Skrá ekki skipin á Íslandi Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 21. ágúst 2014 13:00 Það væri ekki eftir reglubókinni að segja að Helgafellið væri hér á leið til heimahafnar því skipið er skráð í Þórshöfn. Nú er verið að reyna að lokka það, sem og önnur skip, til íslenskrar heimahafnar. Vísir/GVA Einungis tvö skip sem uppfylla kröfur um kaupskip eru á íslensku skipaskránni þrátt fyrir að árið 2007 hafi lögum verið breytt í því skyni að stuðla að skráningu kaupskipa á Íslandi. Starfshópur á vegum fjármálaráðuneytisins kannar nú hvort útfæra megi lagaumhverfi í kringum skráningu kaupskipa á Íslandi með þeim hætti að Ísland verði samkeppnishæft á alþjóðavettvangi á sviði kaupskipaútgerðar. Hann tók til starfa í þessum mánuði og mun ljúka störfum í desember næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu skal starfshópurinn sérstaklega beina sjónum sínum að því hvernig umhverfi fyrir skráningu skipa hérlendis er fyrir skip sem koma að starfsemi vegna olíuleitar á landgrunni Íslands. Ekki fékkst svar við því hjá fjármálaráðuneytinu hversu miklar fjárhæðir fælust í þeim ávinningi fyrir ríkissjóð ef íslenski kaupskipaflotinn fengist á íslensku skipaskrána. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hugðist Fáfnir Offshore skrá skip sitt í Fjarðabyggð en síðar komist að því að slíkt gerði það að verkum að skipið yrði ekki samkeppnishæft við nágrannaþjóðir eins og Færeyinga. Steingrímur Erlingsson, framkvæmdastjóri Fáfnis Offshore, sagði í samtali við Fréttablaðið að hann fagnaði því að yfirvöld hefðu hafið þessa vinnu. Færeyingar eru einmitt að skjóta okkur ref fyrir rass í þessum efnum en þar í landi eru til dæmis Samskipafleyin Arnarfell og Helgafell skráð. „Almennt séð eru Samskip fylgjandi því að gera skráningar kaupskipa mögulegar á Íslandi,“ segir Anna Guðný Aradóttir, forstöðumaður markaðs- og samskiptadeildar Samskipa. Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskipafélags Íslands, hefur einnig lýst álíka viðhorfi í fjölmiðlum fyrir hönd Eimskips. Poseidon og Neptune, rannsóknarskip frá fyrirtækinu Neptune, eru hins vegar skráð hér á landi. Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Einungis tvö skip sem uppfylla kröfur um kaupskip eru á íslensku skipaskránni þrátt fyrir að árið 2007 hafi lögum verið breytt í því skyni að stuðla að skráningu kaupskipa á Íslandi. Starfshópur á vegum fjármálaráðuneytisins kannar nú hvort útfæra megi lagaumhverfi í kringum skráningu kaupskipa á Íslandi með þeim hætti að Ísland verði samkeppnishæft á alþjóðavettvangi á sviði kaupskipaútgerðar. Hann tók til starfa í þessum mánuði og mun ljúka störfum í desember næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu skal starfshópurinn sérstaklega beina sjónum sínum að því hvernig umhverfi fyrir skráningu skipa hérlendis er fyrir skip sem koma að starfsemi vegna olíuleitar á landgrunni Íslands. Ekki fékkst svar við því hjá fjármálaráðuneytinu hversu miklar fjárhæðir fælust í þeim ávinningi fyrir ríkissjóð ef íslenski kaupskipaflotinn fengist á íslensku skipaskrána. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hugðist Fáfnir Offshore skrá skip sitt í Fjarðabyggð en síðar komist að því að slíkt gerði það að verkum að skipið yrði ekki samkeppnishæft við nágrannaþjóðir eins og Færeyinga. Steingrímur Erlingsson, framkvæmdastjóri Fáfnis Offshore, sagði í samtali við Fréttablaðið að hann fagnaði því að yfirvöld hefðu hafið þessa vinnu. Færeyingar eru einmitt að skjóta okkur ref fyrir rass í þessum efnum en þar í landi eru til dæmis Samskipafleyin Arnarfell og Helgafell skráð. „Almennt séð eru Samskip fylgjandi því að gera skráningar kaupskipa mögulegar á Íslandi,“ segir Anna Guðný Aradóttir, forstöðumaður markaðs- og samskiptadeildar Samskipa. Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskipafélags Íslands, hefur einnig lýst álíka viðhorfi í fjölmiðlum fyrir hönd Eimskips. Poseidon og Neptune, rannsóknarskip frá fyrirtækinu Neptune, eru hins vegar skráð hér á landi.
Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira