Klukkan tifar á allsherjarverkfall Heimir Már Pétursson skrifar 28. apríl 2014 12:01 Úrslitatilraun er nú gerð til að ná samningum við flugvallarstarfsmenn áður en ótímabundið verkfall þeirra hefst aðfararnótt miðvikudags. vísir/daníel Það ræðst í dag eða á morgun hvort allsherjarverkfall verði á öllum flugvöllum landsins. Formaður Félags flugmálastarfsmanna segir samninganefndina ekki hugsa um mögulega lagasetningu á verkfallið sem hefst aðfararnótt miðvikudags að öllu óbreyttu. Hann segir að menn hafi mætt lausnamiðaðir á fund hjá Ríkissáttasemjara í morgun og allt verði gert til að ná samningum. Tími skæruverkfalla er liðinn hjá flugvallarstarfsmönnum og nú tifar klukkan fram að allsherjarverkfalli sem hefst aðfararnótt miðvikudags. Þar með myndi allt flug til og frá landinu stöðvast í ófyrirsjánlega langan tíma, grípi stjórnvöld ekki inn í deiluna. Samninganefndir deiluaðila komu til funda hjá Ríkissátasemjara klukkan tíu í morgun og segir Kristján Jóhannsson, formaður Félags flugvallarstarfsmanna, að tíminn verði nýttur til hins ítrasta. „Við nýtum daginn í dag og allan þann tíma sem við eigum fram að þessu boðaða verkfalli okkar. Við ætlum að vera lausnarmiðuð. Við ætlum ekki að hugsa um verkfallið. Við erum að hugsa um að ná samningi og í það fer dagurinn í dag,“ segir Kristján.Þið senduð tilboð og gagntilboð á milli ykkar fyrir helgi. Eru einhver ný tilboð komin í ljós? „Nei, nei. Við erum bara hér í húsi og ætlum að að klára þetta. Við erum að vinna hér undir stjórn sáttasemjara og það er hann sem stýrir gangi mála,“ segir Kristján. Allt verði gert til að leysa kjaradeiluna á næstu tæpu tveimur sólarhringum. Fimm tíma skæruverkföll að undanförnu hafa tafið millilandaflugið og raskað áætlunum flugfélaga með tilheyrandi kostnaði fyrir þau og farþega, en allsherjarverkfallið næst komandi miðvikudag hefði mun alvarlegri afleiðingar í för með sér.Það hefur verið þannig í fortíðinni að verkföll sem þessi í fluginu hafa ekki verið liðin af stjórnvöldum í langan tíma. Finnst ykkur þið vera í skugga þess að það gæti gerst? „Nei, ég ætla ekki að hugsa um hvorki lagasetningar eða neitt annað fyrr en all um þrýtur. Okkar verkefni er að gera kjarasamning og við ætlum að gera það. Ég hef sagt það áður og get sagt það einu sinni enn að lög á svona kjaradeilu mun ekki leysa neitt vandamál. Þau fresta bara vandamálinu. Við mættum lausnarmiðuð hingað í hús í morgun og búin að einsetja okkur það að vinna þetta verkefni. Það þarf tvo til að deilur leysist. Við erum full samningsvilja og ég veit að hin samningsaðilinn er það líka þannig að við skulum sjá hvað þessi dagur ber í skauti sér,“ segir Kristján Jóhannsson. Á meðan fólk sé í húsakynnum Ríkissáttasemjara og tali saman, sé von til þess að samningar náist. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Sjá meira
Það ræðst í dag eða á morgun hvort allsherjarverkfall verði á öllum flugvöllum landsins. Formaður Félags flugmálastarfsmanna segir samninganefndina ekki hugsa um mögulega lagasetningu á verkfallið sem hefst aðfararnótt miðvikudags að öllu óbreyttu. Hann segir að menn hafi mætt lausnamiðaðir á fund hjá Ríkissáttasemjara í morgun og allt verði gert til að ná samningum. Tími skæruverkfalla er liðinn hjá flugvallarstarfsmönnum og nú tifar klukkan fram að allsherjarverkfalli sem hefst aðfararnótt miðvikudags. Þar með myndi allt flug til og frá landinu stöðvast í ófyrirsjánlega langan tíma, grípi stjórnvöld ekki inn í deiluna. Samninganefndir deiluaðila komu til funda hjá Ríkissátasemjara klukkan tíu í morgun og segir Kristján Jóhannsson, formaður Félags flugvallarstarfsmanna, að tíminn verði nýttur til hins ítrasta. „Við nýtum daginn í dag og allan þann tíma sem við eigum fram að þessu boðaða verkfalli okkar. Við ætlum að vera lausnarmiðuð. Við ætlum ekki að hugsa um verkfallið. Við erum að hugsa um að ná samningi og í það fer dagurinn í dag,“ segir Kristján.Þið senduð tilboð og gagntilboð á milli ykkar fyrir helgi. Eru einhver ný tilboð komin í ljós? „Nei, nei. Við erum bara hér í húsi og ætlum að að klára þetta. Við erum að vinna hér undir stjórn sáttasemjara og það er hann sem stýrir gangi mála,“ segir Kristján. Allt verði gert til að leysa kjaradeiluna á næstu tæpu tveimur sólarhringum. Fimm tíma skæruverkföll að undanförnu hafa tafið millilandaflugið og raskað áætlunum flugfélaga með tilheyrandi kostnaði fyrir þau og farþega, en allsherjarverkfallið næst komandi miðvikudag hefði mun alvarlegri afleiðingar í för með sér.Það hefur verið þannig í fortíðinni að verkföll sem þessi í fluginu hafa ekki verið liðin af stjórnvöldum í langan tíma. Finnst ykkur þið vera í skugga þess að það gæti gerst? „Nei, ég ætla ekki að hugsa um hvorki lagasetningar eða neitt annað fyrr en all um þrýtur. Okkar verkefni er að gera kjarasamning og við ætlum að gera það. Ég hef sagt það áður og get sagt það einu sinni enn að lög á svona kjaradeilu mun ekki leysa neitt vandamál. Þau fresta bara vandamálinu. Við mættum lausnarmiðuð hingað í hús í morgun og búin að einsetja okkur það að vinna þetta verkefni. Það þarf tvo til að deilur leysist. Við erum full samningsvilja og ég veit að hin samningsaðilinn er það líka þannig að við skulum sjá hvað þessi dagur ber í skauti sér,“ segir Kristján Jóhannsson. Á meðan fólk sé í húsakynnum Ríkissáttasemjara og tali saman, sé von til þess að samningar náist.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Sjá meira