Oosthuizen högglengstur | Met Nicklaus stendur enn Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. ágúst 2014 23:00 Louis Oosthuizen getur slegið boltann yfir 300 metra. vísir/getty PGA-meistaramótið í golfi hefst á morgun, en í gær var keppnin um lengsta teighöggið haldin á tíunda teig Valhalla-vallarins þar sem mótið fer fram. Þetta er í fyrsta skipti síðan 1984 sem keppnin um lengsta teighöggið er haldin fyrir PGA-meistaramótið og virtust allir sem tóku þátt hafa gaman að, allir nema einn.Bubba Watson lét eins og kjáni og sló boltann með þrjú járni. Eðlilega átti hann engan möguleika á sigri þó högglangur sé. Sjónvarpsmenn Golf Channel voru ekkert sérstaklega ánægðir með Bubba eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen vann keppnina með höggi upp á 311 metra, en 312 metra högg goðsagnarinnar Jack Nicklaus frá árinu 1963 stendur enn. Fimmtíu og einu ári síðar hefur það ekki verið bætt. Ástralinn Jason Day varð annar, en hann sló einum metra styttra en Oosthuizen sem fékk 25.000 dali í verðlaun og gyllta peningaklemmu. Nicklaus notar sína klemmu frá 1963 enn þann dag í dag. „Þetta var frábær viðbót við mótið. Við höfðum allir virkilega gaman að. Vonandi heldur þetta áfram,“ sagði PhilMickelson kampakátur eftir keppnina.PGA-meistaramótið hefst á morgun á Golfstöðinni og verða allir fjórir keppnisdagarnir í beinni útsendingu. Fáðu þér áskrift hér.Your browser does not support iframes. Golf Tengdar fréttir Rory-tíminn ekki að hefjast Norður-Írinn segir menn aðeins of fljóta að stökkva á vagninn þegar vel gengur. 6. ágúst 2014 10:00 Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
PGA-meistaramótið í golfi hefst á morgun, en í gær var keppnin um lengsta teighöggið haldin á tíunda teig Valhalla-vallarins þar sem mótið fer fram. Þetta er í fyrsta skipti síðan 1984 sem keppnin um lengsta teighöggið er haldin fyrir PGA-meistaramótið og virtust allir sem tóku þátt hafa gaman að, allir nema einn.Bubba Watson lét eins og kjáni og sló boltann með þrjú járni. Eðlilega átti hann engan möguleika á sigri þó högglangur sé. Sjónvarpsmenn Golf Channel voru ekkert sérstaklega ánægðir með Bubba eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen vann keppnina með höggi upp á 311 metra, en 312 metra högg goðsagnarinnar Jack Nicklaus frá árinu 1963 stendur enn. Fimmtíu og einu ári síðar hefur það ekki verið bætt. Ástralinn Jason Day varð annar, en hann sló einum metra styttra en Oosthuizen sem fékk 25.000 dali í verðlaun og gyllta peningaklemmu. Nicklaus notar sína klemmu frá 1963 enn þann dag í dag. „Þetta var frábær viðbót við mótið. Við höfðum allir virkilega gaman að. Vonandi heldur þetta áfram,“ sagði PhilMickelson kampakátur eftir keppnina.PGA-meistaramótið hefst á morgun á Golfstöðinni og verða allir fjórir keppnisdagarnir í beinni útsendingu. Fáðu þér áskrift hér.Your browser does not support iframes.
Golf Tengdar fréttir Rory-tíminn ekki að hefjast Norður-Írinn segir menn aðeins of fljóta að stökkva á vagninn þegar vel gengur. 6. ágúst 2014 10:00 Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Rory-tíminn ekki að hefjast Norður-Írinn segir menn aðeins of fljóta að stökkva á vagninn þegar vel gengur. 6. ágúst 2014 10:00