íslands, lyfjaprófessornum, Kristínu Ingólfsdóttur um að okkur beri að skoða vandlega öll þau efni sem geta orðið til þess að lina þjáningar fólks eða lækna sjúka. Ef þetta er ein leiðin til þess þá að sjálfsögðu eigum að við að skoða þann möguleika,“ segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra.Jón Þór Ólafsson, þingmaður PírataVísir/VIlhelmKristján segist treysta á ráðleggingar fagfólks í þessum efnum og á ekki von á öðru en að fara eftir þeim. „Þannig að þú lítur ekki á þetta sem pólitískt mál?“„Nei, alls ekki. Mín skylda er sú að vinna með heilbrigðiskerfið á þann veg að lækna sjúka og lina þjáningar og það er meginskylda heilbrigðiskerfisins.“ Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata lagði í dag fram fyrirspurn til heilbrigðisráðherra þar sem óskað eftir svörum við því hvað þurfi að gera til að læknum verði heimilt að ávísa kannabis í lækningaskyni. Kristján segir að ekki liggi fyrir svör um hvort lagabreytinga sé þörf. Þetta sé eitt af því sem nefnd á hans vegum um endurskoðun fíkniefnalöggjafarinnar vinnur nú að. Áætlað er að þeirri vinnu ljúki á fyrri hluta næsta árs. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir vel koma til greina að heimila notkun kannabiss í lækningaskyni. Honum beri skylda til að vinna með heilbrigðiskerfið á þann veg að það lækni og lini þjáningar sjúklinga og ekki sé ástæða til að útiloka kannabis fyrirfram sem tól til þess. Fram kom í nýjasta þættinum af Brestum á Stöð 2 að töluverður fjöldi Íslendinga sem eiga við alvarleg veikindi að stríða, nota kannabis til lina þjáningar sínar. Samkvæmt lögum er það hinsvegar ólöglegt. En hvaða afstöðu hefur heilbrigðisráðherra til málsins? „Ég tek í því efni fullkomlega undir með rektor Háskóla Íslands, lyfjaprófessornum, Kristínu Ingólfsdóttur um að okkur beri að skoða vandlega öll þau efni sem geta orðið til þess að lina þjáningar fólks eða lækna sjúka. Ef þetta er ein leiðin til þess þá að sjálfsögðu eigum að við að skoða þann möguleika,“ segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra.Jón Þór Ólafsson, þingmaður PírataVísir/VIlhelmKristján segist treysta á ráðleggingar fagfólks í þessum efnum og á ekki von á öðru en að fara eftir þeim. „Þannig að þú lítur ekki á þetta sem pólitískt mál?“„Nei, alls ekki. Mín skylda er sú að vinna með heilbrigðiskerfið á þann veg að lækna sjúka og lina þjáningar og það er meginskylda heilbrigðiskerfisins.“ Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata lagði í dag fram fyrirspurn til heilbrigðisráðherra þar sem óskað eftir svörum við því hvað þurfi að gera til að læknum verði heimilt að ávísa kannabis í lækningaskyni. Kristján segir að ekki liggi fyrir svör um hvort lagabreytinga sé þörf. Þetta sé eitt af því sem nefnd á hans vegum um endurskoðun fíkniefnalöggjafarinnar vinnur nú að. Áætlað er að þeirri vinnu ljúki á fyrri hluta næsta árs.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira