Verður endurkoma Tiger Woods á Opna breska meistaramótinu? AO skrifar 28. apríl 2014 11:43 Samkvæmt fréttum The Golf Channel þá mun Tiger Woods ekki byrja spila keppnisgolf fyrr en í júlí. Eins og golfáhugafólk veit þá fór Tiger í skurðaðgerð vegna bakmeiðsla sem hafði verið að plaga hann í marga mánuði. Þessi meiðsli urðu til þess að hann missti af Masters-mótinu í fyrsta skipti frá því að hann varð atvinnukylfingur. The Golf Channel segir frá því að fyrsta mót Tiger verði Opna breska meistaramótið sem fram fer á Royal Liverpool golfvellinum dagana 17-20 júlí í sumar. Samkvæmt yfirlýsingu frá Mark Steinberg, umboðsmanni Tigers, þá heppnaðist aðgerðin á baki hans mjög vel og án allra aukaverkana. Tiger hefur þegar aðeins verið að æfa sig að vippa og pútta. Mark Steinberger sagði: „Ég veit ekki nákvæma tímasetningu á því hvenær hann byrjar að keppa í golfi aftur. En ég reikna með að það verði í sumar. Ég veit að það er mjög víður tímarammi en eftir því sem vikurnar líða þá vitum við betur hvenær hann byrjar aftur. Í dag er aðeins of snemmt að segja til um nákvæma dagsetningu.“ Tiger vann Opna breska meistaramótið síðast þegar leikið var á Royal Liverpool árið 2006. Það var þriðji sigur hans á Opna breska meistaramótið og síðasta skiptið af þeim þremur. Vísir og iGolf.is hafa tekið höndum saman í umfjöllum um Golf. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Samkvæmt fréttum The Golf Channel þá mun Tiger Woods ekki byrja spila keppnisgolf fyrr en í júlí. Eins og golfáhugafólk veit þá fór Tiger í skurðaðgerð vegna bakmeiðsla sem hafði verið að plaga hann í marga mánuði. Þessi meiðsli urðu til þess að hann missti af Masters-mótinu í fyrsta skipti frá því að hann varð atvinnukylfingur. The Golf Channel segir frá því að fyrsta mót Tiger verði Opna breska meistaramótið sem fram fer á Royal Liverpool golfvellinum dagana 17-20 júlí í sumar. Samkvæmt yfirlýsingu frá Mark Steinberg, umboðsmanni Tigers, þá heppnaðist aðgerðin á baki hans mjög vel og án allra aukaverkana. Tiger hefur þegar aðeins verið að æfa sig að vippa og pútta. Mark Steinberger sagði: „Ég veit ekki nákvæma tímasetningu á því hvenær hann byrjar að keppa í golfi aftur. En ég reikna með að það verði í sumar. Ég veit að það er mjög víður tímarammi en eftir því sem vikurnar líða þá vitum við betur hvenær hann byrjar aftur. Í dag er aðeins of snemmt að segja til um nákvæma dagsetningu.“ Tiger vann Opna breska meistaramótið síðast þegar leikið var á Royal Liverpool árið 2006. Það var þriðji sigur hans á Opna breska meistaramótið og síðasta skiptið af þeim þremur. Vísir og iGolf.is hafa tekið höndum saman í umfjöllum um Golf. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira