Segir mál Ghasems lýsandi fyrir stöðu hælisleitenda 28. apríl 2014 13:20 vísir/stefán Um þrjú hundruð manns hafa skrifað undir áskorun þessa efnis að hælisumsókn Ghasem Mohammadi fái efnislega meðferð hér á landi. Ghasem hefur nú verið í hungurverkfalli í rúma viku en efnt var til samstöðufundar fyrir framan Innanríkisráðuneytið í morgun. Ghasem, sem er fæddur í Afganistan, var fluttur á sjúkrahús í gærmorgun en hann var þá orðinn mjög máttvana eftir hungurverkfallið sem staðið hefur yfir í átta daga. Hann sótti um pólitískt hæli hér á landi árið 2012 en umsókninni var hafnað á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. Ghasem áfrýjaði málinu til Innanríkisráðuneytisins og bíður enn eftir úrskurði.vísir/stefánBenjamín Júlían er talsmaður undirskriftarlistans en hann segir að málefni hælisleitenda hér á landi séu í miklum ólestri. „Núna í viku hefur Ghasem verið í hungur- og þorstaverkfalli og hann lifir enn vegna þess að honum hefur tvisvar sinnum verið skutlað á sjúkrahús þar sem hann hefur fengið blóðvökva í æð. Hans mál eins og margra hælisleitenda á Íslandi er í miklum ólestri. Hann þarf að fá efnislega málsmeðferð á Íslandi til að hælisumsóknin hans njóti sanngjarnar áheyrnar,“ segir Benjamín.Hvað finnst ykkur um viðbrögð hins opinbera í þessu máli? „Þau hafa ekki verið nein og er þess vegna ekki hægt að tala um mikil viðbrögð en það er svosem alveg í samræmi við málsmeðferðina hans hingað til. Hann hefur verið hérna í tvö ár en hefur ekki fengið nema eitt viðtal þar sem honum var tjáð að hann myndi ekki fá hæli hér á Íslandi vegna þess að Svíþjóð var búið að hafna honum og þess vegna þyrfti Ísland ekki að hlusta á söguna.“ Efnt var til samstöðufundar fyrir framan innanríkisráðuneytið í morgun vegna málsins.Þetta mál, er það lýsandi að þínu mati fyrir stöðu hælisleitenda hér á landi? „Þetta er mjög lýsandi. Eini munurinn er að hann hefur farið í hungur- og þorstaverkfall. Margir aðrir hælisleitendur hafa tekið til örþrifaráða. Þó nokkrir hafa framið sjálfsmorð á Íslandi. “vísir/stefánvísir/stefán Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Sjá meira
Um þrjú hundruð manns hafa skrifað undir áskorun þessa efnis að hælisumsókn Ghasem Mohammadi fái efnislega meðferð hér á landi. Ghasem hefur nú verið í hungurverkfalli í rúma viku en efnt var til samstöðufundar fyrir framan Innanríkisráðuneytið í morgun. Ghasem, sem er fæddur í Afganistan, var fluttur á sjúkrahús í gærmorgun en hann var þá orðinn mjög máttvana eftir hungurverkfallið sem staðið hefur yfir í átta daga. Hann sótti um pólitískt hæli hér á landi árið 2012 en umsókninni var hafnað á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. Ghasem áfrýjaði málinu til Innanríkisráðuneytisins og bíður enn eftir úrskurði.vísir/stefánBenjamín Júlían er talsmaður undirskriftarlistans en hann segir að málefni hælisleitenda hér á landi séu í miklum ólestri. „Núna í viku hefur Ghasem verið í hungur- og þorstaverkfalli og hann lifir enn vegna þess að honum hefur tvisvar sinnum verið skutlað á sjúkrahús þar sem hann hefur fengið blóðvökva í æð. Hans mál eins og margra hælisleitenda á Íslandi er í miklum ólestri. Hann þarf að fá efnislega málsmeðferð á Íslandi til að hælisumsóknin hans njóti sanngjarnar áheyrnar,“ segir Benjamín.Hvað finnst ykkur um viðbrögð hins opinbera í þessu máli? „Þau hafa ekki verið nein og er þess vegna ekki hægt að tala um mikil viðbrögð en það er svosem alveg í samræmi við málsmeðferðina hans hingað til. Hann hefur verið hérna í tvö ár en hefur ekki fengið nema eitt viðtal þar sem honum var tjáð að hann myndi ekki fá hæli hér á Íslandi vegna þess að Svíþjóð var búið að hafna honum og þess vegna þyrfti Ísland ekki að hlusta á söguna.“ Efnt var til samstöðufundar fyrir framan innanríkisráðuneytið í morgun vegna málsins.Þetta mál, er það lýsandi að þínu mati fyrir stöðu hælisleitenda hér á landi? „Þetta er mjög lýsandi. Eini munurinn er að hann hefur farið í hungur- og þorstaverkfall. Margir aðrir hælisleitendur hafa tekið til örþrifaráða. Þó nokkrir hafa framið sjálfsmorð á Íslandi. “vísir/stefánvísir/stefán
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Sjá meira