Innlent

Jökulsárgljúfur rýmt: Einn fjölmennasti dagur ársins á svæðinu

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Veginum að Dettifossi hefur verið lokað.
Veginum að Dettifossi hefur verið lokað. Vísir/Tómas Marshall
Margir ferðamenn eru staddir í Jökulsárgljúfri en síðastliðna tvo klukkutíma hefur lögregla og fleiri aðilar verið að rýma svæðið. Að sögn starfsmanna þjóðgarðsins er þetta einn besti dagurinn í ferðamennsku á svæðinu til þessa. Búið er að loka veginum að Dettifossi. Myndin hér að ofan var tekin á leiðinni að Dettifossi frá Þjóðvegi eitt.

Mikið er af göngu- og hjólafólki vestan megin við Jökulsá og hefur því verið gert að yfirgefa svæðið, vegna ólgunnar undir Dyngjujökli og flóðahættu vegna þess. Rýming á svæðinu á sér stað í báðar áttir; annars vegar í norðurátt að Ásbyrgi og frá Dettifossi.

Upphaflega var gert ráð fyrir því að rýmingin á svæðinu tæki sex klukkutíma og því eru fjórir tímar enn til stefnu til þess að rýma Jökulsárgljúfur. Unnið er að því að rýma svæðin við Vesturdal, Hljóðakletta, Dettifoss og allar gönguleiðir á svæðinu.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×