Önnur orðsending til íslenskra karlmanna Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar 28. nóvember 2014 07:00 Fyrir réttu ári skrifaði vinkona mín og stjórnarkona í Kvenréttindafélagi Íslands, Hrafnhildur Ragnarsdóttir, opið bréf í tilefni af alþjóðlegu sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Greinin bar yfirskriftina „Orðsending til íslenskra karlmanna“ og olli töluverðu fjaðrafoki. Nei, segjum hlutina eins og þeir eru. Gerður var aðsúgur að Hrafnhildi. Mörg hundruð athugasemdir voru skrifaðar á hina og þessa miðla um að hún gengi ekki heil til skógar, að hún væri öfgafullur kvenforréttindasinni, að hún ætti nú bara að þegja og gera sér grein fyrir því að karlar séu mun meiri fórnarlömb ofbeldis en konur. Ofsóknirnar áttu sér ekki einungis stað á veraldarvefnum. Hún fékk send persónuleg skilaboð og hringt var í vinkonur hennar til að reyna að komast að því hvar hún ætti heima. Hvað sagði Hrafnhildur sem kom við kaunin á svona mörgum? Hún sagðist ávallt vera vör um sig, passa sig á því hvernig hún klæddi sig, hvert hún færi og með hverjum, allt til að minnka líkurnar á kynferðisofbeldi. Hún lýsti þeim ótta og óöryggi sem flestar, ef ekki allar, konur upplifa og sagði þetta skerða frelsi kvenna. Og Hrafnhildur dirfðist að gera eitthvað sem konur virðast ekki mega gera. Hún kallaði menninguna sem fóstrar ofbeldi karla gegn konum ógnarstjórn, ávarpaði karlmenn og benti þeim á ábyrgð þeirra að breyta þessari menningu. Vitið þið hvað. Ég, Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, tek undir með Hrafnhildi í einu og öllu. Það er ógnarstjórn að búa í samfélagi þar sem 87% lögregluþjóna eru karlar. Það er ógnarstjórn að búa í samfélagi þar sem á sama tíma og 248 mæta í Neyðarmóttöku vegna nauðgunar og 1.086 leita aðstoðar hjá Stígamótum eru aðeins 189 kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu, 88 málum vísað til ríkissaksóknara, 31 ákæra gefin út og 23 sakfellingardómar felldir. Og það er ógnarstjórn að búa í samfélagi þar sem 42% kvenna hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu karla, þar sem 24% kvenna hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu karla, þar sem 4% kvenna hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu karla á undangengnum 12 mánuðum. Kæru karlmenn, leggist á eitt með okkur konum að uppræta þessa ógnarstjórn svo við getum saman skapað betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir réttu ári skrifaði vinkona mín og stjórnarkona í Kvenréttindafélagi Íslands, Hrafnhildur Ragnarsdóttir, opið bréf í tilefni af alþjóðlegu sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Greinin bar yfirskriftina „Orðsending til íslenskra karlmanna“ og olli töluverðu fjaðrafoki. Nei, segjum hlutina eins og þeir eru. Gerður var aðsúgur að Hrafnhildi. Mörg hundruð athugasemdir voru skrifaðar á hina og þessa miðla um að hún gengi ekki heil til skógar, að hún væri öfgafullur kvenforréttindasinni, að hún ætti nú bara að þegja og gera sér grein fyrir því að karlar séu mun meiri fórnarlömb ofbeldis en konur. Ofsóknirnar áttu sér ekki einungis stað á veraldarvefnum. Hún fékk send persónuleg skilaboð og hringt var í vinkonur hennar til að reyna að komast að því hvar hún ætti heima. Hvað sagði Hrafnhildur sem kom við kaunin á svona mörgum? Hún sagðist ávallt vera vör um sig, passa sig á því hvernig hún klæddi sig, hvert hún færi og með hverjum, allt til að minnka líkurnar á kynferðisofbeldi. Hún lýsti þeim ótta og óöryggi sem flestar, ef ekki allar, konur upplifa og sagði þetta skerða frelsi kvenna. Og Hrafnhildur dirfðist að gera eitthvað sem konur virðast ekki mega gera. Hún kallaði menninguna sem fóstrar ofbeldi karla gegn konum ógnarstjórn, ávarpaði karlmenn og benti þeim á ábyrgð þeirra að breyta þessari menningu. Vitið þið hvað. Ég, Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, tek undir með Hrafnhildi í einu og öllu. Það er ógnarstjórn að búa í samfélagi þar sem 87% lögregluþjóna eru karlar. Það er ógnarstjórn að búa í samfélagi þar sem á sama tíma og 248 mæta í Neyðarmóttöku vegna nauðgunar og 1.086 leita aðstoðar hjá Stígamótum eru aðeins 189 kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu, 88 málum vísað til ríkissaksóknara, 31 ákæra gefin út og 23 sakfellingardómar felldir. Og það er ógnarstjórn að búa í samfélagi þar sem 42% kvenna hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu karla, þar sem 24% kvenna hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu karla, þar sem 4% kvenna hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu karla á undangengnum 12 mánuðum. Kæru karlmenn, leggist á eitt með okkur konum að uppræta þessa ógnarstjórn svo við getum saman skapað betra samfélag.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun