Erlent

Þrír rússneskir skriðdrekar inn fyrir landamæri Úkraínu

Randver Kári Randversson skrifar
Úkraínskur skriðdreki í bardaga við aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu.
Úkraínskur skriðdreki í bardaga við aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Vísir/AP
Arsen Avakov, innanríkisráðherra Úkraínu, segir að þrír rússneskir skriðdrekar hafi farið inn fyrir landamæri Úkraínu á áhrifasvæði aðskilnaðarsinna Luhansk-héraði í austurhluta landsins. Úkraínskar hersveitir hafa farið til móts við tvo skriðdrekanna og berjast nú við þá. BBC greinir frá þessu.

Að sögn innanríkisráðherrans fóru rússnesku skriðdrekarnir inn fyrir landamæri Úkraínu í Luhansk-héraði í morgun og héldu til þorpsins Snizhne í Donetsk-héraði. Þaðan héldu tveir þeirra til bæjarins Horlivka þar sem úkraínskar hersveitir réðust á þá.

Samkvæmt rússneskum fjölmiðlum berjast aðskilnaðarsinnar við um 40 skriðdreka úkraínska hersins við þorpið Makarovo, norðan við borgina Luhansk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×