Fótbolti

Framarar féllu á klaufalegu marki - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Framarar töpuðu í kvöld 0-1 fyrir eistneska liðinu Kalju Nömme í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar en sigurmark gestanna var af klaufalegri gerðinni.

Fábio Prates skoraði sigurmark Kalju Nõmme á 61. mínútu leiksins en markið kom eftir hornspyrnu og mikinn klaufagang í Framvörninni.

Ögmundur Kristinsson, markvörður Framliðsins og félagar hans í vörninni voru í miklum vandræðum eftir hornspyrnu sem endaði með að Ögmundur kýldi boltann út í teiginn beint á kollinn á Fabio sem skallaði boltanum til baka, yfir Ögmund og í netið

„Ég er mjög ánægður með liðið, þeir fá ekkert færi sem ég man eftir, nema þegar við klúðrum örlítið í þessu marki sem þeir skora,“ segir Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram, í viðtali við Vísi eftir leikinn.

Myndband með sigurmarki Eistanna er nú aðgengilegt á Sjónvarpsvef Vísis eða með því að smella hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

FH-ingar skoruðu þrjú mörk í lokin - sjáið mörkin

FH-ingar þurftu að bíða lengi eftir fyrsta marki sínu en þau komu síðan á færibandi á lokakaflanum í 3-0 sigri FH á Glenavon í fyrri leik liðanna í í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×