Búbót bíður McIlroy eldri haldi sá yngri út Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 20. júlí 2014 11:00 Einbeittur vísir/getty Rory McIlroy er með sex högga forystu þegar aðeins 18 holur eru eftir af opna breska meistaramótinu í golfi sem leikið er á Royal Liverpool golfvellinum á Englandi. Fáir bíða eins spenntir eftir því að sjá hvort kylfingurinn 25 ára gamli haldi út og standist pressuna og faðir hans, Gerry McIlroy. McIlroy eldri datt nefnilega í hug, þegar hann sá hversu mikið efni sonur hans var, að veðja 100 pundum á að Rory myndi vinna opna breska 25 ára gamall eða yngri. Þetta gerði hann fyrir tíu árum síðan eða þegar Rory var 15 ára gamall. Veðbankinn sem taldi sig vera að fá gefins 100 pund bauð Gerry líkurnar 1 á móti 500 sem myndi gefa Gerry 50.000 pund eða tæpar 10 milljónir króna í reiðufé vinni strákurinn á morgun. Rory hóf leik í gær með fjögurra högga forystu. Sú forysta var horfin þegar fimm holur voru eftir af hringnum en með ótrúlegum endasprett, þar sem hann náði meðal annars í tvo erni á þremur síðustu holunum, jók hann forystuna í sex högg og sigurinn virðist blasa við honum. Rory lék fyrstu tvo hringina á 66 höggum hvorn og á 68 höggum í gær. Hversu vel hann gerir í dag er hægt að sjá á Golfstöðinni í beinni útsendingu. Golf Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Rory McIlroy er með sex högga forystu þegar aðeins 18 holur eru eftir af opna breska meistaramótinu í golfi sem leikið er á Royal Liverpool golfvellinum á Englandi. Fáir bíða eins spenntir eftir því að sjá hvort kylfingurinn 25 ára gamli haldi út og standist pressuna og faðir hans, Gerry McIlroy. McIlroy eldri datt nefnilega í hug, þegar hann sá hversu mikið efni sonur hans var, að veðja 100 pundum á að Rory myndi vinna opna breska 25 ára gamall eða yngri. Þetta gerði hann fyrir tíu árum síðan eða þegar Rory var 15 ára gamall. Veðbankinn sem taldi sig vera að fá gefins 100 pund bauð Gerry líkurnar 1 á móti 500 sem myndi gefa Gerry 50.000 pund eða tæpar 10 milljónir króna í reiðufé vinni strákurinn á morgun. Rory hóf leik í gær með fjögurra högga forystu. Sú forysta var horfin þegar fimm holur voru eftir af hringnum en með ótrúlegum endasprett, þar sem hann náði meðal annars í tvo erni á þremur síðustu holunum, jók hann forystuna í sex högg og sigurinn virðist blasa við honum. Rory lék fyrstu tvo hringina á 66 höggum hvorn og á 68 höggum í gær. Hversu vel hann gerir í dag er hægt að sjá á Golfstöðinni í beinni útsendingu.
Golf Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira