Enski boltinn

Van Gaal á bremsunni með Vidal

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Louis van Gaal vill ekki meiddan Arturo Vidal.
Louis van Gaal vill ekki meiddan Arturo Vidal. vísir/getty
Manchester United hefur verið orðað við Arturo Vidal, miðjumann Síle og Juventus, í allt sumar, en það er orðin ein af lengri félagaskiptasögum ársins.

Samkvæmt JorgeSampaoli, landsliðsþjálfara Síle, er LouisvanGaal, knattspyrnustjóri Manchester United, ástæða þess að ekki er búið að ganga frá kaupum á miðjumanninum.

Van Gaal óttast meiðsli Vidals, en hann spilaði meiddur á HM og fór í uppskurð á hné til að fá sig endanlega heilan eftir að heimsmeistarakeppninni lauk.

„Manchester United vill fá Vidal, en Van Gaal hefur sínar efasemdir,“ segir Sampaoli. „Vidal setti gott fordæmi á HM þar sem hann spilaði ekki í sínu besta formi.“

Talið er að United sé tilbúið að borga 47 milljónir punda fyrir Vidal sem er farinn með Juventus í æfingaferð. Juventus-menn eru tilbúnir að selja leikmanninn vilji hann fara sjálfur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×