Innlent

8000 manns mótmæltu á Austurvelli í dag

Stefán Ó. Jónsson skrifar
VISIR/Friðrik Þór
Fólk er tekið að týnast af Austurvelli eftir mótmælin sem þar fóru fram í dag. 

Voru þetta fimmtu mótmælin vegna fyrirhugaðrar riftunar aðildarviðræðnana við Evrópusambandið.

Í lokaræðunni á samstöðufundinum á Austurvelli, voru kosningaloforð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar spiluð í hátalarakerfi. Þetta vakti mikinn fögnuð viðstaddra.

Mótmælendur létu duglega í sér heyra og fönguðu vel það sem fyrir auga bar.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru um 8000 manns á Austurvelli þegar mest lét.



Hér að neðan má sjá myndir frá mótmælunum í dag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×