Vonar að bið eftir krufningum styttist Brjánn Jónasson skrifar 28. apríl 2014 09:23 Lögreglumenn skiptust á skotum við 59 ára mann í Hraunbænum í desember. Lögreglumenn skutu manninn að endingu til bana. Fréttablaðið/vilhelm Ríkissaksóknari hefur enn ekki fengið krufningarskýrslu frá réttarmeinafræðingi vegna rannsóknar embættisins á atviki í Hraunbæ í desember þar sem lögreglumenn skutu mann til bana. Rannsóknin er þrátt fyrir það langt komin og má búast við niðurstöðu innan nokkurra vikna, segir Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Hún segir að undanfarin ár hafi verið talsvert löng bið eftir krufningarskýrslum þar sem réttarmeinafræðingurinn sem hefur sinnt þeim er þýskur og hefur ekki búið hér á landi, auk þess sem hann hefur haft önnur verkefni á sinni könnu. „Þessi bið er og hefur verið bagaleg,“ segir Sigríður. Hún segir þetta standa til bóta, enda hafi nýr réttarmeinafræðingur búsettur hér á landi tekið við keflinu. „Ég vona að gerð krufningarskýrslna taki styttri tíma í framtíðinni.“ Þýski réttarmeinafræðingurinn var þó enn við störf þegar maðurinn í Hraunbæ lést, og þarf hann því að klára sína skýrslu um krufninguna. „Mér skilst að skýrslan sé við það að líta dagsins ljós,“ segir Sigríður. Ríkissaksóknari rannsakar hvort aðgerðir lögreglu í og við Hraunbæ 20 þann 2. desember síðastliðinn hafi verið í samræmi við lög og verklagsreglur lögreglu um beitingu skotvopna. Lögreglumenn skutu til bana 59 ára karlmann sem hafði skipst á skotum við lögreglu og meðal annars hæft hjálm eins lögreglumanns. Maðurinn hafði átt við geðræn vandamál að stríða. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur enn ekki fengið krufningarskýrslu frá réttarmeinafræðingi vegna rannsóknar embættisins á atviki í Hraunbæ í desember þar sem lögreglumenn skutu mann til bana. Rannsóknin er þrátt fyrir það langt komin og má búast við niðurstöðu innan nokkurra vikna, segir Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Hún segir að undanfarin ár hafi verið talsvert löng bið eftir krufningarskýrslum þar sem réttarmeinafræðingurinn sem hefur sinnt þeim er þýskur og hefur ekki búið hér á landi, auk þess sem hann hefur haft önnur verkefni á sinni könnu. „Þessi bið er og hefur verið bagaleg,“ segir Sigríður. Hún segir þetta standa til bóta, enda hafi nýr réttarmeinafræðingur búsettur hér á landi tekið við keflinu. „Ég vona að gerð krufningarskýrslna taki styttri tíma í framtíðinni.“ Þýski réttarmeinafræðingurinn var þó enn við störf þegar maðurinn í Hraunbæ lést, og þarf hann því að klára sína skýrslu um krufninguna. „Mér skilst að skýrslan sé við það að líta dagsins ljós,“ segir Sigríður. Ríkissaksóknari rannsakar hvort aðgerðir lögreglu í og við Hraunbæ 20 þann 2. desember síðastliðinn hafi verið í samræmi við lög og verklagsreglur lögreglu um beitingu skotvopna. Lögreglumenn skutu til bana 59 ára karlmann sem hafði skipst á skotum við lögreglu og meðal annars hæft hjálm eins lögreglumanns. Maðurinn hafði átt við geðræn vandamál að stríða.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira