Golf

Rory-tíminn ekki að hefjast

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Rory McIlroy gefur eiginhandaráritanir eftir æfingahring á Valhalla í gær.
Rory McIlroy gefur eiginhandaráritanir eftir æfingahring á Valhalla í gær. vísir/getty
Norður-Írinn Rory McIlroy, efsti kylfingur heimslistans, er maðurinn sem allt snýst um í aðdraganda PGA-meistaramótsins, síðasta risamóts ársins, sem hefst á Valhalla-vellinum í Louisville á morgun.

Rory vann opna breska meistaramótið á Hoylake fyrir tveimur vikum síðan og fylgdi því eftir með sigri á WCG Bridgestone-mótinu á sunnudaginn. Með honum tók hann toppsæti heimslistans og er hann nú talinn sigurstranglegastur um helgina.

„Mér hefur gengið vel síðustu mánuði, en stundum eru menn full fljótir að stökkva á vagninn þegar vel gengur,“ segir McIlroy.

Hann ítrekar að Rory-tímabilið sé ekki að hefjast líkt og þegar Tiger Woods tók yfir í golfinu á hans aldri, en Rory getur um helgina orðið þriðji maðurinn á eftir Tiger og Jack Nicklaus til að vinna öll fjögur risamótin fyrir 25 ára aldurinn.

„Það er gaman að vinna nokkur mót og komast aftur á þann stall sem mér finnst ég eiga heima, en ég er ekki viss um að það megi kalla þetta eitthvað tímabil sem er að hefjast,“ segir Rory McIlroy.

PGA-meistaramótið hefst á morgun á Golfstöðinni og verða allir fjórir keppnisdagarnir í beinni útsendingu. Fáðu þér áskrift hér.


Tengdar fréttir

McIlroy: Aldrei liðið jafnvel

Norður-Írinn stefnir á þriðja sigurinn í röð á síðasta risamóti ársins um næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×