Varaði fyrri ríkisstjórn við flokkspólítískum ramma Kristján Már Unnarsson skrifar 28. nóvember 2014 10:30 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði í mars 2012 að flokkspólitísk rammaáætlun myndi ekki lifa af ríkisstjórnina. Vísir/GVA. Forstjóri Landsvirkjunar varaði síðustu ríkisstjórn við því að rammaáætlun um virkjanakosti myndi ekki lifa af ríkisstjórnina ef niðurstaðan yrði flokkspólitísk. „Ef þetta verður mjög flokkspólitískt, og kannski stjórnarflokkapólitískt, þá er hætt við því að þetta verði bara ónýtt um leið og ný stjórn kemur til valda,“ sagði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, þann 8. mars árið 2012, á ráðstefnu Verkfræðingafélags Íslands um nýtingu orkuauðlinda á Íslandi. Þá hafði dregist vikum saman að áætlunin birtist á Alþingi vegna átaka innan stjórnarflokkanna. Össur Skarphéðinsson, einn af ráðherrum ríkisstjórnarinnar, upplýsti síðar í bók sinni „Ár drekans“ um það sem gekk á bak við tjöldin þessar vikurnar á stjórnarheimilinu og hvernig ráðherrar Samfylkingarinnar notuðu rammaáætlun og Þjórsárvirkjanir sem skiptimynt í viðræðum við ráðherra Vinstri grænna í von um að þoka áfram viðræðum um Evrópusambandsaðild. Össur, sem er doktor í líffræði laxfiska, greindi frá því í bók sinni að hann hafi blásið á „laxarökin“ þegar Oddný Harðardóttir, þáverandi iðnaðarráðherra, kynnti öðrum ráðherrum Samfylkingarinnar þá niðurstöðu sína og Svandísar Svavarsdóttur, þáverandi umhverfisráðherra, að Þjórsárvirkjanir yrðu færðar úr nýtingarflokki yfir í biðflokk „vegna nýrra röksemda um laxastofna árinnar“. Engu að síður hefðu þær Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Oddný Harðardóttir lokið samningum við VG og gefið þau fyrirmæli að nota skyldi rök Orra Vigfússonar um laxastofna til að útskýra frestun Þjórsár, þrátt fyrir að Össur hefði blásið á þau. Þetta gerðist í sömu viku og forstjóri Landsvirkjunar lét þau orð falla á fundi Verkfræðingafélagsins að það yrði slæmt ef þetta yrði flokkspólitísk ákvörðun. Sagði Hörður Arnarson að til þess að rammaáætlun virkaði hefði þurft að koma breið sátt út úr ferlinu, og helst þvert á flokka, sem myndi lifa af ríkisstjórnir. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan, flutti erindi á sama fundi og sagði það frekar súrt í broti, eftir alla þessa vinnu, ef rammaáætlun lenti í einhverjum farvegi í lokin, sem gerði það að verkum að það plagg yrði ekki eins mikils virði eins og það stefndi í með faglegu vinnunni. Horfa yrði til miklu lengri tíma en svo að hægt yrði að láta pólitískan skollaleik ráða. Tengdar fréttir „Ekkert annað en afgerandi stríðsyfirlýsing“ Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í dag. 27. nóvember 2014 20:26 Flokkspólitísk rammaáætlun lifir ekki af ríkisstjórnina Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að rammaáætlun muni ekki lifa af þessa ríkisstjórn ef niðurstaðan verði flokkspólitísk. Forstjóri álversins í Straumsvík talar um pólitískan skollaleik. 8. mars 2012 19:20 Allt vitlaust á Alþingi vegna virkjana Upp úr sauð á Alþingi í morgun þegar stjórnarmeirihlutinn lagði til að átta virkjanakostir fari úr biðflokki í nýtingarflokk. 27. nóvember 2014 13:26 Blés á laxarökin gegn virkjunum í Þjórsá Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra, greinir frá því í bók sinni, Ári drekans, að hann blási á "laxarökin“ sem síðasta ríkisstjórn notaði til að salta Þjórsárvirkjanir. 30. desember 2013 18:47 Hrossakaupin um Þjórsárvirkjanir og ESB-umsókn eru svakalegur lestur Bjarni Benediktsson sagði að Össur Skarphéðinsson hafi lýst því nákvæmlega í bókinni "Ári drekans“ hvernig Þjórsárvirkjanir voru notaðar í hrossakaupum síðustu ríkisstjórnar. 