Brú yfir Kjálkafjörð opnuð fyrir verslunarmannahelgi Kristján Már Unnarsson skrifar 12. júní 2014 20:15 Einn vestfirsku fjarðanna, Kjálkafjörður, er að lokast þessa dagana með vegfyllingu, og það var rétt eins og opnað væri fyrir flóðgátt þegar sjónum var í fyrsta sinn hleypt undir nýju brúna yfir fjörðinn. Hún verður langþráð vegarbót sem vegfarendur fara að njóta eftir sjö vikur eða svo. Fyrir utan jarðgöng er þetta mesta vegagerð sem stendur yfir á Íslandi þessar mundir; að brúa tvo firði á sunnanverðum Vestfjörðum. Með verksamning upp á 2,5 milljarða króna hófu 40 starfsmenn Suðurverks verkið fyrir tveimur árum og þessa dagana er stórum áfanga að ljúka. Síðustu hlössin eru að fara í eins og hálfs kílómetra langa vegfyllingu með mikilli grjótvörn sem lokar Kjálkafirði. Samtímis er grafið frá nýrri eitthundrað metra langri brú, sem reist var á fyllingunni, en þar sem verulega munar á flóði og fjöru kemur þungur straumur um brúaropið. Brúin er þó sögð nægilega löng til að tryggja full vatnsskipti milli sjávarfalla. Já, það er rétt eins og flóðgáttir opnast þegar grafið er frá nýju Kjálkafjarðarbrúnni og nú líka fer að styttast í það að Vestfirðingar og aðrir landsmenn fari að njóta vegbótanna. Gísli Eysteinsson, verkstjóri hjá Suðurverki, segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að stefnt sé að því að opna fyrsta áfangann fyrir verslunarmannahelgi. Þeir Suðurverksmenn stefna að því að innan sjö vikna verði komið bundið slitlag á tíu til tólf kílómetra af þeim sextán sem verkið nær yfir.Sjórinn fossar inn í Kjálkafjörð um leið og mokað er frá nýju brúnni.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Og þá verður ekki langt í næsta áfanga, sem er að ljúka þverun hins fjarðarins, Mjóafjarðar, inn af Kerlingafirði, og steypa gólf á 140 metra langa brú. Sá áfangi verður tekinn í notkun í haust. „Þannig að menn geti nýtt sér þennan veg í vetur” segir Gísli. Þar með verða vegfarendur lausir við 24 kílómetra af lélegum malarvegi, um einn kílómetri þó sennilega látinn bíða til næsta vors, en þá verða um 30 kílómetrar eftir ómalbikaðir á leiðinni milli Patreksfjarðar og Reykjavíkur. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Sjá meira
Einn vestfirsku fjarðanna, Kjálkafjörður, er að lokast þessa dagana með vegfyllingu, og það var rétt eins og opnað væri fyrir flóðgátt þegar sjónum var í fyrsta sinn hleypt undir nýju brúna yfir fjörðinn. Hún verður langþráð vegarbót sem vegfarendur fara að njóta eftir sjö vikur eða svo. Fyrir utan jarðgöng er þetta mesta vegagerð sem stendur yfir á Íslandi þessar mundir; að brúa tvo firði á sunnanverðum Vestfjörðum. Með verksamning upp á 2,5 milljarða króna hófu 40 starfsmenn Suðurverks verkið fyrir tveimur árum og þessa dagana er stórum áfanga að ljúka. Síðustu hlössin eru að fara í eins og hálfs kílómetra langa vegfyllingu með mikilli grjótvörn sem lokar Kjálkafirði. Samtímis er grafið frá nýrri eitthundrað metra langri brú, sem reist var á fyllingunni, en þar sem verulega munar á flóði og fjöru kemur þungur straumur um brúaropið. Brúin er þó sögð nægilega löng til að tryggja full vatnsskipti milli sjávarfalla. Já, það er rétt eins og flóðgáttir opnast þegar grafið er frá nýju Kjálkafjarðarbrúnni og nú líka fer að styttast í það að Vestfirðingar og aðrir landsmenn fari að njóta vegbótanna. Gísli Eysteinsson, verkstjóri hjá Suðurverki, segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að stefnt sé að því að opna fyrsta áfangann fyrir verslunarmannahelgi. Þeir Suðurverksmenn stefna að því að innan sjö vikna verði komið bundið slitlag á tíu til tólf kílómetra af þeim sextán sem verkið nær yfir.Sjórinn fossar inn í Kjálkafjörð um leið og mokað er frá nýju brúnni.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Og þá verður ekki langt í næsta áfanga, sem er að ljúka þverun hins fjarðarins, Mjóafjarðar, inn af Kerlingafirði, og steypa gólf á 140 metra langa brú. Sá áfangi verður tekinn í notkun í haust. „Þannig að menn geti nýtt sér þennan veg í vetur” segir Gísli. Þar með verða vegfarendur lausir við 24 kílómetra af lélegum malarvegi, um einn kílómetri þó sennilega látinn bíða til næsta vors, en þá verða um 30 kílómetrar eftir ómalbikaðir á leiðinni milli Patreksfjarðar og Reykjavíkur.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Sjá meira