Sport

Thelma komin í úrslit | Setti nýtt Íslandsmet

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Thelma Björg hefur gert það gott í Eindhoven.
Thelma Björg hefur gert það gott í Eindhoven. Mynd/ifsport.is
Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR, er komin í úrslit í 50m skriðsundi á Evrópumeistaramóti fatlaðra í sundi sem haldið er í Eindhoven í Hollandi.

Undanrásum var að ljúka, en Thelma hafnaði í 6. sæti á tímanum 40,32 sekúndum, sem er nýtt Íslandsmet.

Úrslitin hefjast klukkan 15:53 að íslenskum tíma.

Thelma var einnig á ferðinni í gær, en þá lenti hún í 5. sæti í 50m flugsundi og 7. sæti í 100m bringusundi. Hún bætti eigið Íslandsmet í flugsundinu þegar hún kom í mark á 47,73 sekúndum.

Thelma hafði áður nælt sér í bronsverðlaun í 400m skriðsundi.


Tengdar fréttir

Thelma Björg bætti Íslandsmetið sitt

Thelma Björg Björnsdóttir úr ÍFR var eini íslenski keppandinn á Öðrum keppnisdegi á Evrópumeistaramóti fatlaðra í sundi í Eindhoven í Hollandi en hún keppti þá í tveimur greinum.

Thelma Björg með brons í Eindhoven

Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR, vann til bronsverðlaunna í 400 metra skriðsundi í flokki S6 á Evrópumóti fatlaðra í sundi sem hófst í Eindhoven í Hollandi í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×