Fótbolti

Sjáðu Þorvald og Gunnleif greina tapið í Plzen | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM 2016 í gærkvöldi þegar liðið lá í valnum gegn firnasterku liði Tékka í Plzen, 2-1, eftir að komast yfir í fyrri hálfleik.

Íslenska liðið spilaði sinn slakasta leik í undankeppninni og átti í miklum erfiðleikum með að halda boltanum innan liðsins. Á sama tíma virkuðu Tékkarnir þéttir, hraðir og sterkir.

Gunnleifur Gunnleifsson, landsliðsmarkvörður, og Þorvaldur Örlygsson, þjálfari HK og helsti sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, voru gestir Hjartar Júlíusar Hjartarsonar í þættinum Leiðin til Frakklands í gærkvöldi.

Að vanda var farið ítarlega yfir spilamennsku íslenska liðsins og má sjá leikgreininguna og viðtöl við landsliðsmennina í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Cech: Ég gerði mistök í markinu

Markvörður Tékklands segir íslenska liðið hafa verið erfitt að brjóta á bak aftur og er hæstánægður með sigurinn.

Jón Daði: Kem eflaust út eins og skúrkurinn

Jón Daði Böðvarsson var skiljanlega vonsvikinn eftir 1-2 tap gegn Tékklandi í dag en hann skoraði óheppilegt sjálfsmark í leiknum sem reyndist vera sigurmark leiksins.

Klaufabárðar í Tékklandi

Íslenska fótboltalandsliðið tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM 2016 í Plzen í Tékklandi í gærkvöldi en það var ekki bara klaufalegt sjálfsmark Jóns Daða Böðvarssonar sem varð strákunum að falli í Plzen.

Theódór Elmar: Er óánægður með eigin frammistöðu

Einstaklingsmistök gerðu það að verkum að leikskipulag íslenska landsliðsins gekk ekki upp í naumu tapi gegn Tékklandi í kvöld að mati Theódórs Elmars, leikmanns íslenska landsliðsins.

Bað Gumma Ben um að halda kjafti

Guðmundur Benediktsson lýsti leik Tékklands og Íslands í undankeppni EM í gærkvöldi. Heimamenn unnu 2-1 en sigurmarkið var sjálfsmark Hannesar Þórs Halldórssonar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×