Kvensjúkdómalæknir í vinnu á leikskóla í átta ár Viktoría Hermannsdóttir skrifar 28. nóvember 2014 09:00 Liana hefur búið á Íslandi í þrettán ár. Hún er menntaður kvensjúkdómalæknir en hefur ekki fengið vinnu sem hæfir menntun hennar og vinnur á leikskóla. Henni finnst vinnan skemmtileg en heldur í vonina um að geta einn daginn starfað við fag sitt hérlendis. Fréttablaðið/Vilhelm Liana Belinska, sem er menntaður kvensjúkdómalæknir, hefur búið á Íslandi í ellefu ár án þess að fá starf sem hæfir menntun hennar. Hún vinnur á leikskóla en vonast til þess að geta einn daginn starfað við það sem hún menntaði sig til í heimalandinu, Úkraínu. Liana og eiginmaður hennar, sem er menntaður skurðlæknir, fluttu til Íslands árið 2003. Þau höfðu bæði starfað við kennslu á kennslusjúkrahúsi að loknu sérfræðinámi í læknisfræði. „Ég var í góðri stöðu sem deildarstjóri kvensjúkdómadeildar en hún var ólaunuð,“ segir Liana. Aðstæður í heimalandinu voru ekki góðar og lítil von um bjarta framtíð. Eiginmaður hennar fór til London þar sem hann fór að vinna í byggingarvinnu til þess að sjá fyrir Liönu og ungum syni þeirra. Eftir um tvö ár í London heyrði eiginmaðurinn af Íslandi og ákvað að heimsækja landið. Honum leist vel á og sá fyrir sér að fjölskyldan gæti átt góða framtíð hér saman. „Við komum að heimsækja hann og vorum hér í þrjá mánuði fyrst. Ég sótti um í íslensku fyrir útlendinga í háskólanum, komst inn og þá ákváðum við að flytja hingað,“ segir hún. Liana segir þau strax hafa lagt mikla áherslu á að samlagast íslensku samfélagi sem best. „Ég las mikið af bókum og horfði á íslenskt sjónvarpsefni.“ Hún náði góðum tökum á íslenskunni og stuttu eftir að hún útskrifaðist úr háskólanum sá hún auglýsta stöðu aðstoðarlæknis sem hún ákvað að prófa að sækja um. „Ég var boðuð í viðtal og átti að fá að vinna launalaust á bráðamóttökunni í eitt ár til þess að læra inn á hvernig þetta virkar allt hér. Ég var alveg til í það en á þeim tíma hélt ég að ég væri að fá búsetuleyfi. Það var þannig að ef maður kláraði BA í íslensku þá fékk maður búsetuleyfi. Síðan fer ég í sumarfrí til Úkraínu og þegar ég kem heim bíður mín bréf frá Útlendingastofnun um að ég hafi ekki fengið leyfið. Þá var búið að breyta lögunum og ég þurfti að fara að vinna og borga skatta til þess að geta átt rétt á leyfinu.“ Hún varð því að hætta við starfsnámið á spítalanum og réð sig til vinnu á leikskólanum sem sonur hennar hafði verið á þegar þau komu fyrst til landsins. Þar vinnur hún enn þann dag í dag en eiginmaður hennar starfar í vörumóttöku og eldhúsi á Landspítalanum. Hún segist þekkja nokkra læknis- og viðskiptamenntaða innflytjendur sem hefur einnig gengið illa að fá menntun sína metna. Sjálf hefur hún margoft reynt að fá menntun sína metna en lítið orðið ágengt. „Ég fékk þau svör fyrir ári að ég þyrfti að taka síðustu þrjú árin í læknisfræðinni. Ég er alveg til í það. Þeir vilja hins vegar að ég taki klásusinn til þess að komast inn og mér finnst það ósanngjarnt,“ segir Liana. „Þar er ekki verið að spyrja um hluti tengda læknisfræði. Ég er búin með sex ára nám í þessu og finnst ég ekki eiga að þurfa að taka þetta próf til þess að geta tekið síðustu þrjú árin aftur.“ Liana sendi bréf til læknadeildarinnar í ágúst til þess að reyna að komast hjá því að taka inngangsprófið en hefur ekki enn fengið svör. Hún segist þó ekki hafa misst vonina og vonast til þess að einhvern tímann geti hún starfað hér sem læknir. „Ég finn það alveg að mig langar að gera meira. Ég var að hugsa um daginn að kannski væri ég bara orðin alltof gömul til þess að fara að vinna við þetta. Ég var þrítug þegar ég kom hingað og er 42 ára núna. Ef ég klára þessi þrjú ár þá er ég um 45 ára þegar ég byrja að vinna og þá á ég alveg 22 ár eftir af starfsævinni þannig að það gæti alveg gengið,“ segir hún. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Liana Belinska, sem er menntaður kvensjúkdómalæknir, hefur búið á Íslandi í ellefu ár án þess að fá starf sem hæfir menntun hennar. Hún vinnur á leikskóla en vonast til þess að geta einn daginn starfað við það sem hún menntaði sig til í heimalandinu, Úkraínu. Liana og eiginmaður hennar, sem er menntaður skurðlæknir, fluttu til Íslands árið 2003. Þau höfðu bæði starfað við kennslu á kennslusjúkrahúsi að loknu sérfræðinámi í læknisfræði. „Ég var í góðri stöðu sem deildarstjóri kvensjúkdómadeildar en hún var ólaunuð,“ segir Liana. Aðstæður í heimalandinu voru ekki góðar og lítil von um bjarta framtíð. Eiginmaður hennar fór til London þar sem hann fór að vinna í byggingarvinnu til þess að sjá fyrir Liönu og ungum syni þeirra. Eftir um tvö ár í London heyrði eiginmaðurinn af Íslandi og ákvað að heimsækja landið. Honum leist vel á og sá fyrir sér að fjölskyldan gæti átt góða framtíð hér saman. „Við komum að heimsækja hann og vorum hér í þrjá mánuði fyrst. Ég sótti um í íslensku fyrir útlendinga í háskólanum, komst inn og þá ákváðum við að flytja hingað,“ segir hún. Liana segir þau strax hafa lagt mikla áherslu á að samlagast íslensku samfélagi sem best. „Ég las mikið af bókum og horfði á íslenskt sjónvarpsefni.“ Hún náði góðum tökum á íslenskunni og stuttu eftir að hún útskrifaðist úr háskólanum sá hún auglýsta stöðu aðstoðarlæknis sem hún ákvað að prófa að sækja um. „Ég var boðuð í viðtal og átti að fá að vinna launalaust á bráðamóttökunni í eitt ár til þess að læra inn á hvernig þetta virkar allt hér. Ég var alveg til í það en á þeim tíma hélt ég að ég væri að fá búsetuleyfi. Það var þannig að ef maður kláraði BA í íslensku þá fékk maður búsetuleyfi. Síðan fer ég í sumarfrí til Úkraínu og þegar ég kem heim bíður mín bréf frá Útlendingastofnun um að ég hafi ekki fengið leyfið. Þá var búið að breyta lögunum og ég þurfti að fara að vinna og borga skatta til þess að geta átt rétt á leyfinu.“ Hún varð því að hætta við starfsnámið á spítalanum og réð sig til vinnu á leikskólanum sem sonur hennar hafði verið á þegar þau komu fyrst til landsins. Þar vinnur hún enn þann dag í dag en eiginmaður hennar starfar í vörumóttöku og eldhúsi á Landspítalanum. Hún segist þekkja nokkra læknis- og viðskiptamenntaða innflytjendur sem hefur einnig gengið illa að fá menntun sína metna. Sjálf hefur hún margoft reynt að fá menntun sína metna en lítið orðið ágengt. „Ég fékk þau svör fyrir ári að ég þyrfti að taka síðustu þrjú árin í læknisfræðinni. Ég er alveg til í það. Þeir vilja hins vegar að ég taki klásusinn til þess að komast inn og mér finnst það ósanngjarnt,“ segir Liana. „Þar er ekki verið að spyrja um hluti tengda læknisfræði. Ég er búin með sex ára nám í þessu og finnst ég ekki eiga að þurfa að taka þetta próf til þess að geta tekið síðustu þrjú árin aftur.“ Liana sendi bréf til læknadeildarinnar í ágúst til þess að reyna að komast hjá því að taka inngangsprófið en hefur ekki enn fengið svör. Hún segist þó ekki hafa misst vonina og vonast til þess að einhvern tímann geti hún starfað hér sem læknir. „Ég finn það alveg að mig langar að gera meira. Ég var að hugsa um daginn að kannski væri ég bara orðin alltof gömul til þess að fara að vinna við þetta. Ég var þrítug þegar ég kom hingað og er 42 ára núna. Ef ég klára þessi þrjú ár þá er ég um 45 ára þegar ég byrja að vinna og þá á ég alveg 22 ár eftir af starfsævinni þannig að það gæti alveg gengið,“ segir hún.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira