Segir líf Palestínumanna lítils metin í vestrænu pressunni Jakob Bjarnar skrifar 3. júlí 2014 12:02 Palenstínskur maður virðir fyrir sér skemmdir eftir að Ísraelski herinn sendi flugskeyti á Gaza-borg nú snemma í morgun. Sveinn Rúnar segir ástandið skelfilegt. ap/arnþór Sveinn Rúnar Hauksson, heimilislæknir og formaður félagsins Ísland-Palestína, gagnrýnir harðlega fréttaflutning vestrænna miðla, þar með taldir eru þeir hinir íslensku; og segir hann að svo virðist sem líf Palestínumanna séu lítils metin í samanburði við þau hin ísraelsku. Palestínumenn undirbúa sig nú fyrir jarðarför Abu Khdair, 17 ára unglings sem var numinn á brott í Austur-Jerúsalem og þá myrtur. Mikil spenna ríkir nú á Gazasvæðinu. Morðið hefur verið fordæmt af leiðtogum Palestínumanna sem og Ísraela. Morðið er engu að síður talið geta hrundið af stað átökum, en menn hafa sett það í samhengi við morð á þremur ísraelskum ungmennum sem jarðsett voru á miðvikudag -- og talið hefndarmorð. Benjamin Netanyahu kennir Hamas-samtökunum um þau morð. Palestínumenn og Ísraelar hafa skipst á flugskeytum í morgun. Sveinn Rúnar Hauksson læknir gerþekkir ástandið á Gazasvæðinu. Morðið á Abu Khdair má rekja til ástands sem á sér sögu. „Þetta er ástand sem hefur versnað, hefur verið svona lengi, í marga mánuði og í mörg ár raunar og hefur farið stöðugt versnandi á Vesturbakkanum. Og þá er ég að tala um árásir landtökufólksins, með aðstoð hersins, gagnvart íbúum á herteknu svæðunum,“ segir Sveinn Rúnar. Hann segir hvergi nokkurs staðar frið og fólk hvergi óhult. „Það sem hefur svo gerst í kjölfar þess að þrír ungir ísraelskir menn hurfu úr landtökubyggð í grennd við Hebron er skelfilegt. Enginn veit enn hvað gerðist, það hefur ekkert verið upplýst um hvernig þeir voru drepnir, voru þeir vopnaðir, hverjir bera ábyrgð á þessu... enginn hefur lýst ábyrgð á hendur sér. Við vitum hins vegar hver ber ábyrgð á viðbrögðunum. Það er Netanyahu og Ísraelsstjórn,“ segir Sveinn Rúnar. Hann segir að gripið hafi verið til hóprefsingar gagnvart Palestínumönnum og enginn óhultur. „Það hefur verið ráðist inn á hvert heimilið á fætur öðru, fólk handtekið, það er búið að handtaka um sex hundruð manns. Og það eru ekki bara þingmenn Hamas-samtakanna sem hafa verið handteknir. Auk þess er búið að drepa 12 manns. Fimm ára drengur var drepinn, 14 ára unglingur... fólk á öllum aldrei hefur orðið fyrir hernum.“ Sveinn Rúnar segir svo að til sé á öryggismyndavél það hvernig atvikaðist að Abu Khdair var hirtur fyrir framan heimili sitt og fannst stuttu síðar látinn. „Það er sagt frá morðunum á ísraelsku ungmennunum, sem eru að sönnu hörmuleg, þetta er það sem er mest áberandi, en ekki drápunum á Palestínumönnum. Það er eins og mannslífin Palestínsku séu ekki jafn gild þeim ísraelsku þegar kemur að fjölmiðlunum hér,“ segir Sveinn Rúnar. Gasa Tengdar fréttir Fordæma morð á palestínsku ungmenni Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt rán og morð hins sautján ára Mohammed Abu Kdhair í Ísrel. 2. júlí 2014 23:22 „Hamas er ábyrgt og Hamas mun borga“ Forsetisráðherra Ísrael hótar hefndum gegn Hamas samtökunum 30. júní 2014 19:47 Netanyahu hótar hefndaraðgerðum Mikil reiði í Ísrael vegna morða á þremur ungmennum á Vesturbakkanum. 2. júlí 2014 07:20 Drengirnir fundust látnir á akri Jarðarför ísraelsku táninganna sem var rænt fyrir tveimur vikum og þeir í kjölfarið myrtir fór fram í gær. 2. júlí 2014 12:00 Tugir þúsunda fylgdu piltunum til grafar Þrír ísraelskir piltar fundust látnir í gær og yfirvöld hyggja á hefndir. 1. júlí 2014 17:45 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira
Sveinn Rúnar Hauksson, heimilislæknir og formaður félagsins Ísland-Palestína, gagnrýnir harðlega fréttaflutning vestrænna miðla, þar með taldir eru þeir hinir íslensku; og segir hann að svo virðist sem líf Palestínumanna séu lítils metin í samanburði við þau hin ísraelsku. Palestínumenn undirbúa sig nú fyrir jarðarför Abu Khdair, 17 ára unglings sem var numinn á brott í Austur-Jerúsalem og þá myrtur. Mikil spenna ríkir nú á Gazasvæðinu. Morðið hefur verið fordæmt af leiðtogum Palestínumanna sem og Ísraela. Morðið er engu að síður talið geta hrundið af stað átökum, en menn hafa sett það í samhengi við morð á þremur ísraelskum ungmennum sem jarðsett voru á miðvikudag -- og talið hefndarmorð. Benjamin Netanyahu kennir Hamas-samtökunum um þau morð. Palestínumenn og Ísraelar hafa skipst á flugskeytum í morgun. Sveinn Rúnar Hauksson læknir gerþekkir ástandið á Gazasvæðinu. Morðið á Abu Khdair má rekja til ástands sem á sér sögu. „Þetta er ástand sem hefur versnað, hefur verið svona lengi, í marga mánuði og í mörg ár raunar og hefur farið stöðugt versnandi á Vesturbakkanum. Og þá er ég að tala um árásir landtökufólksins, með aðstoð hersins, gagnvart íbúum á herteknu svæðunum,“ segir Sveinn Rúnar. Hann segir hvergi nokkurs staðar frið og fólk hvergi óhult. „Það sem hefur svo gerst í kjölfar þess að þrír ungir ísraelskir menn hurfu úr landtökubyggð í grennd við Hebron er skelfilegt. Enginn veit enn hvað gerðist, það hefur ekkert verið upplýst um hvernig þeir voru drepnir, voru þeir vopnaðir, hverjir bera ábyrgð á þessu... enginn hefur lýst ábyrgð á hendur sér. Við vitum hins vegar hver ber ábyrgð á viðbrögðunum. Það er Netanyahu og Ísraelsstjórn,“ segir Sveinn Rúnar. Hann segir að gripið hafi verið til hóprefsingar gagnvart Palestínumönnum og enginn óhultur. „Það hefur verið ráðist inn á hvert heimilið á fætur öðru, fólk handtekið, það er búið að handtaka um sex hundruð manns. Og það eru ekki bara þingmenn Hamas-samtakanna sem hafa verið handteknir. Auk þess er búið að drepa 12 manns. Fimm ára drengur var drepinn, 14 ára unglingur... fólk á öllum aldrei hefur orðið fyrir hernum.“ Sveinn Rúnar segir svo að til sé á öryggismyndavél það hvernig atvikaðist að Abu Khdair var hirtur fyrir framan heimili sitt og fannst stuttu síðar látinn. „Það er sagt frá morðunum á ísraelsku ungmennunum, sem eru að sönnu hörmuleg, þetta er það sem er mest áberandi, en ekki drápunum á Palestínumönnum. Það er eins og mannslífin Palestínsku séu ekki jafn gild þeim ísraelsku þegar kemur að fjölmiðlunum hér,“ segir Sveinn Rúnar.
Gasa Tengdar fréttir Fordæma morð á palestínsku ungmenni Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt rán og morð hins sautján ára Mohammed Abu Kdhair í Ísrel. 2. júlí 2014 23:22 „Hamas er ábyrgt og Hamas mun borga“ Forsetisráðherra Ísrael hótar hefndum gegn Hamas samtökunum 30. júní 2014 19:47 Netanyahu hótar hefndaraðgerðum Mikil reiði í Ísrael vegna morða á þremur ungmennum á Vesturbakkanum. 2. júlí 2014 07:20 Drengirnir fundust látnir á akri Jarðarför ísraelsku táninganna sem var rænt fyrir tveimur vikum og þeir í kjölfarið myrtir fór fram í gær. 2. júlí 2014 12:00 Tugir þúsunda fylgdu piltunum til grafar Þrír ísraelskir piltar fundust látnir í gær og yfirvöld hyggja á hefndir. 1. júlí 2014 17:45 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira
Fordæma morð á palestínsku ungmenni Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt rán og morð hins sautján ára Mohammed Abu Kdhair í Ísrel. 2. júlí 2014 23:22
„Hamas er ábyrgt og Hamas mun borga“ Forsetisráðherra Ísrael hótar hefndum gegn Hamas samtökunum 30. júní 2014 19:47
Netanyahu hótar hefndaraðgerðum Mikil reiði í Ísrael vegna morða á þremur ungmennum á Vesturbakkanum. 2. júlí 2014 07:20
Drengirnir fundust látnir á akri Jarðarför ísraelsku táninganna sem var rænt fyrir tveimur vikum og þeir í kjölfarið myrtir fór fram í gær. 2. júlí 2014 12:00
Tugir þúsunda fylgdu piltunum til grafar Þrír ísraelskir piltar fundust látnir í gær og yfirvöld hyggja á hefndir. 1. júlí 2014 17:45