Innlent

Sendu umsókn vegna Costco til borgarráðs

Haraldur Guðmundsson skrifar
Enn hafa engar ákvarðanir verið teknar um komu smásölukeðjunnar til landsins.
Enn hafa engar ákvarðanir verið teknar um komu smásölukeðjunnar til landsins. Nordicphotos/AFP
Sex borgarfulltrúar í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur samþykktu á miðvikudag að vísa umsókn Korputorgs ehf. um breytingar á deiliskipulagi lóðar verslunarmiðstöðvarinnar til borgarráðs.

Breytingarnar tengjast áformum bandarísku smásölukeðjunnar Costco um að opna fjölorkustöð og verslun við Korputorg.

„Ráðið myndi fagna áætlunum Costco um að koma fyrir 16 nýjum hraðhleðslustöðvum fyrir rafbíla og með tilkomu sinni auka heilbrigða samkeppni á markaði,“ segir á fréttaveitunni graenavik.tumblr.com sem borgarfulltrúar meirihlutans í umhverfis- og skipulagsráði opnuðu nýverið.

„Skilyrði fyrir samþykktinni er að allavega helmingur stöðvarinnar sé fyrir endurnýjanlega orkugjafa,“ segir á fréttaveitunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×