Segja grenitré á Íslandi orðin nógu stór til að verða jólatré Kristján Már Unnarsson skrifar 8. apríl 2014 19:45 Fjölmennasti viðburður í boðun jólanna á Íslandi, tendrun ljósanna á Oslóartrénu á Austurvelli, kann að heyra sögunni til. Borgarstjóri Oslóar segist ætla að hætta að gefa Reykvíkingum jólatré. Í 63 ár hefur þetta verið stærsti viðburður á aðventunni í Reykjavík, þúsundir manna mæta jafnan til að fylgjast með því þegar ljósin eru tendruð á Oslóartrénu á Austurvelli. Því bregður mörgum í brún þegar boðað er á að gjöfin verði skorin niður. Reykjavík og Rotterdam hafa trúlega fengið síðasta jólatréð að gjöf, segir Aftenposten. Þannig sparast 180 þúsund norskar krónur eða 3,4 milljónir íslenskra. Ekki er nefnd sú ástæða að jólatréð hafi verið brennt í búsáhaldabyltingunni árið 2009. Heldur sagt að það sé of dýrt, flókið og lítið umhverfisvænt að senda stærðar jólatré um langan veg. Viðbrögðin hérlendis hafa ekki látið á sér standa. „Ætlum að heyra í frændum okkar og vinum í Noregi,“ sagði aðstoðarmaður Jóns Gnarr borgarstjóra. „Vinátta Norðmanna við Ísland er ekki einu sinni eins jólatrés virði,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, og sagði þetta bætast við það hvernig Norðmenn og Færeyingar fóru með Ísland í makríldeilunni. Ráðamenn Oslóar benda reyndar á að Íslendingar hafi verið duglegir að planta trjám og eigi orðið sjálfir nægilega stór grenitré, sem skorti árið 1951. Borgarstjóri Oslóar segist vilja ræða við starfsbróður sinn í Reykjavík um að finna aðra leið til að viðhalda þessari gleðilegu jólahefð. Það gæti því orðið síðasta áskorun Jóns Gnarr í embætti að bjarga jólunum í Reykjavík. Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Sjá meira
Fjölmennasti viðburður í boðun jólanna á Íslandi, tendrun ljósanna á Oslóartrénu á Austurvelli, kann að heyra sögunni til. Borgarstjóri Oslóar segist ætla að hætta að gefa Reykvíkingum jólatré. Í 63 ár hefur þetta verið stærsti viðburður á aðventunni í Reykjavík, þúsundir manna mæta jafnan til að fylgjast með því þegar ljósin eru tendruð á Oslóartrénu á Austurvelli. Því bregður mörgum í brún þegar boðað er á að gjöfin verði skorin niður. Reykjavík og Rotterdam hafa trúlega fengið síðasta jólatréð að gjöf, segir Aftenposten. Þannig sparast 180 þúsund norskar krónur eða 3,4 milljónir íslenskra. Ekki er nefnd sú ástæða að jólatréð hafi verið brennt í búsáhaldabyltingunni árið 2009. Heldur sagt að það sé of dýrt, flókið og lítið umhverfisvænt að senda stærðar jólatré um langan veg. Viðbrögðin hérlendis hafa ekki látið á sér standa. „Ætlum að heyra í frændum okkar og vinum í Noregi,“ sagði aðstoðarmaður Jóns Gnarr borgarstjóra. „Vinátta Norðmanna við Ísland er ekki einu sinni eins jólatrés virði,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, og sagði þetta bætast við það hvernig Norðmenn og Færeyingar fóru með Ísland í makríldeilunni. Ráðamenn Oslóar benda reyndar á að Íslendingar hafi verið duglegir að planta trjám og eigi orðið sjálfir nægilega stór grenitré, sem skorti árið 1951. Borgarstjóri Oslóar segist vilja ræða við starfsbróður sinn í Reykjavík um að finna aðra leið til að viðhalda þessari gleðilegu jólahefð. Það gæti því orðið síðasta áskorun Jóns Gnarr í embætti að bjarga jólunum í Reykjavík.
Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Sjá meira