Tveir af þremur vilja ljúka ESB-viðræðum Brjánn Jónsson skrifar 1. mars 2014 00:01 Mannfjöldi í miðbænum. Minnihluti stuðningsmanna stjórnarflokkanna myndi greiða atkvæði með áframhaldandi viðræðum við ESB en meirihluti stuðningsmanna annarra flokka. Fréttablaðið/Vilhelm Nærri tveir af hverjum þremur landsmönnum vilja ljúka aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og myndu greiða atkvæði í samræmi við það yrði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald málsins. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls myndi 64,1 prósent landsmanna styðja í þjóðaratkvæðagreiðslu að aðildarviðræðum verði lokið. Rúmur þriðjungur, 35,9 prósent, myndi greiða því atkvæði sitt að viðræðum verði slitið. Mikill munur er á afstöðu fólks eftir því hvaða stjórnmálaflokk það styður. Stuðningsmenn stjórnarflokkanna skera sig verulega frá öðrum landsmönnum.Þannig myndu 25 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokksins greiða því atkvæði að halda viðræðunum áfram, en 75 prósent myndu greiða viðræðuslitum atkvæði. Nærri fjórir af hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokksins, 39,2 prósent, myndu greiða áframhaldandi aðildarviðræðum atkvæði. Um 60,8 prósent myndu greiða því atkvæði að slíta viðræðunum, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunarinnar. Meirihluti stuðningsmanna annarra flokka myndi greiða atkvæði með því að ljúka aðildarviðræðum við ESB. Harðastir í afstöðu sinni eru stuðningsmenn Samfylkingarinnar. Af þeim vilja 94,7 prósent ljúka viðræðunum, en 5,3 prósent slíta þeim. Hlutföllin eru svipuð hjá kjósendum Bjartrar framtíðar, 88,2 prósent myndu greiða áframhaldandi viðræðum atkvæði en 11,8 prósent vilja slíta viðræðunum. Munurinn er minni meðal kjósenda Pírata, en 75 prósent þeirra vilja ljúka viðræðunum og 25 prósent slíta þeim. Tveir af hverjum þremur stuðningsmönnum Vinstri grænna, 65,1 prósent, myndu greiða því atkvæði að ljúka viðræðunum, en 34,9 prósent myndu kjósa viðræðuslit. Ekki reyndist marktækur munur á kynjum eða aldri í könnuninni.Helmingur þjóðarinnar andvígur aðild að ESB Helmingur landsmanna er því andvígur að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls eru 50 prósent þjóðarinnar mjög eða frekar andvíg inngöngu Íslands í ESB. Um 26,8 prósent vilja ganga í ESB, og 23,2 prósent segjast hlutlaus. Séu niðurstöður könnunarinnar reiknaðar eingöngu út frá þeim sem tóku afstöðu með eða á móti aðild og þeim sem sögðust hlutlausir sleppt voru um 65 prósent þátttakenda andvíg aðild en 35 prósent vildu að Ísland gengi í ESB. Afar lítil breyting hefur orðið á afstöðu landsmanna frá því síðast var spurt um aðild að Evrópusambandinu í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í lok janúar. Spurt var: Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að Ísland gangi í Evrópusambandið? Alls tóku 81,5 prósent afstöðu til spurningarinnar.Aðferðafræðin Hringt var í 1.309 manns þar til náðist í 805 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. febrúar. Svarhlutfallið var 61,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Vilt þú að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort halda eigi aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram eða slíta þeim? Fjallað var um niðurstöðuna úr þeirri spurningu í Fréttablaðinu í gær. Í kjölfarið var spurt: Ef atkvæðagreiðslan yrði haldin, hvernig myndir þú kjósa? Alls tóku 81,2 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. ESB-málið Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Nærri tveir af hverjum þremur landsmönnum vilja ljúka aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og myndu greiða atkvæði í samræmi við það yrði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald málsins. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls myndi 64,1 prósent landsmanna styðja í þjóðaratkvæðagreiðslu að aðildarviðræðum verði lokið. Rúmur þriðjungur, 35,9 prósent, myndi greiða því atkvæði sitt að viðræðum verði slitið. Mikill munur er á afstöðu fólks eftir því hvaða stjórnmálaflokk það styður. Stuðningsmenn stjórnarflokkanna skera sig verulega frá öðrum landsmönnum.Þannig myndu 25 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokksins greiða því atkvæði að halda viðræðunum áfram, en 75 prósent myndu greiða viðræðuslitum atkvæði. Nærri fjórir af hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokksins, 39,2 prósent, myndu greiða áframhaldandi aðildarviðræðum atkvæði. Um 60,8 prósent myndu greiða því atkvæði að slíta viðræðunum, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunarinnar. Meirihluti stuðningsmanna annarra flokka myndi greiða atkvæði með því að ljúka aðildarviðræðum við ESB. Harðastir í afstöðu sinni eru stuðningsmenn Samfylkingarinnar. Af þeim vilja 94,7 prósent ljúka viðræðunum, en 5,3 prósent slíta þeim. Hlutföllin eru svipuð hjá kjósendum Bjartrar framtíðar, 88,2 prósent myndu greiða áframhaldandi viðræðum atkvæði en 11,8 prósent vilja slíta viðræðunum. Munurinn er minni meðal kjósenda Pírata, en 75 prósent þeirra vilja ljúka viðræðunum og 25 prósent slíta þeim. Tveir af hverjum þremur stuðningsmönnum Vinstri grænna, 65,1 prósent, myndu greiða því atkvæði að ljúka viðræðunum, en 34,9 prósent myndu kjósa viðræðuslit. Ekki reyndist marktækur munur á kynjum eða aldri í könnuninni.Helmingur þjóðarinnar andvígur aðild að ESB Helmingur landsmanna er því andvígur að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls eru 50 prósent þjóðarinnar mjög eða frekar andvíg inngöngu Íslands í ESB. Um 26,8 prósent vilja ganga í ESB, og 23,2 prósent segjast hlutlaus. Séu niðurstöður könnunarinnar reiknaðar eingöngu út frá þeim sem tóku afstöðu með eða á móti aðild og þeim sem sögðust hlutlausir sleppt voru um 65 prósent þátttakenda andvíg aðild en 35 prósent vildu að Ísland gengi í ESB. Afar lítil breyting hefur orðið á afstöðu landsmanna frá því síðast var spurt um aðild að Evrópusambandinu í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í lok janúar. Spurt var: Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að Ísland gangi í Evrópusambandið? Alls tóku 81,5 prósent afstöðu til spurningarinnar.Aðferðafræðin Hringt var í 1.309 manns þar til náðist í 805 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. febrúar. Svarhlutfallið var 61,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Vilt þú að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort halda eigi aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram eða slíta þeim? Fjallað var um niðurstöðuna úr þeirri spurningu í Fréttablaðinu í gær. Í kjölfarið var spurt: Ef atkvæðagreiðslan yrði haldin, hvernig myndir þú kjósa? Alls tóku 81,2 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.
ESB-málið Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira