Innlent

Fær rúmar sjö milljónir endurgreiddar frá ríkinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Listaverkið (til vinstri) og Leifur Breiðfjörð.
Listaverkið (til vinstri) og Leifur Breiðfjörð. Vísir/Stefán
Íslenska ríkið þarf að endurgreiða listamanninum Leifi Breiðfjörð rúmar sjö milljónir króna auk dráttarvaxta fjögur ár aftur í tímann.

Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem kvað upp dóm sinn í máli Leifs gegn ríkinu í dag. Málið höfðaði Leifur vegna virðisaukaskatts sem hann þurfti að reiða fram, 7,4 milljónir króna árið 2010, þegar listaverk hans var flutt til landsins.

Forsaga málsins er sú að fyrir 25 árum hóf söfnuður Hallgrímskirkju að afla fjár fyrir kaupum á listaverki sem nota átti meðal annars sem hurð í kirkjunni. Leifur var fenginn til verksins.

Leifur flutti hluta af verkinu til landsins í eigin nafni frá Þýskalandi í ársbyrjun 2010. Þar sem um hurðir var að ræða hafnaði tollstjóri að flokka þær sem listaverk. Þurfti Leifur því að greiða virðisaukaskatt.

Í rökstuðningi sínum fyrir dómi óskaði Leifur eftir því að ríkið tilgreindi hvort hurðirnar á Seðlabankanum og Fossvogskirkju hefðu verið tollaðar sem listaverk á sínum tíma. Þeirri beiðni hafnaði lögmaður ríkisins.


Tengdar fréttir

Deilt um hurðir í Hallgrímskirkju

Listamaðurinn Leifur Breiðfjörð hefur höfðað mál á hendur fjármála- og efnahagsráðuneytinu sem telja bronshurðir hans vera smíðavörur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×