27. nóvember 2014 12:15 Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar varaði síðustu ríkisstjórn við því að rammaáætlun um virkjanakosti myndi ekki lifa af ríkisstjórnina ef niðurstaðan yrði flokkspólitísk. „Ef þetta verður mjög flokkspólitískt, og kannski stjórnarflokkapólitískt, þá er hætt við því að þetta verði bara ónýtt um leið og ný stjórn kemur til valda,“ sagði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, þann 8. mars árið 2012, á ráðstefnu Verkfræðingafélags Íslands um nýtingu orkuauðlinda á Íslandi. Þá hafði dregist vikum saman að áætlunin birtist á Alþingi vegna átaka innan stjórnarflokkanna. Össur Skarphéðinsson, einn af ráðherrum ríkisstjórnarinnar, upplýsti síðar í bók sinni „Ár drekans“ um það sem gekk á bak við tjöldin þessar vikurnar á stjórnarheimilinu og hvernig ráðherrar Samfylkingarinnar notuðu rammaáætlun og Þjórsárvirkjanir sem skiptimynt í viðræðum við ráðherra Vinstri grænna í von um að þoka áfram viðræðum um Evrópusambandsaðild. Össur, sem er doktor í líffræði laxfiska, greindi frá því í bók sinni að hann hafi blásið á „laxarökin“ þegar Oddný Harðardóttir, þáverandi iðnaðarráðherra, kynnti öðrum ráðherrum Samfylkingarinnar þá niðurstöðu sína og Svandísar Svavarsdóttur, þáverandi umhverfisráðherra, að Þjórsárvirkjanir yrðu færðar úr nýtingarflokki yfir í biðflokk „vegna nýrra röksemda um laxastofna árinnar“. Engu að síður hefðu þær Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Oddný Harðardóttir lokið samningum við VG og gefið þau fyrirmæli að nota skyldi rök Orra Vigfússonar um laxastofna til að útskýra frestun Þjórsár, þrátt fyrir að Össur hefði blásið á þau. Þetta gerðist í sömu viku og forstjóri Landsvirkjunar lét þau orð falla á fundi Verkfræðingafélagsins að það yrði slæmt ef þetta yrði flokkspólitísk ákvörðun. Sagði Hörður Arnarson að til þess að rammaáætlun virkaði hefði þurft að koma breið sátt út úr ferlinu, og helst þvert á flokka, sem myndi lifa af ríkisstjórnir. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan, flutti erindi á sama fundi og sagði það frekar súrt í broti, eftir alla þessa vinnu, ef rammaáætlun lenti í einhverjum farvegi í lokin, sem gerði það að verkum að það plagg yrði ekki eins mikils virði eins og það stefndi í með faglegu vinnunni. Horfa yrði til miklu lengri tíma en svo að hægt yrði að láta pólitískan skollaleik ráða.
Tengdar fréttir „Ekkert annað en afgerandi stríðsyfirlýsing“ Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í dag. 27. nóvember 2014 20:26 Flokkspólitísk rammaáætlun lifir ekki af ríkisstjórnina Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að rammaáætlun muni ekki lifa af þessa ríkisstjórn ef niðurstaðan verði flokkspólitísk. Forstjóri álversins í Straumsvík talar um pólitískan skollaleik. 8. mars 2012 19:20 Allt vitlaust á Alþingi vegna virkjana Upp úr sauð á Alþingi í morgun þegar stjórnarmeirihlutinn lagði til að átta virkjanakostir fari úr biðflokki í nýtingarflokk. 27. nóvember 2014 13:26 Blés á laxarökin gegn virkjunum í Þjórsá Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra, greinir frá því í bók sinni, Ári drekans, að hann blási á "laxarökin“ sem síðasta ríkisstjórn notaði til að salta Þjórsárvirkjanir. 30. desember 2013 18:47 Hrossakaupin um Þjórsárvirkjanir og ESB-umsókn eru svakalegur lestur Bjarni Benediktsson sagði að Össur Skarphéðinsson hafi lýst því nákvæmlega í bókinni "Ári drekans“ hvernig Þjórsárvirkjanir voru notaðar í hrossakaupum síðustu ríkisstjórnar. 27. nóvember 2014 12:15 Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
„Ekkert annað en afgerandi stríðsyfirlýsing“ Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í dag. 27. nóvember 2014 20:26
Flokkspólitísk rammaáætlun lifir ekki af ríkisstjórnina Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að rammaáætlun muni ekki lifa af þessa ríkisstjórn ef niðurstaðan verði flokkspólitísk. Forstjóri álversins í Straumsvík talar um pólitískan skollaleik. 8. mars 2012 19:20
Allt vitlaust á Alþingi vegna virkjana Upp úr sauð á Alþingi í morgun þegar stjórnarmeirihlutinn lagði til að átta virkjanakostir fari úr biðflokki í nýtingarflokk. 27. nóvember 2014 13:26
Blés á laxarökin gegn virkjunum í Þjórsá Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra, greinir frá því í bók sinni, Ári drekans, að hann blási á "laxarökin“ sem síðasta ríkisstjórn notaði til að salta Þjórsárvirkjanir. 30. desember 2013 18:47
Hrossakaupin um Þjórsárvirkjanir og ESB-umsókn eru svakalegur lestur Bjarni Benediktsson sagði að Össur Skarphéðinsson hafi lýst því nákvæmlega í bókinni "Ári drekans“ hvernig Þjórsárvirkjanir voru notaðar í hrossakaupum síðustu ríkisstjórnar. 27. nóvember 2014 12:15