Nói Siríus leitar að smökkurum Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. ágúst 2014 12:54 Sýnishorn af þeim vörum sem smakkararnir þurfa að dæma. MYND/NÓI SIRÍUS Sælgætisframleiðandinn Nói Siríus leitar nú að fólki í svokallaðan bragðpanil þar sem það fær sendar vörur sem fyrirtækið er að þróa. Viðkomandi smakkar vörurnar og gefur þeim einkunnir sem Nói byggir á þegar fyrirtækið ákveður hvort vörurnar verði framleiddar eða ekki. Á undanförnum árum hafa á bilinu 40 til 50 fjölskyldur fengið sendar vörur frá fyrirtækinu til mats og smökkunar en ákveðið var á fundi í stjórn fyrirtækisins í gær að fjölga í hópnum. Nói Siríus auglýsti eftir áhugasömum á Facebook-síðu sinni á ellefta tímanum í dag og viðbrögðin létu ekki á sér standa.514 manns höfðu skráð athugasemd við færsluna þegar einungis 20 mínútur voru liðnar frá birtingu hennar. Fyrirtækið íhugar að bæta þremur einstaklingum við bragðpanilinn og því er framboðið langt umfram eftirspurn. Ljóst er að nammigrísir landsins sjá sér gott til glóðarinnar og af athugasemdunum að dæma er mörgum í mun að detta í lukkupottinn.Vel valdar athugasemdir má sjá hér að neðan „Þið finnið varla meiri nammigrís en mig í þetta verkefni!! er mikið til í að vera með svo plís veljið mig:D“ „Atvinnu nammigrís á ferð! Skal glaður taka þetta að mér“ „Ég hef sinnt þessu starfi á óeigingjarnan hátt í mörg ár og mér finnst algjörlega kominn tími til að þið farið að taka mark á því sem ég segi! Ég býð mig þess vegna fram sem smakkara og mitt fyrsta mál á dagskrá verður að fá ykkur til að gera súkkulaðipoppið varanlegan hluta af Nóa en ekki aðeins í takmörkuðu magni!“ „Uuu hljómar eins og verkefni fyrir súkkulaðikjaft eins og mig Btw þá á maðurinn minn eftir að gera endalaust grín að mér fyrir að hafa kommentað hérna... Kv. Súkkulaðifíkillinn“ „Ég held að þetta sé uppfylling æskudraums, bara að sjá að jobbið sé til annars get ég alveg aðstoðað við þetta enda þekkt fyrir að eyðileggja megranir annarra með gjafmildi á sætindum.“ „Ég býð mig heilshugar fram. Er atvinnu smakkari frá Kjörís hér í den og ligg ekki á skoðunum þegar kemur að mikilvægum málefnum eins og nýju súkkulaði til dæmis. Get sent ykkur ferilskrá og meðmæli.“ „Já þetta starf myndi henta mér svakalega vel! Ég hefði mjög gaman af því að smakka hin ýmsu góðgæti“ Post by Nói Síríus. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Sælgætisframleiðandinn Nói Siríus leitar nú að fólki í svokallaðan bragðpanil þar sem það fær sendar vörur sem fyrirtækið er að þróa. Viðkomandi smakkar vörurnar og gefur þeim einkunnir sem Nói byggir á þegar fyrirtækið ákveður hvort vörurnar verði framleiddar eða ekki. Á undanförnum árum hafa á bilinu 40 til 50 fjölskyldur fengið sendar vörur frá fyrirtækinu til mats og smökkunar en ákveðið var á fundi í stjórn fyrirtækisins í gær að fjölga í hópnum. Nói Siríus auglýsti eftir áhugasömum á Facebook-síðu sinni á ellefta tímanum í dag og viðbrögðin létu ekki á sér standa.514 manns höfðu skráð athugasemd við færsluna þegar einungis 20 mínútur voru liðnar frá birtingu hennar. Fyrirtækið íhugar að bæta þremur einstaklingum við bragðpanilinn og því er framboðið langt umfram eftirspurn. Ljóst er að nammigrísir landsins sjá sér gott til glóðarinnar og af athugasemdunum að dæma er mörgum í mun að detta í lukkupottinn.Vel valdar athugasemdir má sjá hér að neðan „Þið finnið varla meiri nammigrís en mig í þetta verkefni!! er mikið til í að vera með svo plís veljið mig:D“ „Atvinnu nammigrís á ferð! Skal glaður taka þetta að mér“ „Ég hef sinnt þessu starfi á óeigingjarnan hátt í mörg ár og mér finnst algjörlega kominn tími til að þið farið að taka mark á því sem ég segi! Ég býð mig þess vegna fram sem smakkara og mitt fyrsta mál á dagskrá verður að fá ykkur til að gera súkkulaðipoppið varanlegan hluta af Nóa en ekki aðeins í takmörkuðu magni!“ „Uuu hljómar eins og verkefni fyrir súkkulaðikjaft eins og mig Btw þá á maðurinn minn eftir að gera endalaust grín að mér fyrir að hafa kommentað hérna... Kv. Súkkulaðifíkillinn“ „Ég held að þetta sé uppfylling æskudraums, bara að sjá að jobbið sé til annars get ég alveg aðstoðað við þetta enda þekkt fyrir að eyðileggja megranir annarra með gjafmildi á sætindum.“ „Ég býð mig heilshugar fram. Er atvinnu smakkari frá Kjörís hér í den og ligg ekki á skoðunum þegar kemur að mikilvægum málefnum eins og nýju súkkulaði til dæmis. Get sent ykkur ferilskrá og meðmæli.“ „Já þetta starf myndi henta mér svakalega vel! Ég hefði mjög gaman af því að smakka hin ýmsu góðgæti“ Post by Nói Síríus.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira