Almenn sátt um óbreytt ástand Friðrika Benónýsdóttir skrifar 28. apríl 2014 10:00 Fimm vikum fyrir kjördag í sveitarstjórnarkosningum fer lítið fyrir kosningabaráttu flokkanna í Reykjavík. Það virðist ríkja nokkuð almenn ánægja með núverandi meirihluta og vandræðagangur Framsóknarmanna við að berja saman frambærilegan lista vekur frekar vorkunn en áhuga. Meirihluti Reykvíkinga vill að Dagur B. Eggertsson taki við borgarstjórastólnum af Jóni Gnarr og til þess að svo megi verða virðist alls konar fólk tilbúið til að kjósa Samfylkinguna, þótt það hafi ekki gert það áður. Óbreytt ástand virðist vera efst á óskalista reykvískra kjósenda sem bendir til að öllum að óvörum hafi stórsigur Besta flokksins í síðustu kosningum ekki verið bundinn við persónufylgi Jóns Gnarr og uppreisn gegn ríkjandi flokkakerfi heldur krafa um nýja nálgun á borgarmálefnin, krafa sem flokkurinn tók alvarlega og stóð undir, sem skilar sér í góðri stöðu hans – eða afsprengis hans undir nafni Bjartrar framtíðar – þegar gengið er til kosninga fjórum árum síðar. Fylgi flokka í sveitarstjórnarkosningum er kannski ekki raunhæfur mælikvarði á fylgi þeirra í alþingiskosningum, þar sem ákveðin málefni skipta oft meira máli en stjórnmálaskoðanir í vali á þeim sem í borgar- og bæjarstjórnum sitja, en engu að síður hlýtur staðan í skoðanakönnunum að vera ríkisstjórnarflokkunum áhyggjuefni. Ári eftir stórsigur Framsóknarflokksins í kosningum til Alþingis mælist hann með á bilinu tveggja til þriggja prósenta fylgi í Reykjavík og þótt forystusauður listans, Óskar Bergsson, hafi stigið til hliðar og tekið á sig sökina á fylgisskortinum þá virðist ekki líklegt að nýr listi nái að hífa fylgið mikið upp, allra síst þar sem fullkomin óeining virðist ríkja innan flokksins um það hvernig hann eigi að vera skipaður. Það er ekki traustvekjandi fyrir kjósendur að korteri í kjördag standi enn yfir æðisgengin leit að frambærilegum kandídat til að leiða flokk forsætisráðherra í kosningum til borgarstjórnar. Í herbúðum Sjálfstæðismanna er ástandið heldur ekkert glæsilegt en kosningabarátta þeirra hefur verið nánast ósýnileg hinum almenna kjósenda og ekki líkur á að það breytist mikið á þessum fimm vikum. Þeir geta reiknað með sínu tuttugu og fimm prósenta fylgi og miðað við hversu lítið ber á frambjóðendum þeirra virðast þeir ekki einu sinni ætla að reyna að höfða til fleiri kjósenda. Það er einhver máttleysislegur uppgjafarbragur á allri framgöngu Sjálfstæðismanna í aðdraganda borgarstjórnarkosninga, enda alvarlegri mál að hafa áhyggjur af með stofnun nýs hægri flokks hangandi yfir hausamótunum flokksins. Það eru því allar líkur á að Reykvíkingar búi áfram við stjórn Samfylkingar og Besta flokksins/Bjartrar framtíðar næstu fjögur árin, enda bendir nákvæmlega ekkert til þess að meirihluti borgarbúa hafi áhuga á að breyta þeirri skipan mála. Það hlýtur að teljast nokkuð eindreginn sigur sprellframboðsins frá því fyrir fjórum árum og þeir sem hæst höfðu um hversu lélegt það grín væri sitja nú eftir með sárt ennið og eru sjálfir stærsti brandarinn. Það er nefnilega merkilegt hvað grínið er orðið alvarlegt og alvaran mikið grín.Viltu koma skoðun á framfæri í aðdraganda kosninga? Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi í þokkalegri upplausn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Sjá meira
Fimm vikum fyrir kjördag í sveitarstjórnarkosningum fer lítið fyrir kosningabaráttu flokkanna í Reykjavík. Það virðist ríkja nokkuð almenn ánægja með núverandi meirihluta og vandræðagangur Framsóknarmanna við að berja saman frambærilegan lista vekur frekar vorkunn en áhuga. Meirihluti Reykvíkinga vill að Dagur B. Eggertsson taki við borgarstjórastólnum af Jóni Gnarr og til þess að svo megi verða virðist alls konar fólk tilbúið til að kjósa Samfylkinguna, þótt það hafi ekki gert það áður. Óbreytt ástand virðist vera efst á óskalista reykvískra kjósenda sem bendir til að öllum að óvörum hafi stórsigur Besta flokksins í síðustu kosningum ekki verið bundinn við persónufylgi Jóns Gnarr og uppreisn gegn ríkjandi flokkakerfi heldur krafa um nýja nálgun á borgarmálefnin, krafa sem flokkurinn tók alvarlega og stóð undir, sem skilar sér í góðri stöðu hans – eða afsprengis hans undir nafni Bjartrar framtíðar – þegar gengið er til kosninga fjórum árum síðar. Fylgi flokka í sveitarstjórnarkosningum er kannski ekki raunhæfur mælikvarði á fylgi þeirra í alþingiskosningum, þar sem ákveðin málefni skipta oft meira máli en stjórnmálaskoðanir í vali á þeim sem í borgar- og bæjarstjórnum sitja, en engu að síður hlýtur staðan í skoðanakönnunum að vera ríkisstjórnarflokkunum áhyggjuefni. Ári eftir stórsigur Framsóknarflokksins í kosningum til Alþingis mælist hann með á bilinu tveggja til þriggja prósenta fylgi í Reykjavík og þótt forystusauður listans, Óskar Bergsson, hafi stigið til hliðar og tekið á sig sökina á fylgisskortinum þá virðist ekki líklegt að nýr listi nái að hífa fylgið mikið upp, allra síst þar sem fullkomin óeining virðist ríkja innan flokksins um það hvernig hann eigi að vera skipaður. Það er ekki traustvekjandi fyrir kjósendur að korteri í kjördag standi enn yfir æðisgengin leit að frambærilegum kandídat til að leiða flokk forsætisráðherra í kosningum til borgarstjórnar. Í herbúðum Sjálfstæðismanna er ástandið heldur ekkert glæsilegt en kosningabarátta þeirra hefur verið nánast ósýnileg hinum almenna kjósenda og ekki líkur á að það breytist mikið á þessum fimm vikum. Þeir geta reiknað með sínu tuttugu og fimm prósenta fylgi og miðað við hversu lítið ber á frambjóðendum þeirra virðast þeir ekki einu sinni ætla að reyna að höfða til fleiri kjósenda. Það er einhver máttleysislegur uppgjafarbragur á allri framgöngu Sjálfstæðismanna í aðdraganda borgarstjórnarkosninga, enda alvarlegri mál að hafa áhyggjur af með stofnun nýs hægri flokks hangandi yfir hausamótunum flokksins. Það eru því allar líkur á að Reykvíkingar búi áfram við stjórn Samfylkingar og Besta flokksins/Bjartrar framtíðar næstu fjögur árin, enda bendir nákvæmlega ekkert til þess að meirihluti borgarbúa hafi áhuga á að breyta þeirri skipan mála. Það hlýtur að teljast nokkuð eindreginn sigur sprellframboðsins frá því fyrir fjórum árum og þeir sem hæst höfðu um hversu lélegt það grín væri sitja nú eftir með sárt ennið og eru sjálfir stærsti brandarinn. Það er nefnilega merkilegt hvað grínið er orðið alvarlegt og alvaran mikið grín.Viltu koma skoðun á framfæri í aðdraganda kosninga? Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi í þokkalegri upplausn.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar