„Við vorum bara að framfylgja hans vilja" Hrund Þórsdóttir skrifar 8. apríl 2014 20:00 Eins og Stöð 2 og Vísir hafa sagt frá áður liggur fyrir Alþingi frumvarp um ætlað samþykki til líffæragjafa, en með því verður látinn einstaklingur sjálfkrafa gjafi nema hann hafi lýst öðru yfir. Aðstandendur hafa þó lokaorðið. Markmiðið er að fjölga gjöfum en í nýju áliti velferðarnefndar er lagst gegn hugmyndinni. „Breyting á löggjöfinni ein og sér dugar ekki til að ná markmiðum frumvarpsins, það er að fjölga líffæragjöfum úr látnum einstaklingum. Það sanna dæmi frá öðrum löndum,“ segir Þórunn Egilsdóttir, varaformaður velferðarnefndar og flutningsmaður nefndarálitsins. „Það þarf miklu meira að fylgja með svo við náum þessu markmiði og við leggjum áherslu á að það náist með aukinni fræðslu, upplýsingu, þjálfun og svo framvegis.“ Nefndin styður hins vegar tillögu aðstandenda Skarphéðins Andra Kristjánssonar, sem lést í bílslysi í janúar en bjargaði fimm mannslífum með líffæragjöf sinni, um að 29. janúar verði gerður að degi líffæragjafa. Þann dag gaf Skarphéðinn hina stóru gjöf og þá hófst umræða um líffæragjöf hans, með viðtali á Stöð 2. Foreldrar hans vilja opna umræðu um líffæragjafir. „Við vitum aldrei hvenær eitthvað kemur fyrir en þá er ofboðslega gott að vera með þetta á hreinu,“ segir Steinunn Rósa Einarsdóttir, móðir Skarphéðins Andra. Hvernig er ykkar reynsla af þessu líffæragjafarferli? „Mjög góð,“ segir Steinunn og faðir Skarphéðins Andra, Kristján Ingólfsson, tekur undir. „Þetta er bara ljós í myrkrinu, maður hefur þarna smá ljós á móti öllu myrkrinu.“ Þannig að það hefur ekki verið erfitt fyrir ykkur að taka þessi skref? „Nei, ekki fyrst hann var búinn að taka ákvörðunina sjálfur,“ segir Steinunn. „Við vorum bara að framfylgja hans vilja,“ bætir Kristján við. Þau hvetja loks alla til að ræða líffæragjafir opinskátt við fólk í sínu umhverfi. „Og taka afstöðu, hver sem hún er,“ segir Steinunn að lokum. Tengdar fréttir Þriðjungur hafnar líffæragjöf: "Kerfið er óboðlegt og varla siðlegt" 80 til 90 prósent Íslendinga vilja gefa líffæri sín eftir andlát sitt en aðstandendur hafna líffæragjöf í þriðjungi tilfella. Líffæragjafakerfið sem nú er við lýði á Íslandi er óboðlegt og varla siðlegt, segir siðfræðingur sem fjallað hefur um ætlað samþykki. Hann lenti í vandræðum þegar hann ætlaði sjálfur að gerast líffæragjafi. 31. janúar 2014 20:00 Umfjöllun um líffæragjafir: Ættingjar þurfi ekki að taka erfiða ákvörðun á sorgarstundu Mikilvægt er að tryggja fleiri líffæragjafa og ein leið til þess er svokallað krafið svar, þar sem fólk skráir afstöðu sína til líffæragjafa til dæmis í ökuskírteini. Velferðarnefnd sagði nauðsynlegt að skoða þessa leið en það hefur þó ekki verið formlega gert. 6. febrúar 2014 20:00 "Það hjálpar okkur í gegnum sorgina að hjarta hans slær áfram“ Sex koma til með að lifa vegna líffæragjafa Skarphéðins Andra Kristjánssonar, 18 ára karlmanns sem lést á gjörgæslu Landspítalans í gær, en hann lenti í bílslysi 12. janúar síðastliðinn. Fjölskylda Skarphéðins segir hann alltaf hafa verið staðráðinn í að gefa líffæri sín, ef til þess kæmi. 29. janúar 2014 18:29 Líffæraskortur á Íslandi: Getum ekki vænst þess að fá þau líffæri sem við þurfum Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 20:00 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Eins og Stöð 2 og Vísir hafa sagt frá áður liggur fyrir Alþingi frumvarp um ætlað samþykki til líffæragjafa, en með því verður látinn einstaklingur sjálfkrafa gjafi nema hann hafi lýst öðru yfir. Aðstandendur hafa þó lokaorðið. Markmiðið er að fjölga gjöfum en í nýju áliti velferðarnefndar er lagst gegn hugmyndinni. „Breyting á löggjöfinni ein og sér dugar ekki til að ná markmiðum frumvarpsins, það er að fjölga líffæragjöfum úr látnum einstaklingum. Það sanna dæmi frá öðrum löndum,“ segir Þórunn Egilsdóttir, varaformaður velferðarnefndar og flutningsmaður nefndarálitsins. „Það þarf miklu meira að fylgja með svo við náum þessu markmiði og við leggjum áherslu á að það náist með aukinni fræðslu, upplýsingu, þjálfun og svo framvegis.“ Nefndin styður hins vegar tillögu aðstandenda Skarphéðins Andra Kristjánssonar, sem lést í bílslysi í janúar en bjargaði fimm mannslífum með líffæragjöf sinni, um að 29. janúar verði gerður að degi líffæragjafa. Þann dag gaf Skarphéðinn hina stóru gjöf og þá hófst umræða um líffæragjöf hans, með viðtali á Stöð 2. Foreldrar hans vilja opna umræðu um líffæragjafir. „Við vitum aldrei hvenær eitthvað kemur fyrir en þá er ofboðslega gott að vera með þetta á hreinu,“ segir Steinunn Rósa Einarsdóttir, móðir Skarphéðins Andra. Hvernig er ykkar reynsla af þessu líffæragjafarferli? „Mjög góð,“ segir Steinunn og faðir Skarphéðins Andra, Kristján Ingólfsson, tekur undir. „Þetta er bara ljós í myrkrinu, maður hefur þarna smá ljós á móti öllu myrkrinu.“ Þannig að það hefur ekki verið erfitt fyrir ykkur að taka þessi skref? „Nei, ekki fyrst hann var búinn að taka ákvörðunina sjálfur,“ segir Steinunn. „Við vorum bara að framfylgja hans vilja,“ bætir Kristján við. Þau hvetja loks alla til að ræða líffæragjafir opinskátt við fólk í sínu umhverfi. „Og taka afstöðu, hver sem hún er,“ segir Steinunn að lokum.
Tengdar fréttir Þriðjungur hafnar líffæragjöf: "Kerfið er óboðlegt og varla siðlegt" 80 til 90 prósent Íslendinga vilja gefa líffæri sín eftir andlát sitt en aðstandendur hafna líffæragjöf í þriðjungi tilfella. Líffæragjafakerfið sem nú er við lýði á Íslandi er óboðlegt og varla siðlegt, segir siðfræðingur sem fjallað hefur um ætlað samþykki. Hann lenti í vandræðum þegar hann ætlaði sjálfur að gerast líffæragjafi. 31. janúar 2014 20:00 Umfjöllun um líffæragjafir: Ættingjar þurfi ekki að taka erfiða ákvörðun á sorgarstundu Mikilvægt er að tryggja fleiri líffæragjafa og ein leið til þess er svokallað krafið svar, þar sem fólk skráir afstöðu sína til líffæragjafa til dæmis í ökuskírteini. Velferðarnefnd sagði nauðsynlegt að skoða þessa leið en það hefur þó ekki verið formlega gert. 6. febrúar 2014 20:00 "Það hjálpar okkur í gegnum sorgina að hjarta hans slær áfram“ Sex koma til með að lifa vegna líffæragjafa Skarphéðins Andra Kristjánssonar, 18 ára karlmanns sem lést á gjörgæslu Landspítalans í gær, en hann lenti í bílslysi 12. janúar síðastliðinn. Fjölskylda Skarphéðins segir hann alltaf hafa verið staðráðinn í að gefa líffæri sín, ef til þess kæmi. 29. janúar 2014 18:29 Líffæraskortur á Íslandi: Getum ekki vænst þess að fá þau líffæri sem við þurfum Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 20:00 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Þriðjungur hafnar líffæragjöf: "Kerfið er óboðlegt og varla siðlegt" 80 til 90 prósent Íslendinga vilja gefa líffæri sín eftir andlát sitt en aðstandendur hafna líffæragjöf í þriðjungi tilfella. Líffæragjafakerfið sem nú er við lýði á Íslandi er óboðlegt og varla siðlegt, segir siðfræðingur sem fjallað hefur um ætlað samþykki. Hann lenti í vandræðum þegar hann ætlaði sjálfur að gerast líffæragjafi. 31. janúar 2014 20:00
Umfjöllun um líffæragjafir: Ættingjar þurfi ekki að taka erfiða ákvörðun á sorgarstundu Mikilvægt er að tryggja fleiri líffæragjafa og ein leið til þess er svokallað krafið svar, þar sem fólk skráir afstöðu sína til líffæragjafa til dæmis í ökuskírteini. Velferðarnefnd sagði nauðsynlegt að skoða þessa leið en það hefur þó ekki verið formlega gert. 6. febrúar 2014 20:00
"Það hjálpar okkur í gegnum sorgina að hjarta hans slær áfram“ Sex koma til með að lifa vegna líffæragjafa Skarphéðins Andra Kristjánssonar, 18 ára karlmanns sem lést á gjörgæslu Landspítalans í gær, en hann lenti í bílslysi 12. janúar síðastliðinn. Fjölskylda Skarphéðins segir hann alltaf hafa verið staðráðinn í að gefa líffæri sín, ef til þess kæmi. 29. janúar 2014 18:29
Líffæraskortur á Íslandi: Getum ekki vænst þess að fá þau líffæri sem við þurfum Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 20:00