Klara spáði rétt fyrir um gosið: „Ég er bara næm“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 23. ágúst 2014 18:19 Klara Tryggvadóttir virðist hafa haft rétt fyrir sér. Klara Tryggvadóttir, frá Vestmannaeyjum, virðist hafa haft rétt fyrir sér þegar hún spáði því að gosið sem beðið hefur verið eftir myndi hefjast í dag. Klara var í viðtali á Pressunni í vikunni og þar sagði hún að hana hefði dreymt að gosið myndi hefjast í dag og nefndi þar tvær tímasetningar, klukkan 7 að morgni eða 11 að kvöldi til. Klara er sögð mjög berdreymin og segist áður hafa dreymt um náttúruhamfarir; draumar sem svo hafi orðið að veruleika. Í samtali við Vísi segir Klara að svo virðist sem að draumurinn sé að rætast, þó svo að tímasetningin hafi ekki alveg stemmt. „Já, þetta virðist ætla að hitta svona á. Tímasetningin er þó óljós, enda er ekki víst að gosið sé alveg hafið, það er erfitt að segja til um það.“En hvernig koma þessar upplýsingar til þín í draumi? „Mig dreymdi gosið og svo dreymdi mig sama fólkið aftur og aftur alla nóttina. Þannig fékk ég tímasetningarnar. Ég hef óskað þess, þegar ég fer að sofa á kvöldin, að ég fái ekki svona upplýsingar, en ég virðist alltaf vera látin vita af svona atburðum.“ Klara segir frá því að hún hafi áður spáð fyrir um upphaf gosa og náttúruhamfara. „Mig dreymdi til dæmis gosið í Eyjum á sínum tíma. Þá var ég búin að segja öllum frá því en enginn hlustaði. Til dæmis sagði afi minn alltaf við mig „hættu þessu bulli stelpa, Helgafellið sefur.“ En svo eftir gosið sagði hann: „Ég hefði betur hlustað á þig stelpuskott.““ Hún segist einnig hafa spáð fyrir um gosið í Eyjafjallajökli, Suðurlandsskjálftana báða auk fleiri náttúruhamfara. Klara segist ekki vita af hverju hún fær þessar upplýsingar til sín. „Ég hef ekki hugmynd um það. Ég er bara næm. Ég er hvorki miðill né spákona. Þetta bara kemur til mín. Ég kæri mig ekki mikið um þessar upplýsingar. Ég myndi frekar vilja vita havða tölur koma upp í lottóinu." Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Klara Tryggvadóttir, frá Vestmannaeyjum, virðist hafa haft rétt fyrir sér þegar hún spáði því að gosið sem beðið hefur verið eftir myndi hefjast í dag. Klara var í viðtali á Pressunni í vikunni og þar sagði hún að hana hefði dreymt að gosið myndi hefjast í dag og nefndi þar tvær tímasetningar, klukkan 7 að morgni eða 11 að kvöldi til. Klara er sögð mjög berdreymin og segist áður hafa dreymt um náttúruhamfarir; draumar sem svo hafi orðið að veruleika. Í samtali við Vísi segir Klara að svo virðist sem að draumurinn sé að rætast, þó svo að tímasetningin hafi ekki alveg stemmt. „Já, þetta virðist ætla að hitta svona á. Tímasetningin er þó óljós, enda er ekki víst að gosið sé alveg hafið, það er erfitt að segja til um það.“En hvernig koma þessar upplýsingar til þín í draumi? „Mig dreymdi gosið og svo dreymdi mig sama fólkið aftur og aftur alla nóttina. Þannig fékk ég tímasetningarnar. Ég hef óskað þess, þegar ég fer að sofa á kvöldin, að ég fái ekki svona upplýsingar, en ég virðist alltaf vera látin vita af svona atburðum.“ Klara segir frá því að hún hafi áður spáð fyrir um upphaf gosa og náttúruhamfara. „Mig dreymdi til dæmis gosið í Eyjum á sínum tíma. Þá var ég búin að segja öllum frá því en enginn hlustaði. Til dæmis sagði afi minn alltaf við mig „hættu þessu bulli stelpa, Helgafellið sefur.“ En svo eftir gosið sagði hann: „Ég hefði betur hlustað á þig stelpuskott.““ Hún segist einnig hafa spáð fyrir um gosið í Eyjafjallajökli, Suðurlandsskjálftana báða auk fleiri náttúruhamfara. Klara segist ekki vita af hverju hún fær þessar upplýsingar til sín. „Ég hef ekki hugmynd um það. Ég er bara næm. Ég er hvorki miðill né spákona. Þetta bara kemur til mín. Ég kæri mig ekki mikið um þessar upplýsingar. Ég myndi frekar vilja vita havða tölur koma upp í lottóinu."
Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira