Erlent

Eurovision fer fram í Wiener Stadthalle

Atli Ísleifsson skrifar
Conchita Wurst bar sigur úr býtum þegar keppnin var haldin í Kaupmannahöfn í maí síðastliðinn.
Conchita Wurst bar sigur úr býtum þegar keppnin var haldin í Kaupmannahöfn í maí síðastliðinn. Vísir/AFP
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verður haldin í Wiener Stadthalle í Vínarborg í maí næstkomandi, en endanleg ákvörðun um keppnisstað var tekin fyrr í dag.

Conchita Wurst bar sigur úr býtum með lagi sínu „Rise Like a Phoenix“ þegar keppnin fór fram í Kaupmannahöfn í maí síðastliðinn. Varð því ljóst að keppnin færi fram í Austurríki að ári. Vínarborg, Graz og Innsbruck sóttust allar eftir að fá að halda keppnina, en nú er ljóst að keppnin fer fram í Wiener Stadthalle.

Á vef eurovision.tv segir að austurríski arkitektinn Roland Rainer hafi hannað keppnishöllina sem var reist á árunum 1953 til 1958. Tekur hún um 16 þúsund manns í sæti.

Keppnin á næsta ári fer fram dagana 19., 21. og 23. maí næstkomandi, en þetta verður í sextugasta sinn sem keppnin verður haldin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×